Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig verða steinar til?

EDS

Orðið steinn getur bæði átt við berg/bergtegund (grjót) og steindir (steintegundir) eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju eru flestir steinar gráir? Þar segir meðal annars:

Steindir eru kristallað frumefni eða efnasamband sem finnst í náttúrunni. Þær eru í raun smæstu eindir bergtegunda; sumar bergtegundir innihalda aðallega eina gerð steinda en flestar tegundir eru settar saman úr margs konar steindum. Hægt er að lesa nánar um steindir og berg í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Eru til sérstakir íslenskir steinar?

Hér er gert ráð fyrir að spyrjandi sé með grjót í huga frekar en steindir, það er að segja grjót eins og við sjáum allt í kringum okkur, í jarðveginum, niðri í fjöru, laust í fjallshlíðum og svo framvegis.



Steinar eða grjót verða til þegar berg molnar af einhverjum orsökum.

Uppruni grjótsins fer eftir því hvaða bergtegund það tilheyrir en bergtegundum er gjarnan skipt í þrjá meginflokka eftir uppruna: Storkuberg sem myndast þegar kvika úr iðrum jarðar storknar, setberg sem verður til úr lausu seti sem myndað hefur þykk setlög og myndbreytt berg sem verður til þegar storkuberg eða setberg umbreytist við mikinn hita og þrýsting.

Roföflin eru sífellt að vinna á berginu og mylja úr því minni brot og það eru steinarnir sem hér er spurt um. Molnun og tæring bergs á staðnum nefnist veðrun og verður með ýmsum hætti, svo sem með frostveðrun, með svörfun jökla, með grjótburði straumvatna og af völdum úthafsöldunnar sem brotnar á ströndinni.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um bergtegundir, til dæmis:

Mynd: Richard Winskill. Sótt 2. 4. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.4.2008

Spyrjandi

Ragnheiður Lilja Ófeigsdóttir, f. 1995
Sveinn og Eiður, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Hvernig verða steinar til?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2008, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7294.

EDS. (2008, 2. apríl). Hvernig verða steinar til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7294

EDS. „Hvernig verða steinar til?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2008. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7294>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig verða steinar til?
Orðið steinn getur bæði átt við berg/bergtegund (grjót) og steindir (steintegundir) eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju eru flestir steinar gráir? Þar segir meðal annars:

Steindir eru kristallað frumefni eða efnasamband sem finnst í náttúrunni. Þær eru í raun smæstu eindir bergtegunda; sumar bergtegundir innihalda aðallega eina gerð steinda en flestar tegundir eru settar saman úr margs konar steindum. Hægt er að lesa nánar um steindir og berg í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Eru til sérstakir íslenskir steinar?

Hér er gert ráð fyrir að spyrjandi sé með grjót í huga frekar en steindir, það er að segja grjót eins og við sjáum allt í kringum okkur, í jarðveginum, niðri í fjöru, laust í fjallshlíðum og svo framvegis.



Steinar eða grjót verða til þegar berg molnar af einhverjum orsökum.

Uppruni grjótsins fer eftir því hvaða bergtegund það tilheyrir en bergtegundum er gjarnan skipt í þrjá meginflokka eftir uppruna: Storkuberg sem myndast þegar kvika úr iðrum jarðar storknar, setberg sem verður til úr lausu seti sem myndað hefur þykk setlög og myndbreytt berg sem verður til þegar storkuberg eða setberg umbreytist við mikinn hita og þrýsting.

Roföflin eru sífellt að vinna á berginu og mylja úr því minni brot og það eru steinarnir sem hér er spurt um. Molnun og tæring bergs á staðnum nefnist veðrun og verður með ýmsum hætti, svo sem með frostveðrun, með svörfun jökla, með grjótburði straumvatna og af völdum úthafsöldunnar sem brotnar á ströndinni.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um bergtegundir, til dæmis:

Mynd: Richard Winskill. Sótt 2. 4. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....