Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Umferðarstofa, og áður Umferðarráð, hefur um langt skeið séð um skráningu umferðarslysa hér á landi í þeim tilgangi að komast að því hvers konar slys eiga sér stað og hver vettvangurinn og aðstæðurnar eru. Upplýsingarnar úr skráningunni er síðan hægt að nota forvarna og breyta og bæta vega- og gatnakerfi þar sem slysahætta skapast.
Gögn sýna að ungt fólk er í mestri hættu á að slasast í umferðinni og líklegast til þess að valda slysum.
Á vef Umferðarstofu má nálgast upplýsingar um ýmislegt sem viðkemur umferðinni og einnig er gefin út ársskýrsla umferðarslysa á Íslandi þar sem frekari fróðleik er að finna. Í skýrslu ársins 2008 kemur fram að það ár slösuðust eða létust alls 1585 manns í umferðinni á Íslandi eins og lesa má í eftirfarandi töflu.
Aldur
Látnir
Alvarlega slasaðir
Lítið slasaðir
Samtals
0-16 ára
0
31
183
214
17-26 ára
3
63
543
609
27-36 ára
1
27
216
244
37-46 ára
1
18
157
176
47-56 ára
0
23
110
133
57-66 ára
4
22
92
118
67 ára og eldri
3
16
72
91
Samtals
12
200
1373
1585
Eins og taflan ber með sér er nokkuð hátt hlutfall af ungu fólki sem slasast í umferðinni. Árið 2008 voru 39% þeirra sem slösuðust eða létust í umferðarslysum á aldrinum 17-26 ára. Í skýrslunni kemur fram að af einstaka árgöngum eru 17 ára vegfarendur í langmestri hættu í umferðinni. Eins kemur þar fram að ungt fólk er ekki aðeins hlutfallslega stærsti hópurinn sem slasast í umferðinni heldur líka sá hópur ökumanna sem veldur flestum slysum og eru 17 ára ökumenn líklegastir til þess.
Ýmsar aðrar upplýsingar er að finna í skýrslunni um umferðarslys, til dæmis í hvaða mánuði flest slys verða, hvaða vikudaga og á hvaða tíma dags, hvaða vegir og gatnamót eru hættulegust, hvernig skipting er á milli kynja og eftir búsetu og svona mætti lengi telja. Áhugasamir geta kynnt sér skýrsluna í heild með því að smella hér.
Heimild og mynd:
Gunnar Geir Gunnarsson, Kristín Björg Þorsteinsdóttir og Þorbjörg Jónsdóttir. 2009. Umferðaslys á Íslandi árið 2008. Reykjavík, Umferðarstofa.