Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig myndast jarðvarmi?

EDS

Guðmundur Pálmason fjallar um jarðhita og jarðvarma í svari við spurningunni Hvað er jarðhiti? Þar kemur fram að orðið jarðhiti í bókstaflegri merkingu sé sá hiti í jörðinni sem er umfram þann hita er ríkir við yfirborð jarðar. Á seinni árum hafi merking orðsins þó þrengst nokkuð og er það nú fyrst og fremst notað um það fyrirbæri þegar heitt vatn og gufa kemur upp úr jörðinni á svokölluðum jarðhitasvæðum. Hins vegar sé orðið jarðvarmi notað þegar þarf að greina á milli fyrirbærisins jarðhita og þeirrar orku sem berst með vatni og gufu upp til yfirborðs.

Jarðhiti, heita vatnið sem kemur upp úr jörðinni, verður til vegna þess að jarðlög sem vatnið rennur um eru heit. Hitinn í jörðinni hækkar eftir því sem dýpra er farið og reyndar svo mikið að í kjarna jarðar er hann 7000°C. Á ákveðnum stöðum í heiminum þarf hins vegar ekki að fara langt niður í jörðina til þess að hitinn sé orðinn það mikill að vatn sem þar seytlar um verði nógu heitt til þess að hægt sé að nota það til dæmis til húshitunar eða orkuframleiðslu.

Þessar aðstæður er helst að finna í eldfjallalöndum eins og til dæmis á Íslandi þar sem stutt er niður á kviku sem hitar jarðlögin. Sömu aðstæður er að finna í löndum eins og Indónesíu, Japan, Papúa Nýju-Gíneu, Filippseyjum, Mexíkó, Nýja-Sjálandi, Bandaríkjunum og Ítalíu. Um þetta má lesa nánar í svari Valgarðs Stefánssonar við spurningunni Hvar eru helstu jarðhitasvæði í útlöndum og eru þau nýtt eins og hér?


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.2.2008

Spyrjandi

Sindri og Sigurður

Tilvísun

EDS. „Hvernig myndast jarðvarmi?“ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2008, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7127.

EDS. (2008, 29. febrúar). Hvernig myndast jarðvarmi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7127

EDS. „Hvernig myndast jarðvarmi?“ Vísindavefurinn. 29. feb. 2008. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7127>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndast jarðvarmi?
Guðmundur Pálmason fjallar um jarðhita og jarðvarma í svari við spurningunni Hvað er jarðhiti? Þar kemur fram að orðið jarðhiti í bókstaflegri merkingu sé sá hiti í jörðinni sem er umfram þann hita er ríkir við yfirborð jarðar. Á seinni árum hafi merking orðsins þó þrengst nokkuð og er það nú fyrst og fremst notað um það fyrirbæri þegar heitt vatn og gufa kemur upp úr jörðinni á svokölluðum jarðhitasvæðum. Hins vegar sé orðið jarðvarmi notað þegar þarf að greina á milli fyrirbærisins jarðhita og þeirrar orku sem berst með vatni og gufu upp til yfirborðs.

Jarðhiti, heita vatnið sem kemur upp úr jörðinni, verður til vegna þess að jarðlög sem vatnið rennur um eru heit. Hitinn í jörðinni hækkar eftir því sem dýpra er farið og reyndar svo mikið að í kjarna jarðar er hann 7000°C. Á ákveðnum stöðum í heiminum þarf hins vegar ekki að fara langt niður í jörðina til þess að hitinn sé orðinn það mikill að vatn sem þar seytlar um verði nógu heitt til þess að hægt sé að nota það til dæmis til húshitunar eða orkuframleiðslu.

Þessar aðstæður er helst að finna í eldfjallalöndum eins og til dæmis á Íslandi þar sem stutt er niður á kviku sem hitar jarðlögin. Sömu aðstæður er að finna í löndum eins og Indónesíu, Japan, Papúa Nýju-Gíneu, Filippseyjum, Mexíkó, Nýja-Sjálandi, Bandaríkjunum og Ítalíu. Um þetta má lesa nánar í svari Valgarðs Stefánssonar við spurningunni Hvar eru helstu jarðhitasvæði í útlöndum og eru þau nýtt eins og hér?


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....