Sólin Sólin Rís 10:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:12 • Sest 13:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:52 • Síðdegis: 18:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:11 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:12 • Sest 13:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:52 • Síðdegis: 18:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:11 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?

Sigurður Steinþórsson

Gos í Geldingadölum hófst 19. mars 2021 og tveimur mánuðum síðar, 17. maí, birtist á Vísindavefnum svar við spurningunni Er líklegt að gosið í Geldingadölum standi lengi? Í svarinu voru færð að því rök, byggt á gefnum forsendum, að ólíklegt væri að gosið yrði langvinnt eða hraunið rúmmálsmikið. Öll eru þessi hugtök – langt og stutt, lítið og stórt – afstæð og merkingarlítil án tiltekins viðmiðs. Því fylgir hér til samanburðar þríein tafla yfir lengd, rúmmál og afl 14 gosa þar sem þessir þættir eru þekktir eða áætlaðir. Töflunni er sem sagt raðað upp á þrjá vegu eftir vaxandi gildi hvers hinna þriggja þátta.

Samkvæmt töflunni hlýtur gosið í Geldingadölum að teljast nokkuð langt meðal samfelldra gosa á 20. og 21. öld – aðeins Heklugosið 1947-48, Surtseyjargosið 1963-67 og Kröflueldar 1975-84 vöruðu lengur; Heklugosið 1980-81 mætti virðast lengra, en var í rauninni tvö stutt gos (3 og 7 dagar) með 7 mánaða hléi á milli og Kröflueldar voru röð smærri gosa með hléum á milli.

Gosið í Geldingadölum telst nokkuð langt meðal samfelldra gosa á 20. og 21. öld. Það er hins vegar neðarlega á lista yfir rúmmál gosefna og næstaftast á lista þar sem miðað er við meðalafl 14 þekktra gosa.

Hvað varðar rúmmál gosefna eru Geldingadalir neðarlega á lista, aðeins hraun flæðigosanna úr Öskju 1961, Heklu 1981 og Fimmvörðuhálsi 2010 eru minni. Og hvað meðalafl (m3/sek) gossins snertir voru Geldingadalir raunar næstaftastir á merinni – aðeins afl 7–daga flæðigoss Heklu 1981 var minna. Lágar tölur fyrir afl Kröfluelda og Heklu 1980-81 stafa af því að tímalengdin er talin frá upphafi eldsumbrotanna til enda.

Öflugustu gosin á listanum eru annars vegar flæðigosin miklu, Skaftáreldar 1783-84 og Holuhraun 2014-15, og hins vegar sprengigos, hrein (Hekla 1980) eða með „stuttum flæðigoshala“ (Hekla 1991 og 2000) – sprengihluti Heklu 1947 var gríðarlega öflugur en honum fylgdi langvarandi hraunflæði.

Samkvæmt þessu reyndist höfundur svarsins á Vísindavefnum 17. maí 2021 ekki sannspár um væntanlega lengd gossins í Geldingadölum, en um hin atriðin tvö – hvort gosið marki upphaf nýrra Reykjaneselda, og hvort gossprungurnar muni teygja sig langar leiðir – mun framtíðin ein eiga svör.

Eldgosum raðað eftir lengd
Gos dagar km3 m3/sek aths
Hekla 1980 3 0,146563,31)
Hekla 19817 0,0035,01)
Hekla 200011 0,189198,9
Fimmvörðuháls 2010 23 0,02311,6
Askja 1961 30 0.10239,4
Eyjafjallajökull 201039 0,18 53,4
Hekla 199159 0,159311,8
Hekla 197061 0,21140,0
Heimaey 1973161 0,25 19,3
Holuhraun 2014-15 180 1,6102,9
Fagradalsfjall 2021 1830,159,52)
Skaftáreldar 1783240 15723,4
Hekla 1980-81242 0,178,11)
Hekla 1947-48390 0,823,7
Surtsey 1963-67 1290 1,19,9
Krafla 1975-19843180 0,25 0,9

Eldgosum raðað eftir rúmmáli
Gos dagar km3 m3/sek aths
Hekla 198170,0035.01)

Fimmvörðuháls 2010230,02311,6
Askja 1961 300,10239,4
Hekla 198030,146563,31)

Fagradalsfjall 20211830,159,52)

Hekla 1991590,159311,8
Hekla 1980-812420,17 8,11)

Eyjafjallajökull 201039 0,1853,4
Hekla 2000 11 0,189198,9
Hekla 1970 61 0,21140,0
Heimaey 19731610,2519,3
Krafla 1975-198431800,250,9
Hekla 1947-483900.823,7
Surtsey 1963-6712901,19,9
Holuhraun 2014-151801,6102,9
Skaftáreldar 178324015723,4

Eldgosum raðað eftir meðalafli
Gos dagar km3 m3/sek aths
Krafla 1975-198431800,250,9
Hekla 1981 70,0035,01)
Hekla 1980-812420,178,11)
Fagradalsfjall 20211830,159,52)
Surtsey 1963-6712901,19,9
Fimmvörðuháls 2010230,02311,6
Heimaey 19731610,2519,3
Hekla 1947-483900,8 23,7
Askja 1961 30 0,10239,4
Hekla 1970 61 0,21140,0
Eyjafjallajökull 201039 0,1853,4
Holuhraun 2014-151801,6102,9
Hekla 2000110,189198,9
Hekla 1991590,159311,8
Hekla 1980 3 0,146563,31)
Skaftáreldar 178324015723,4

1) Gosið 1980-81 hófst 17. ágúst 1980 með 3 daga sprengigosi og eftir 7 mánaða hlé hófst flæðigos 9. apríl 1981 og stóð í 7 daga.

2) Miðað við goslok 18. september 2021.

Mynd:
  • JGÞ.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

14.10.2021

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?“ Vísindavefurinn, 14. október 2021, sótt 28. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=82586.

Sigurður Steinþórsson. (2021, 14. október). Hversu stórt var gosið í Geldingadölum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82586

Sigurður Steinþórsson. „Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?“ Vísindavefurinn. 14. okt. 2021. Vefsíða. 28. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82586>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?
Gos í Geldingadölum hófst 19. mars 2021 og tveimur mánuðum síðar, 17. maí, birtist á Vísindavefnum svar við spurningunni Er líklegt að gosið í Geldingadölum standi lengi? Í svarinu voru færð að því rök, byggt á gefnum forsendum, að ólíklegt væri að gosið yrði langvinnt eða hraunið rúmmálsmikið. Öll eru þessi hugtök – langt og stutt, lítið og stórt – afstæð og merkingarlítil án tiltekins viðmiðs. Því fylgir hér til samanburðar þríein tafla yfir lengd, rúmmál og afl 14 gosa þar sem þessir þættir eru þekktir eða áætlaðir. Töflunni er sem sagt raðað upp á þrjá vegu eftir vaxandi gildi hvers hinna þriggja þátta.

Samkvæmt töflunni hlýtur gosið í Geldingadölum að teljast nokkuð langt meðal samfelldra gosa á 20. og 21. öld – aðeins Heklugosið 1947-48, Surtseyjargosið 1963-67 og Kröflueldar 1975-84 vöruðu lengur; Heklugosið 1980-81 mætti virðast lengra, en var í rauninni tvö stutt gos (3 og 7 dagar) með 7 mánaða hléi á milli og Kröflueldar voru röð smærri gosa með hléum á milli.

Gosið í Geldingadölum telst nokkuð langt meðal samfelldra gosa á 20. og 21. öld. Það er hins vegar neðarlega á lista yfir rúmmál gosefna og næstaftast á lista þar sem miðað er við meðalafl 14 þekktra gosa.

Hvað varðar rúmmál gosefna eru Geldingadalir neðarlega á lista, aðeins hraun flæðigosanna úr Öskju 1961, Heklu 1981 og Fimmvörðuhálsi 2010 eru minni. Og hvað meðalafl (m3/sek) gossins snertir voru Geldingadalir raunar næstaftastir á merinni – aðeins afl 7–daga flæðigoss Heklu 1981 var minna. Lágar tölur fyrir afl Kröfluelda og Heklu 1980-81 stafa af því að tímalengdin er talin frá upphafi eldsumbrotanna til enda.

Öflugustu gosin á listanum eru annars vegar flæðigosin miklu, Skaftáreldar 1783-84 og Holuhraun 2014-15, og hins vegar sprengigos, hrein (Hekla 1980) eða með „stuttum flæðigoshala“ (Hekla 1991 og 2000) – sprengihluti Heklu 1947 var gríðarlega öflugur en honum fylgdi langvarandi hraunflæði.

Samkvæmt þessu reyndist höfundur svarsins á Vísindavefnum 17. maí 2021 ekki sannspár um væntanlega lengd gossins í Geldingadölum, en um hin atriðin tvö – hvort gosið marki upphaf nýrra Reykjaneselda, og hvort gossprungurnar muni teygja sig langar leiðir – mun framtíðin ein eiga svör.

Eldgosum raðað eftir lengd
Gos dagar km3 m3/sek aths
Hekla 1980 3 0,146563,31)
Hekla 19817 0,0035,01)
Hekla 200011 0,189198,9
Fimmvörðuháls 2010 23 0,02311,6
Askja 1961 30 0.10239,4
Eyjafjallajökull 201039 0,18 53,4
Hekla 199159 0,159311,8
Hekla 197061 0,21140,0
Heimaey 1973161 0,25 19,3
Holuhraun 2014-15 180 1,6102,9
Fagradalsfjall 2021 1830,159,52)
Skaftáreldar 1783240 15723,4
Hekla 1980-81242 0,178,11)
Hekla 1947-48390 0,823,7
Surtsey 1963-67 1290 1,19,9
Krafla 1975-19843180 0,25 0,9

Eldgosum raðað eftir rúmmáli
Gos dagar km3 m3/sek aths
Hekla 198170,0035.01)

Fimmvörðuháls 2010230,02311,6
Askja 1961 300,10239,4
Hekla 198030,146563,31)

Fagradalsfjall 20211830,159,52)

Hekla 1991590,159311,8
Hekla 1980-812420,17 8,11)

Eyjafjallajökull 201039 0,1853,4
Hekla 2000 11 0,189198,9
Hekla 1970 61 0,21140,0
Heimaey 19731610,2519,3
Krafla 1975-198431800,250,9
Hekla 1947-483900.823,7
Surtsey 1963-6712901,19,9
Holuhraun 2014-151801,6102,9
Skaftáreldar 178324015723,4

Eldgosum raðað eftir meðalafli
Gos dagar km3 m3/sek aths
Krafla 1975-198431800,250,9
Hekla 1981 70,0035,01)
Hekla 1980-812420,178,11)
Fagradalsfjall 20211830,159,52)
Surtsey 1963-6712901,19,9
Fimmvörðuháls 2010230,02311,6
Heimaey 19731610,2519,3
Hekla 1947-483900,8 23,7
Askja 1961 30 0,10239,4
Hekla 1970 61 0,21140,0
Eyjafjallajökull 201039 0,1853,4
Holuhraun 2014-151801,6102,9
Hekla 2000110,189198,9
Hekla 1991590,159311,8
Hekla 1980 3 0,146563,31)
Skaftáreldar 178324015723,4

1) Gosið 1980-81 hófst 17. ágúst 1980 með 3 daga sprengigosi og eftir 7 mánaða hlé hófst flæðigos 9. apríl 1981 og stóð í 7 daga.

2) Miðað við goslok 18. september 2021.

Mynd:
  • JGÞ.
...