Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Helga Lund rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Sigrún Helga Lund er dósent í líftölfræði við læknadeild Háskóla Íslands og tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Rannsóknir Sigrúnar miða fyrst og fremst að því að nota upplýsingar úr lýðgrunduðum gagnasöfnum til að skilja eðli og umfang sjúkdóma og annarra heilsutengdra viðfangsefna.

Hér á landi eru skráð mörg vönduð gagnasöfn, má þar nefna Krabbameinsskrá, Lyfjagagnagrunn, sjúkraskrá Landspítala og erfða- og ættarupplýsingar Íslenskrar erfðagreiningar sem eru einstakar á heimsvísu. Með úrvinnslu á ópersónugreinanlegum upplýsingum úr slíkum gagnasöfnum má afla dýrmætrar læknisfræðilegrar þekkingar. Með slíku móti hefur Sigrún stundað hagnýttar tölfræðirannsóknir á nær öllum sviðum læknisfræði og er meðhöfundur yfir 50 alþjóðlegra ritrýndra vísindagreina.

Rannsóknir Sigrúnar Helgu miða fyrst og fremst að því að nota upplýsingar úr lýðgrunduðum gagnasöfnum til að skilja eðli og umfang sjúkdóma og annarra heilsutengdra viðfangsefna.

Sigrún hefur einnig átt í góðu samstarfi við íslensk nýsköpunarfyrirtæki í lyfjaþróun og heilsutengdu áhættumati. Hjá Oculis, Lipid og Kerecis rannsakaði hún lyfjaferjur, hægðarlyf og sárameðferðir en hjá Risk rannsakaði hún áhættureikna fyrir sjónkvilla hjá sykursjúkum.

Að auki hefur Sigrún unnið að kennsluþróun á háskólastigi. Hún hóf kennsluferil sinn sem stundakennari við Háskóla Íslands haustið 2001 og hefur síðan kennt við fjögur af fimm sviðum Háskóla Íslands, í Menntaskólanum við Hamrahlíð, í Opna Háskólanum auk þess sem hún hefur haldið námskeið fyrir bráðger börn. Hún er meðhöfundur að tveimur kennslubókum í tölfræði á háskólastigi, Tölfræði frá grunni og R frá grunni. Hún leggur áherslu á vendikennslu og fjölbreytt námsmat og er annar stofnanda Kennslubankans.

Sigrún Helga fæddist árið 1982 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2000. Hún lauk BS-prófi í stærðfræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og hlaut kennsluréttindi í framhaldsskólum vorið 2007. Hún lauk doktorsgráðu í tölfræði frá Háskóla Íslands vorið 2014, með viðkomu í Konunglega tækniháskólanum í Stokkhólmi. Doktorsritgerð hennar fjallaði um tölfræðilega tilraunahögun á örflögum.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

3.3.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Helga Lund rannsakað?“ Vísindavefurinn, 3. mars 2018, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75350.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 3. mars). Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Helga Lund rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75350

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Helga Lund rannsakað?“ Vísindavefurinn. 3. mar. 2018. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75350>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Helga Lund rannsakað?
Sigrún Helga Lund er dósent í líftölfræði við læknadeild Háskóla Íslands og tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Rannsóknir Sigrúnar miða fyrst og fremst að því að nota upplýsingar úr lýðgrunduðum gagnasöfnum til að skilja eðli og umfang sjúkdóma og annarra heilsutengdra viðfangsefna.

Hér á landi eru skráð mörg vönduð gagnasöfn, má þar nefna Krabbameinsskrá, Lyfjagagnagrunn, sjúkraskrá Landspítala og erfða- og ættarupplýsingar Íslenskrar erfðagreiningar sem eru einstakar á heimsvísu. Með úrvinnslu á ópersónugreinanlegum upplýsingum úr slíkum gagnasöfnum má afla dýrmætrar læknisfræðilegrar þekkingar. Með slíku móti hefur Sigrún stundað hagnýttar tölfræðirannsóknir á nær öllum sviðum læknisfræði og er meðhöfundur yfir 50 alþjóðlegra ritrýndra vísindagreina.

Rannsóknir Sigrúnar Helgu miða fyrst og fremst að því að nota upplýsingar úr lýðgrunduðum gagnasöfnum til að skilja eðli og umfang sjúkdóma og annarra heilsutengdra viðfangsefna.

Sigrún hefur einnig átt í góðu samstarfi við íslensk nýsköpunarfyrirtæki í lyfjaþróun og heilsutengdu áhættumati. Hjá Oculis, Lipid og Kerecis rannsakaði hún lyfjaferjur, hægðarlyf og sárameðferðir en hjá Risk rannsakaði hún áhættureikna fyrir sjónkvilla hjá sykursjúkum.

Að auki hefur Sigrún unnið að kennsluþróun á háskólastigi. Hún hóf kennsluferil sinn sem stundakennari við Háskóla Íslands haustið 2001 og hefur síðan kennt við fjögur af fimm sviðum Háskóla Íslands, í Menntaskólanum við Hamrahlíð, í Opna Háskólanum auk þess sem hún hefur haldið námskeið fyrir bráðger börn. Hún er meðhöfundur að tveimur kennslubókum í tölfræði á háskólastigi, Tölfræði frá grunni og R frá grunni. Hún leggur áherslu á vendikennslu og fjölbreytt námsmat og er annar stofnanda Kennslubankans.

Sigrún Helga fæddist árið 1982 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2000. Hún lauk BS-prófi í stærðfræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og hlaut kennsluréttindi í framhaldsskólum vorið 2007. Hún lauk doktorsgráðu í tölfræði frá Háskóla Íslands vorið 2014, með viðkomu í Konunglega tækniháskólanum í Stokkhólmi. Doktorsritgerð hennar fjallaði um tölfræðilega tilraunahögun á örflögum.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...