Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 731 svör fundust
Hvað eru kraftar Londons?
Venjulegar sameindir (e. molecules) eru óhlaðnar sem heild og þess vegna verka ekki milli þeirra neinir rafkraftar af venjulegustu gerð, það er að segja svokallaðir Coulomb-kraftar milli hlaðinna efniseinda. Hins vegar er jákvæð hleðsla í atómkjörnum sameindarinnar og jafnstór neikvæð hleðsla í rafeindum hennar sa...
Hafa farið fram vísindalegar rannsóknir á því hvort strákar í grunnskóla fái meiri athygli í tímum en stelpur?
Erlendis hefur það talsvert verið rannsakað hvort kennarar veiti strákum meiri athygli en stelpum inni í skólastofunni. Í stuttu máli er niðurstaðan sú að strákar virðast vissulega fá meiri athygli kennara en stúlkur. Það er þó afar umdeilt hversu mikla athygli drengir fá fram yfir stúlkur, hvort sú athygli sé öll...
Hvernig eru volt og amper skilgreind?
Rafhleðsla getur verið jákvæð eða neikvæð. Rafeind er minnsta ögnin sem hefur neikvæða hleðslu en róteind hefur jákvæða hleðslu. Hleðsla rafeindar og róteindar er jöfn að stærð. Rafhleðsla er táknuð með Q og er mæld í coulombs en einingin er táknuð með C eftir franska verkfræðingnum Charles-Augustin de Coulomb (17...
Hvað hefur vísindamaðurinn Lára Jóhannsdóttir rannsakað?
Fyrirtæki skipta lykilmáli við að skapa þann auð sem velferð samfélagsins byggir á. Samhliða verðmætasköpuninni hafa fyrirtækin jákvæð og neikvæð áhrif á samfélag og umhverfi. Þau framleiða vörur og veita þjónustu, greiða skatta, skapa störf, gefa til góðgerðarmála og svo framvegis. Dæmi um neikvæð áhrif eru umhve...
Hvað er hnetuofnæmi og er til einhver lækning við því?
Hnetur skiptast almennt í jarðhnetur (e. peanuts, svo sem salthnetur) annars vegar og trjáhnetur hins vegar (svo sem heslihnetur, valhnetur, pekanhnetur, möndlur). Hnetur eru með algengustu ofnæmisvökum í fæðu og er jarðhnetan þeirra þekktust. Yfirleitt beinist ofnæmið að einni tegund af hnetum en þó er til að ei...
Hvað eru óræðar tölur og hvernig tengist kvaðratrótin af 2 þeim?
Ekki er hægt að lýsa óræðum tölum án þess að fyrir liggi vitneskja um rauntölur og ræðar tölur. Segja má að rauntala sé samheiti yfir allar tölur sem má nota til að mæla lengdir strika í venjulegri rúmfræði, töluna $0$, og tilsvarandi neikvæðar tölur. Rauntölurnar má sjá fyrir sér á svokallaðri talnalínu, þar sem ...
Er það satt að Forngrikkir og aðrar gamlar menningarþjóðir hafi verið litblindar?
Þetta er áhugaverð spurning sem vert er að skoða nánar. Það er líklega einkum tvennt sem leiðir til hennar. Í fyrsta lagi eru meira og minna allar varðveittar styttur Forngrikkja ómálaðar, annaðhvort hvítar marmarastyttur eða bronslitar eirstyttur. Í öðru lagi hafa nútímamenn stundum furðað sig á því hvernig fornm...
Hver er uppruni orðtaksins OK (ókei) og hvað þýðir skammstöfunin í raun?
Venjulegasta skýringin á þessu orði eða skammstöfun er sú að það tengist orðtakinu ‘all correct’ sem er sem kunnugt er borið fram þannig að það mætti allt eins skrifa ‘oll korrekt.’ Eiginleg merking þess orðtaks er ‘allt rétt’ en í íslensku er eðlilegra að segja ‘allt í lagi.’ Önnur skýring á upprunanum sjálfum ...
Hvenær er rökfærsla sönn?
Sagt er að rökfærsla sé sönn þegar hvort tveggja á við að hún er gild og að allar forsendur hennar eru sannar. Rökfærsla er gild þegar niðurstöðu hennar leiðir af forsendunum. Dæmi: 1. Allir hundar eru spendýr.2. Snati er hundur. Niðurstaða: Snati er spendýr. Annað dæmi:1. Allir hundar hafa vængi.2. Sna...
Hvernig myndast jarðvarmi?
Guðmundur Pálmason fjallar um jarðhita og jarðvarma í svari við spurningunni Hvað er jarðhiti? Þar kemur fram að orðið jarðhiti í bókstaflegri merkingu sé sá hiti í jörðinni sem er umfram þann hita er ríkir við yfirborð jarðar. Á seinni árum hafi merking orðsins þó þrengst nokkuð og er það nú fyrst og fremst notað...
Hvað eru landráð?
Landráð eru útskýrð svona í Íslenskri orðabók Eddu:[B]rot gegn öryggi eða sjálfstæði ríkis út á við eða inn á við.Annað orð yfir landráð er föðurlandssvik. Um landráð hefur töluvert verið fjallað í fjölmiðlum nýlega og það skýrir líklega áhuga manna á hugtakinu. Til að mynda hefur sú skoðun verið sett fram að viðs...
Við hvaða götur er átt við þegar menn fara ekki í grafgötur um eitthvað?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað eru grafgötur og hvað merkir orðasambandið að fara (ekki) í grafgötur með eitthvað? Orðið grafgötur er fleirtöluorð og merkir 'djúpar, niðurgrafnar götur, niðurgrafnir stígar'. Það er notað í orðasamböndunum fara ekki í grafgötur um eitthvað eða ganga ekki í gr...
Ég lenti í hörkurifrildi við vin minn vegna orðsins 'að fíla'. Getið þið sagt okkur hver sé uppruni þess og hvort það sé íslenskt?
Sögnin að fíla er merkt sem slangur í Íslenskri orðabók (2002:331). Um slangur má lesa nánar í svari við spurningunni Hver er munurinn á slettum, slangri og tökuorðum? Merking sagnarinnar að fíla er sögð ‘hafa dálæti á, kunna vel við sig’. Elstu dæmi í ritmálssafni frá lokum 19. aldar sýna að sögnin er fengin að l...
Hvað er kæringur og er eitthvað til sem heitir heilkæringur?
Orðið kæringur er ekki algengt í málinu. Ekkert dæmi fannst í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans og ekkert heldur um heilkæringur. Nokkur dæmi fundust þar um hálfkæringur, hið elsta úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar sem safnað var til um miðja 19. öld.Orð þessi mælti hann með hálfkæríngs hæðnissvip og málfæri, og ei...
Tengist bílda germanska orðinu Bild?
Spurningin í heild hljóðar svona:Tengist bílda germanska orðinu Bild? Hver er uppruni þess og hvar er samsvörun íslenska orðsins mynd að finna í indóevrópskum málum? Ekki er að sjá að íslenska orðið bílda ‘breiðöxi’ tengist þýska orðinu Bild ‘mynd’. Um mynd segir í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússo...