Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2641 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fugl er súlan?

Súlan (Morus bassanus eða Sula bassana) er sjófugl sem verpir hér við land á örfáum stöðum undan suður-, austur-og norðausturlandi. Kunnasti varpstaðurinn hér við land er eflaust Eldey sem liggur suður af Reykjanesi. Íslenskir fuglafræðingar hafa fylgst vel með stærð súlustofnsins hér við land og telur hann nú...

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær maður kvef?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Hvers vegna kvefast maður þegar manni kólnar? Er sú almenna trú manna að kuldi valdi kvefi rétt? Kvef er hvimleiður en tiltölulega meinlaus veirusjúkdómur. Vitað er um meira en tvö hundruð veirur sem valda kvefi. Veirurnar berast á milli manna með úðasmiti, það er að...

category-iconLögfræði

Af hverju þarf ég að borga stefgjöld af tómum geisladiskum sem ég nota til löglegra hluta?

Gjaldtakan sem slík er heimiluð með 3. og 4. málsgrein 11. greinar höfundalaga nr. 73/1972, eins og þeim var breytt með lögum nr. 60/2000, en þær hljóða svo:Höfundar verka, sem útvarpað hefur verið eða gefin hafa verið út á hljóðriti eða myndriti, eiga rétt á sérstöku endurgjaldi vegna upptöku verka þeirra til ein...

category-iconSálfræði

Hvort er talað um að fólk sé einhverft eða innhverft?

Upphaflega var spurningin svona: Hvort segir maður einhverfur eða innhverfur þegar er verið að tala um innhverft/einhverft fólk? Hvort tveggja er hægt að segja, einhverfur og innhverfur, en hugtökin eru samt ólík og merkja því ekki hið sama. Einhverfa (e. autism) er röskun sem talin er orsakast af afbrigðileg...

category-iconEfnafræði

Af hverju lýsir luminol þegar það kemst í snertingu við blóð?

Luminol (C8H7O3N3) er hvítt eða gulleitt, kristallað efni sem leysist auðveldlega upp í vökva. Þegar það oxast, það er bætir við sig súrefnisfrumeindum (O), gefur það frá sér einkennandi bláa ljómun. Þetta er eitt af því sem hægt hefur verið að nýta við rannsóknir á sakamálum. Þeir sem rannsaka vettvang glæpa v...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir heiti fjallsins Baulu í Borgarfirði?

Upprunalega Spurningin hljóðaði svona: Mér leikur forvitni á að vita hver er merking nafnsins á fjallinu Baulu í Borgarfirði. Örnefnið Baula er til á nokkrum stöðum í landinu: Baula í Borgarfirði, keilulaga fjall úr líparíti. Af því dregur orðið baulusteinn (= líparít) nafn sitt. Sker í Rifgirðingum ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort reiknar maður fermetra sem metri * metri eða lengd * breidd?

Í raun mætti hugsa sér að báðar aðferðirnar sem spyrjandi bendir á séu réttar. Hins vegar mun formúlan fyrir því að reikna út flatarmál, og þá fermetrafjölda ef því er að skipta, vera \(\text{lengd}\cdot \text{breidd}\). Til að hafa þetta allt sem einfaldast skulum við ímynda okkur ferkantað hús á einni hæð. ...

category-iconFélagsvísindi

Hefur kærasti móður minnar rétt á að hirða af mér eign/ir? Hefur þessi aðili einhverja löglega stjórn yfir mér?

Ef móðir fer ein með forsjá barns en tekur svo upp skráða sambúð með kærasta sínum, fær hann einnig forsjá yfir barninu eftir að sambúðin hefur staðið í eitt ár, samanber 3. mgr. 29. gr. barnalaga nr. 76/2003. Forsjá sambúðarforeldrisins varir þó aðeins á meðan á sambúðinni stendur, samanber þó 2. mgr. 30. gr. bar...

category-iconHugvísindi

Hver er ástæðan fyrir því að danska talnakerfið er svo frábrugðið því sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum?

Danska talnakerfið fer ekki að öllu leyti sínar eigin leiðir. Það á það sameiginlegt til dæmis með þýsku að byrja á tölunum frá einum og upp í níu þegar komið er yfir tuttugu. Til dæmis er í dönsku sagt en og tyve, to og tredive, tre og fyrre en í þýsku ein und zwanzig, zwei und dreißig, drei und vierzig. Í fornís...

category-iconFélagsvísindi

Hvað gera þjóðfræðingar?

Fræðigreinin þjóðfræði fæst við hvers kyns þjóðlegan fróðleik, þjóðsögur, þjóðkvæði, þjóðlög og margt fleira. Þjóðfræði er kennd við Háskóla Íslands og tilheyrir félagsvísindasviði, innan félags- og mannvísindadeildar. Um þjóðfræði og störf þjóðfræðinga er til dæmis hægt að lesa um á vef Háskóla Íslands. Textinn s...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um uppfinningamenn og uppfinningar Forngrikkja?

Um forngrískar uppfinningar hefur áður verið fjallað um á Vísindavefnum, í svari við spurningunni Hvað fundu Forngrikkir upp? Uppfinningarnar sem þar eru nefndar eru flestar óáþreifanlegar: stjórnskipan, bókmenntaform og fræðigreinar. En hvað með áþreifanlega hluti? Fundu Grikkir ekki upp nein tæki? Fyrir utan lás...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig og hvenær varð ebóluveiran til?

Ebóluveira greindist fyrst í mönnum árið 1976 í Kongó og Súdan en hún hefur verið til miklu lengur. Hún hefur sýkt önnur dýr í aldanna rás, en er líklega bara nýverið farin að sýkja menn. Sú útgáfa af ebóluveirunni sem sýkir menn, eins og nú í Afríku, varð til við stökkbreytingu, líklega fyrir um 850 árum, það...

category-iconJarðvísindi

Hvar eru upptök jökulhlaupa í Skaftá og hversu mikið vatn rennur yfirleitt í Skaftárhlaupum?

Skaftá er jökulá sem á upptök sín í Skaftárjökli. Reglulega verða hlaup í Skaftá og lesendum er bent á að lesa líka svar við spurningunni Hvað veldur jökulhlaupum og hvaða hætta stafar af þeim? eftir Tómas Jóhannesson. Jökulhlaup í Skaftá eiga uppruna sinn í tveimur ketilsigum sem kallast Skaftárkatlar. Sigin e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er usli?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Slatti af orðum koma aðeins fyrir í afmörkuðum orðasamböndum þar sem merking heildar kann að vera nokkuð ljós en staka orðsins annars ekki. Jafnvel ekki á hreinu hvernig orðin eru í öðrum kennimyndum. Hvað er t.d. "usli"? Nafnorðið usli hefur fleiri en eina merkingu. A...

category-iconLögfræði

Ef lögð er inn á minn reikning upphæð sem ég á ekki, til dæmis vegna mistaka, á ég þá peningana eða ber mér að skila þeim?

Það er enginn vafi á því, ef greiðsla er lögð inn á reikning einhvers vegna hreinna mistaka, að þá á greiðandinn rétt á því að fá greiðsluna endurgreidda frá reikningseigandanum. Öðru máli getur gegnt ef greiðandinn greiðir ranglega í þeirri trú að honum sé það skylt (til dæmis vegna þess að krafa sem er greidd er...

Fleiri niðurstöður