Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er kæringur og er eitthvað til sem heitir heilkæringur?

Guðrún Kvaran

Orðið kæringur er ekki algengt í málinu. Ekkert dæmi fannst í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans og ekkert heldur um heilkæringur. Nokkur dæmi fundust þar um hálfkæringur, hið elsta úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar sem safnað var til um miðja 19. öld.
Orð þessi mælti hann með hálfkæríngs hæðnissvip og málfæri, og einskonar óviðfeldnu kuldabrosi.

Í Íslenskri orðabók Eddu er litið á orðið kæringur það sem jafngilt orðinu hálfkæringur. Eitt elsta dæmið um hálfkæring er að finna í þjóðsagnasafni Jón Árnasonar: „Orð þessi mælti hann með hálfkæríngs hæðnissvip og málfæri, og einskonar óviðfeldnu kuldabrosi.“

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:537) er kæringur sagt leitt af nafnorðinu kæra ‘ákæra, ásökun, klögun’. Í Íslenskri orðabók Eddu (2002:850) er merking orðsins kæringur sögð ‘stríðni blandin gremju’ og gefin dæmin svara einhverjum í kæringi / hálfkæringi. Orðabókarhöfundarnir hafa því litið á orðasamböndin sem jafngild.

Heimildir:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Orðsifjabókina má einnig finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum undir málið.is).
  • Íslensk orðabók. 2002. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

3.9.2021

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er kæringur og er eitthvað til sem heitir heilkæringur?“ Vísindavefurinn, 3. september 2021, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81825.

Guðrún Kvaran. (2021, 3. september). Hvað er kæringur og er eitthvað til sem heitir heilkæringur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81825

Guðrún Kvaran. „Hvað er kæringur og er eitthvað til sem heitir heilkæringur?“ Vísindavefurinn. 3. sep. 2021. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81825>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er kæringur og er eitthvað til sem heitir heilkæringur?
Orðið kæringur er ekki algengt í málinu. Ekkert dæmi fannst í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans og ekkert heldur um heilkæringur. Nokkur dæmi fundust þar um hálfkæringur, hið elsta úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar sem safnað var til um miðja 19. öld.

Orð þessi mælti hann með hálfkæríngs hæðnissvip og málfæri, og einskonar óviðfeldnu kuldabrosi.

Í Íslenskri orðabók Eddu er litið á orðið kæringur það sem jafngilt orðinu hálfkæringur. Eitt elsta dæmið um hálfkæring er að finna í þjóðsagnasafni Jón Árnasonar: „Orð þessi mælti hann með hálfkæríngs hæðnissvip og málfæri, og einskonar óviðfeldnu kuldabrosi.“

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:537) er kæringur sagt leitt af nafnorðinu kæra ‘ákæra, ásökun, klögun’. Í Íslenskri orðabók Eddu (2002:850) er merking orðsins kæringur sögð ‘stríðni blandin gremju’ og gefin dæmin svara einhverjum í kæringi / hálfkæringi. Orðabókarhöfundarnir hafa því litið á orðasamböndin sem jafngild.

Heimildir:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Orðsifjabókina má einnig finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum undir málið.is).
  • Íslensk orðabók. 2002. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.

Mynd:...