Samkvæmt upplýsingum á vef Afstöðu, félags fanga, þá væri hlutfall fanga á Íslandi hærra ef fangelsispláss væru fleiri. Það skýrist ekki af því að þá myndi fleiri brjóta af sér heldur eru biðlistar eftir að afplána dóma. Talið er að allt að 140 manns bíði eftir að sitja af sér dóm. Ef allir þessir einstaklingar gætu hafið afplánun í dag væri því næstum tvöfalt fleiri fangar á Íslandi en nú eru, alla vega á meðan verið væri að vinna biðlistann niður. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hversu mörg % af allri heimsbyggðinni eru í fangelsi?
- Skiptir máli varðandi endurhæfingu fanga hvar þeir afplána dóm sinn hér á landi?
- Hvers vegna eru afbrotamenn settir í fangelsi?
- Ýmsar tölfræðilegar upplýsingar á Fangelsi.is. Sótt 11. 3. 2008.
- Fjöldi fanga eða fjöldi fangelsisplássa á Afstaða - til ábyrgðar. Sótt 11. 3. 2008.
- Mynd: U.S. Prison Population at All-Time High á ABC News, 27. 6. 2007. Sótt 11. 3. 2008.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.