Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Í raun mætti hugsa sér að báðar aðferðirnar sem spyrjandi bendir á séu réttar. Hins vegar mun formúlan fyrir því að reikna út flatarmál, og þá fermetrafjölda ef því er að skipta, vera \(\text{lengd}\cdot \text{breidd}\).
Til að hafa þetta allt sem einfaldast skulum við ímynda okkur ferkantað hús á einni hæð. Þannig eru hliðarnar sem vísa í norður og suður samsíða og vestur og austur samsíða. Gerum svo ráð fyrir að hliðarnar sem vísa í norður og suður séu hvor fyrir sig 10 m. Látum svo hliðarnar sem vísa í vestur og austur vera 8 m.
Þá höfum við gólfflöt sem er 10 m á lengd og 8 m á breidd ef við gerum ráð fyrir því að veggirnir séu óendanlega þunnir. Þannig er fermetrafjöldi hússins \(10 \text{m} \cdot 8 \text{m} = 80\text{m}^{2}\).
Þrátt fyrir að við séum að margfalda lengd með breidd þá er það þó svo að við erum í grunninn að margfalda saman metra og metra og fáum þannig fermetra.
Eins mætti hugsa sér að við ætluðum að reikna út rúmmál hússins. Gerum þá ráð fyrir að veggirnir séu 2 m á hæð. Þannig væri húsið \(160 \text{m}^{3}\), þar sem \[\text{lengd}\cdot \text{breidd}\cdot \text{hæð} = 10 \text{m}\cdot 8 \text{m}\cdot 2 \text{m} = 160 \text{m}^{3}.\] Munurinn á framsetningu \(\text{metri}\cdot \text{metri}\) og \(\text{lengd}\cdot \text{breidd}\) felst í því hvort að við erum að setja formúluna fram á formlegan hátt eða hvort við vitum í raun hvað við ætlum að mæla og séum þannig að setja fram hvaða einingar við viljum margfalda saman. Þannig er fremur mælt með því að nota formlega mátann og tilkynna svo hvaða einingar eru notaðar, þar sem að talan ein og sér gefur enga hugmynd um flatarmálið. Við gætum allt eins verið að finna fersentimetrafjölda en þá myndum við skrifa \(\text{sentimetri}\cdot \text{sentimetri}\).
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvort reiknar maður fermetra sem metri * metri eða lengd * breidd?“ Vísindavefurinn, 26. nóvember 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=26693.
Ívar Daði Þorvaldsson. (2010, 26. nóvember). Hvort reiknar maður fermetra sem metri * metri eða lengd * breidd? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=26693
Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvort reiknar maður fermetra sem metri * metri eða lengd * breidd?“ Vísindavefurinn. 26. nóv. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=26693>.