Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2644 svör fundust
Hvað búa margir í Ástralíu?
Í dag eru íbúar Ástralíu um 22 milljónir. Ástralía er sjötta stærsta land í heimi, um það bil 75 sinnum stærra en Ísland. Stærsti hluti landsins er eyðimörk. Flestir íbúanna, eða rúmlega 85%, búa við ströndina í suðaustur- og austurhluta landsins. Þar eru borgirnar Sydney, Melbourne, Adelaide, Brisbane og höfuðb...
Hver var verðbólgan árið 1983?
Árið 1983 voru ýmis Íslandsmet í verðbólgu slegin og höfðu Íslendingar þó ýmsu vanist í verðlagsmálum áður. Ef við miðum við vísitölu neysluverðs, sem þá hét vísitala framfærslukostnaðar, varð verðbólgan mest frá febrúar til mars það ár en vísitalan hækkaði um 10,3% milli þessara tveggja mánaða. Það samsvarar 225%...
Eru til tölur yfir hlutfall eineggja tvíbura á Íslandi?
Langflestir tvíburar eru tvíeggja en því miður hefur ekki tekist að afla upplýsinga um hvernig hlutfallið á milli eineggja og tvíeggja tvíbura er á Íslandi. Hins vegar má nálgast upplýsingar um fjölburafæðingar á heimasíðu Hagstofu Íslands, þar með talið tvíburafæðingar, en ekki er tilgreint hversu mörg egg koma v...
Hvaða atvik í Bandaríkjunum 1964 átti að tengjast geimverum?
Með því að leita í leitarvélum eftir efnisorðunum 1964 UFO er í fljótu bragði hægt að finna ýmsar frásagnir af geimverum og fljúgandi furðuhlutum frá árinu 1964. Í svonefndri UFO Casebook eru fjölmargar stuttar atvikasögur sem lesendur geta skemmt sér við að lesa. Um þessar sagnir gildir það sama og sögur af draug...
Hvað getur þú sagt mér um vorflugur?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað eru til margar tegundir af vorflugum á Íslandi og hvenær eru þær mest á ferli?Hvað er vorfluga, hvernig lítur hún út og hversu margar tegundir hennar lifa hér á landi? Vorflugur eru náskyldar fiðrildum og eiga þessir ættbálkar sameiginlegan forföður. Ættbálkunum er oft rugla...
Byggir þingræðisreglan (um að ráðherra þurfi stuðning meirihluta Alþingis) á einhverjum lögum?
Upphaflega var spurningin svona: Byggir þingræðisreglan um að ráðherra þurfi stuðning meirihluta Alþingis til þess að starfa sem ráðherra á einhverjum lögum? Þingræðisreglan svokallaða felur í sér að meirihluti Alþingis þurfi að styðja eða að minnsta kosti sætta sig við ráðherra í embætti. Reglan er stjórnskipun...
Hve stór hluti af þjóðinni hefur farið í fangelsi?
Ekki tókst að finna upplýsingar um það hversu stór hluti af þjóðinni hefur á einhverjum tímapunkti setið í fangelsi. Á vef Fangelsismálastofnunar ríkisins Fangelsi.is eru hins vegar ýmsar upplýsingar um fanga og fangavist. .Þar má til dæmis sjá að árið 2006 voru að meðaltali 117,7 fangar í öllum fangelsum landsins...
Hvað er elsta tré jarðar gamalt og hvaða tegund er það?
Fram til ársins 2013 var furutré sem gekk undir gælunafninu Methusaleh elsta lifandi tré jarðar sem vitað var um. Methusaleh er fura af tegund sem á latnesku nefnist Pinus longaeva og er talið vera meira en 4800 ára gamalt. Þetta tré er í Hvítufjöllum í Kaliforníu í Bandaríkjunum en nákvæm staðsetning þess er ekki...
Sólmyrkvi á morgun 1. ágúst 2008
Svo skemmtilega vill til að á morgun, þann 1. ágúst 2008, mun verða deildarmyrkvi á sólu. Við deildarmyrkva gengur tunglið á milli sólar og jörðu og hylur hluta sólarinnar. Hægt verður að fylgjast með myrkvanum frá Íslandi á milli klukkan 8:15 og til um 10:10. Eitthvað lengra verður að bíða næsta almyrkva, sem er ...
Af hverju kallast einmánuður þessi nafni?
Einmánuður er síðasti mánuður vetrar og tekur við af góu. Hann hefst á þriðjudegi á bilinu 20.–26. mars og stendur þar til harpa tekur við á bilinu 19.–25. apríl. Nafnið kemur fyrir þegar í fornum bókmenntum, meðal annars í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu. Þar segir um skiptingu ársins (1949: 239):Frá jafndægri er ha...
Hvaða aldurshópur lendir helst í bílslysum?
Umferðarstofa, og áður Umferðarráð, hefur um langt skeið séð um skráningu umferðarslysa hér á landi í þeim tilgangi að komast að því hvers konar slys eiga sér stað og hver vettvangurinn og aðstæðurnar eru. Upplýsingarnar úr skráningunni er síðan hægt að nota forvarna og breyta og bæta vega- og gatnakerfi þar sem s...
Háskólalestin til Bolungarvíkur laugardaginn 13. ágúst!
Háskólalestin heldur nú áfram ferð sinni um landið en nú er komið að Bolungarvík! Þar verður lestin laugardaginn 13. ágúst með sannkallaða vísindaveislu. Sem fyrr verður ýmislegt á boðstólnum fyrir unga sem aldna. Dagskráin fer fram á milli kl. 12 og 16 í Félagsheimilinu og Tónlistarskólanum. Sprengjugengið lan...
Hver var hentugasti tíminn út frá veðurfari fyrir landnámsmenn frá Noregi að sigla til Íslands?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver var hentugasti tíminn út frá veðurfari og ríkjandi áttum fyrir landnámsmenn frá Noregi að sigla til Íslands? Ef átt er við árstímann er sumarið vissulega hagstæðast til siglinga milli landa. Vindurinn er að jafnaði hægastur á hlýjasta tíma ársins, í júní-ágúst. En líka er ...
Hvenær er best að fjarlægja geitungabú?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Sæll vertu! Það er nokkuð myndarlegt bú við einn stofugluggann, sem snýr út að veröndinni. Er einhver ástæða til að eyða? Sjálfur er ég ekki hræddur við geitunga - bjó lengi erlendis. Þeir leita ekki inn í húsið þótt allt sé haft opið í steikjandi sólinni. Beztu kveðjur o...
Hvers virði var gamli ríkisdalurinn í íslenskum krónum? – Var munur á íslenskum og dönskum ríkisdal?
Árið 1875 var komið á laggirnar samnorrænu myntbandalagi. Norrænu ríkin þrjú, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, ákváðu að hafa sameiginlega mynt, krónuna, sem að sjálfsögðu var jafnverðmikil í öllum þessum þrem löndum myntbandalagsins. Það hélst óbreytt fram að heimstyrjöldinni fyrri, 1914-1918. Fyrir myntbreytingun...