
Kortið sýnir landfræðilega afmörkun gossprungna sem gætu veitt hrauni inn í Grindavík og Þórkötlustaðahverfi. Breiða rauða línan afmarkar upptök miðlungsstórra hrauna (0,3 km3) og mjóa rauða línan upptök lítilla hrauna (0,02 km3). Ef lítið eða meðalstórt hraungos hefst á gossprungu sem er fyrir utan rauðu línurnar tvær benda hermanir úr hraunflæðilíkönum til þess að hraun mundi ekki renna inn í Grindavík né Þórkötlustaðahverfi.
- Bergrún Arna Óladóttir, Melissa Anne Pfeffer, Sara Barsotti og Bogi B. Björnsson. (Júní 2023). Langtímahættumat Reykjanesskaga vestan Kleifarvatns: Hrauna-, gasmengurnar- og gjóskufallsvá. Veðurstofa Íslands. (Sótt 15.11.2023).