Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir heiti fjallsins Baulu í Borgarfirði?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega Spurningin hljóðaði svona:
Mér leikur forvitni á að vita hver er merking nafnsins á fjallinu Baulu í Borgarfirði.

Örnefnið Baula er til á nokkrum stöðum í landinu:

  1. Baula í Borgarfirði, keilulaga fjall úr líparíti. Af því dregur orðið baulusteinn (= líparít) nafn sitt.
  2. Sker í Rifgirðingum á Breiðafirði.
  3. Sker nálægt Diskæðarskeri á Breiðafirði. Suðaustur af því eru 3 lítil blindsker sem heita Baulubörn.
  4. Söðulbakað sker nálægt Stykkishólmi á Snæfellsnesi. Baulhólmi og Baulutangi eru þar nærri.
  5. Sker inn og fram af Kálfhólma út af Klofningi í Dalasýslu.
  6. Grasgil í Hrauni í Keldudal í Dýrafirði.
  7. Neðri-Baula er há brún og Efri-Baula grjótmelar og bungur í landi Skóga í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði. Grjótið í Neðri-Baulu er ljóst og líparítkennt. Þessar hæðir eru einnig oft nefndar Beylur.
  8. Hábaula er hæsti hryggur Múlans í Skriðdal.
  9. Baula er einnig í landi Hörgsholts í Hrunamannahreppi.

Orðið baula er sama og beyla og er merking þess „kryppa, herðakistill“. Í samsettum örnefnum þar sem Baula er fyrri liður, til dæmis í nafninu Baulubrekka í Öxney á Breiðafirði, er átt við kú, einnig í bæjarnafninu Baulhús í Arnarfirði.

Baula í Borgarfirði. Orðið baula er sama og beyla og er merking þess „kryppa, herðakistill“.

Mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

14.3.2016

Spyrjandi

Soffía Ingibjörg Guðmundsdóttir

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvað merkir heiti fjallsins Baulu í Borgarfirði?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71772.

Svavar Sigmundsson. (2016, 14. mars). Hvað merkir heiti fjallsins Baulu í Borgarfirði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71772

Svavar Sigmundsson. „Hvað merkir heiti fjallsins Baulu í Borgarfirði?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71772>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir heiti fjallsins Baulu í Borgarfirði?
Upprunalega Spurningin hljóðaði svona:

Mér leikur forvitni á að vita hver er merking nafnsins á fjallinu Baulu í Borgarfirði.

Örnefnið Baula er til á nokkrum stöðum í landinu:

  1. Baula í Borgarfirði, keilulaga fjall úr líparíti. Af því dregur orðið baulusteinn (= líparít) nafn sitt.
  2. Sker í Rifgirðingum á Breiðafirði.
  3. Sker nálægt Diskæðarskeri á Breiðafirði. Suðaustur af því eru 3 lítil blindsker sem heita Baulubörn.
  4. Söðulbakað sker nálægt Stykkishólmi á Snæfellsnesi. Baulhólmi og Baulutangi eru þar nærri.
  5. Sker inn og fram af Kálfhólma út af Klofningi í Dalasýslu.
  6. Grasgil í Hrauni í Keldudal í Dýrafirði.
  7. Neðri-Baula er há brún og Efri-Baula grjótmelar og bungur í landi Skóga í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði. Grjótið í Neðri-Baulu er ljóst og líparítkennt. Þessar hæðir eru einnig oft nefndar Beylur.
  8. Hábaula er hæsti hryggur Múlans í Skriðdal.
  9. Baula er einnig í landi Hörgsholts í Hrunamannahreppi.

Orðið baula er sama og beyla og er merking þess „kryppa, herðakistill“. Í samsettum örnefnum þar sem Baula er fyrri liður, til dæmis í nafninu Baulubrekka í Öxney á Breiðafirði, er átt við kú, einnig í bæjarnafninu Baulhús í Arnarfirði.

Baula í Borgarfirði. Orðið baula er sama og beyla og er merking þess „kryppa, herðakistill“.

Mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

...