Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 616 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig stendur á því að við brennum okkur á 80-100°C heitu vatni en getum setið í jafnheitu gufubaði án þess að brenna okkur?

Þetta er góð spurning og svarið snertir mörg af undirstöðuatriðum varmafræðinnar. Hiti hlutar eða hitastig (e. temperature) segir fyrst og fremst fyrir um stefnu varmaflutnings (e. heat transport) til annarra hluta í kring. Þegar hiti hlutarins A er hærri en hlutarins B segjum við að A sé heitari en B og þá fl...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig eru breytingar á byggingarvísitölu mældar og hversu mikil áhrif hefur byggingarvísitala á verðbólgu?

Vísitala byggingarkostnaðar fyrir fjölbýlishús er reiknuð út af Hagstofunni. Á vef Hagstofunnar kemur fram að vísitalan er reiknuð í samræmi við lög nr. 42/1987. Vísitalan er reiknuð mánaðarlega og mælir eins og nafnið gefur til kynna breytingar á byggingarkostnaði fjölbýlishúss. Í vísitölunni er vinnu og efni ski...

category-iconLæknisfræði

Hvað er inflúensa?

Inflúensa er bráð veirusýking sem orsakast af inflúensuveirum A og B og veldur faraldri nánast á hverjum vetri. Hlutfall þeirra sem smitast og veikjast í faraldri er 10-40% og vara faraldrar gjarnan í 5-10 vikur. Inflúensa A er algengari en inflúensa B, en báðar tegundir geta greinst í faraldri. Einkenni Dæmi...

category-iconVeðurfræði

Hver er eðlismassi lofts?

Hér er einnig svarað spurningunni: Er eðlismassi andrúmsloftsins minni eða meiri en 1 g/cm3? Eðlismassi er skilgreindur sem massi á rúmmálseiningu, eining alþjóða einingakerfisins (SI) er kg m-3, (kíló í rúmmetra) en oft má einnig sjá eininguna g cm-3 (grömm í rúmsentímetra) sem er sama og kg/l (kílógramm í lít...

category-iconEfnafræði

Hvaða málmur hefur mestan eðlismassa?

Eðlismassi (e. specific mass, mass density) efnis er skilgreindur sem massi tiltekins rúmmáls af efninu og yfirleitt táknað með einingunni g/cm3 eða kg/l (kílógrömm á lítra) sem er sama talan. Ef efni hefur til dæmis eðlismassann 3 þá hefur einn lítri af því massann 3 kg og einn rúmsentímetri er 3 grömm. Um þe...

category-iconNæringarfræði

Hvað eru transfitusýrur, í hvaða matvælum finnast þær og hvað gera þær?

Transfitusýrur eru ein gerð harðrar fitu í matvælum. Þær eru ýmist í matvælunum frá náttúrunnar hendi eða vegna þess að þær hafa myndast við vinnslu eða meðhöndlun. Transfitusýrur koma fyrir á þrennan hátt í matvælum og myndast: þegar lin fita er hert að hluta (fljótandi fita gerð hörð) í vömb jórturdýra fyrir t...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verða steinar til?

Orðið steinn getur bæði átt við berg/bergtegund (grjót) og steindir (steintegundir) eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju eru flestir steinar gráir? Þar segir meðal annars: Steindir eru kristallað frumefni eða efnasamband sem finnst í náttúrunni. Þær eru í raun smæstu eindir bergtegunda; sumar b...

category-iconJarðvísindi

Hvað gerist ef möttulstrókurinn undir Íslandi hættir allt í einu að virka?

Heitir reitir nefnast svæði á yfirborði jarðar sem standa hátt yfir umhverfi sitt og einkennast af hlutfallslega mikilli eldvirkni, það er kvikuframleiðslu. Orsök heitra reita hugsa menn sér að séu möttulstrókar, súlulaga efnismassar sem ná djúpt niður í jarðmöttulinn. Ef möttulstrókurinn „hættir að virka“ þá...

category-iconJarðvísindi

Hvert er öflugasta eldfjall sólkerfisins?

Loki Patera er um 200 km breið skeifulaga hrauntjörn, rétt norðan miðbaugs Íó, fylgitungls Júpíters. Eldfjallið er nefnt eftir norræna jötninum Loka Laufeyjarsyni. Loki reyndist vera virkt eldfjall á myndum sem Voyager 1 tók af tunglinu er það þaut fram hjá Júpíter árið 1979. Síðar kom í ljós að það er öflugast...

category-iconHugvísindi

Gilda einhverjar reglur um það að konur eigi að sitja vinstra megin í kirkjum?

Engar reglur eru í gildi í þessu efni hér á landi og hafa ekki verið lengi. Það er hins vegar siður í formlegum kirkjubrúðkaupum að kynin sitji hvort sínum megin í kirkjunni og konur þá til vinstri þegar inn er gengið eða norðanmegin í kirkjunni. Þetta er þó alfarið á valdi hjónanna sem í hlut eiga og engin kirkju...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er varasamt að borða grillaðan mat?

Á sólríkum dögum draga margir útigrillin úr geymslum og loftið fyllist af indælli grilllykt. Það er ekki sama hvernig er staðið að eldun á grilli. Við matreiðslu yfir opnum eldi er hætta á myndun efna sem eru í flokki krabbameinsvaldandi efna. Þessi skaðlegu efni myndast við ófullkominn bruna og er þar helst að...

category-iconJarðvísindi

Hvernig getur kjarninn í jörðinni alltaf verið heitur?

Þetta er góð og mikilvæg spurning sem snertir mörg merkileg mál. Það er rétt að kjarninn í jörðinni er „alltaf“ heitur, það er að segja næstum því endalaust. Hitinn inni í jörðinni er allt að 7000 stig á Celsius (°C). Hann á sér nokkrar orsakir en þeirra veigamest er geislavirkni: Í iðrum jarðar er talsvert af ...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna eru eiturefni búin til?

Það eru ýmsar ástæður fyrir því að menn búa til efni sem reynast eitruð. Reyndar er það svo að skaðleg efni eru ekki endilega framleidd eða búin til heldur finnast líka víða í náttúrunni. Miðevrópski læknirinn Paracelsus (1494-1541) sem nefndur hefur verið faðir nútíma lyfja- og eiturefnafræði hélt því fram að ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um kameljón?

Kameljón (Chamaeleonidae) eru eðlur af undirflokknum Iguania en til eru um 160 tegundir af þeim. Þau finnast í Afríku, á Spáni, í Suður-Asíu og á Indlandi. Þau lifa einungis á hlýjum búsvæðum svo sem eyðimörkum en þó einkum í regnskógum. Fæætur kameljóna eru sérstaklega lagaðir til þess að klifra í trjám. Mörgum f...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru örverur?

Örverur (e. microbes, microorganism) eru ekki vel skilgreint líffræðilegt hugtak heldur safnheiti yfir smásæjar lífverur sem ekki er hægt að greina með berum augum. Þetta geta verið einfrumungar, hvort sem er heilkjarna eða dreifkjarna, en einnig smásæir fjölfrumungar. Fræðigreinin sem fjallar um þessar lífve...

Fleiri niðurstöður