Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 820 svör fundust
Er ekki hægt að nota stafrænar segulbandsspólur og hátæknirafhlöður í stafrænar myndavélar?
Upphaflegur texti frá spyrjanda er sem hér segir:Nýlega fór ég að skoða stafrænar myndavélar og vega og meta kosti þeirra og galla. Mér sýnist að helstu gallarnir séu lítið minni (sumar nota gömlu 1.44mb disklingana), rándýrt aukaminni og lítil ending á rafhlöðum. - Spurning mín er sú, hvort ekki mætti nota stafræ...
Hvernig er hægt að rökstyðja þá fullyrðingu að allir Íslendingar séu komnir af Jóni Arasyni?
Nógu langur tími er liðinn frá því að Jón Arason var uppi til þess að engin ástæða er til að draga þessa fullyrðingu í efa. Ef hver afkomandi Jóns á að meðaltali 3 börn sem eignast aftur börn, og tvítalningar eru undanskildar, þá gengur dæmið þokkalega upp. Hér verður að sinni fjallað um þessa spurningu...
Hver er stærsti harði diskur í heimi og hver á hann?
Ég tel að við þessari spurningu sé ekki til neitt eitt rétt svar og kemur þar aðallega þrennt til: Það er skilgreiningaratriði hvað er harður diskur. Í stórum tölvukerfum er notað kerfi sem kallast RAID en það stendur fyrir "Redundant Array of Independent Disks". Þar eru margir harðir diskar tengdir saman en f...
Er þögn lykillinn að hamingju?
Við höldum að þögn geti stundum verið lykillinn að hamingju og stundum ekki. Okkur er ekki kunnugt um neina almenna reglu um slíkt. Né heldur höfum við heyrt um rannsóknir á efninu, en kannski væri hægt að mæla fylgni milli þagnar og hamingju. En ef slík fylgni fyndist þyrfti síðan að sýna fram á orsakatengsl mill...
Hvernig fara minkaveiðar fram á Íslandi?
Minkar eru veiddir til þess að draga úr því tjóni sem þeir geta valdið. Veiðar hófust fljótlega eftir að minkar fóru að breiðast um landið en árið 1939 var byrjað að greiða verðlaun fyrir veiðarnar úr opinberum sjóðum. Nú er fyrirkomulag minkaveiða oftast þannig að umhverfisráðuneytið gefur út viðmiðunartaxta ...
Hvernig getur maður orðið vísindamaður þegar maður verður stór?
Vísindamenn má skilgreina sem fólk sem leitar traustrar þekkingar og beitir til þess kerfisbundnum rannsóknum. Þeir geta tilheyrt mörgum ólíkum fræðasviðum og rannsóknir þeirra spanna allt frá þróun tungumála til aðdráttarafls svarthola. Vísindamenn eru því breiður hópur fólks sem á það sameiginlegt að hafa mikinn...
Ef heilum hunds og kattar yrði víxlað, hvort mundi kötturinn með hundsheilann gelta eða mjálma?
Við fyrstu sýn virðist þessi spurning frekar í ætt við vísindaskáldskap en vísindi, en raunar er hún ekki svo fjarri því sem sumir taugavísindamenn hafa rannsakað undanfarin ár. Reynt hefur verið með margvíslegum hætti að endurtengja heila dýra og athuga hvaða áhrif það hafi. Til að mynda hafa taugabrautir frá...
Hver eru helstu bókmenntaverk sem skrifuð voru á sjöunda áratugnum og hvað einkennir þau helst?
Sjöundi áratugurinn markaði um margt tímamót í íslenskri bókmenntasögu. Þá náði módernisminn fótfestu í íslenskri skáldsagnaritun. Áður hafði módernismi komið fram í ljóðagerð og smásagnagerð á Íslandi, en það var hins vegar ekki fyrr en upp úr 1965 sem stefnan varð ríkjandi meðal skáldsagnahöfunda. Erlendis var m...
Hverjir sömdu allar málfræðireglur í íslensku og hvers vegna eru þær enn í gildi?
Elstu skrif sem finna má um íslenskt mál eru fjórar ritgerðir sem varðveittar eru í svonefndri Ormsbók Snorra-Eddu, handriti frá því um miðja 14. öld. Í elstu ritgerðinni, sem oft er kölluð „Fyrsta málfræðiritgerðin“ og samin var á 12. öld, er reynt að fella latneska stafrófið að íslensku hljóðkerfi. Í annarri rit...
Af hverju þarf stafsetningarreglur, af hverju má ekki bara skrifa eftir framburði?
Stafsetningarreglur eru til margs nytsamlegar. Þetta vissi sá maður sem skrifaði ,,fyrstu málfræðiritgerðina“ á 12. öld. Honum þótti mikilvægt að gera Íslendingum nýtt stafróf þar sem fleiri hljóð og önnur voru í íslenska hljóðkerfinu en hinu latneska. Þannig gerði hann Íslendingum kleift að setja tungumál sitt á ...
Hvað geturðu sagt mér um fisktegundina gulldeplu?
Í upphafi þessa árs (2009) hóf fiskveiðiskipið Huginn VE tilraunaveiðar á smáfisk sem nefnist norræna gulldepla (Maurolicus mulleri). Aflabrögð urðu vonum framar og landaði skipið rúmlega 628 tonnum. En hvaða fiskur er gulldepla? Gulldepla er svokallaður miðsjávarfiskur sem heldur sig mest á 100 til 200 metra d...
Hvernig getur alheimurinn verið endalaus?
Það getur stundum verið erfitt að skilja hugtakið endalaust eða óendanlegt. Flestir sætta sig þó við að náttúrlegu tölurnar eru endalausar. Ef við byrjum að telja, 1,2,3,4 ... þá getum við í raun haldið áfram eins lengi og okkur endist ævin, því það er alveg sama hversu háa tölu við nefnum, við getum alltaf lagt 1...
Hvernig haldast ský saman?
Ský gefa okkur innsýn í eilífa samkeppni rakaþéttingar og uppgufunar. Skýið sýnir hvar rakaþéttingin hefur betur. Til að rakaþétting geti náð undirtökunum þarf raki sem er í lofti að kólna. Það getur átt sér stað á nokkra vegu, en uppstreymi er langalgengasta ástæða skýjamyndunar. Uppstreymi á sér einkum stað ...
Hvaðan kom orðið hetja, hver var fyrsta hetja Íslands og eru til kvenhetjur?
Orðið hetja ‛kappi, hraustmenni, hugrakkur maður’ þekkist þegar í fornu máli. Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu er kafli um það hvernig nefna skuli menn í kveðskap. Þar stendur til dæmis: „Þeir menn eru, er svá eru kallaðir: kappar, kempur, garpar, snillingar, hreystimenn, harðmenni, afarmenni, hetjur.“ Í 11. ...
Hvað er gosaska?
Í stuttu máli er gosaska fínkornótt mylsna af hraðkældri bergbráð. Askan myndast þegar glóandi bráð freyðir og sundrast við það að eldfjallagufur, einkum vatn, losna úr bráðinni og þenjast út við þrýstilétti, líkt og koltvísýringur í gosflösku þegar tappinn er tekinn af. Mylsnan kólnar svo hratt að kristallar mynd...