Orð þessi mælti hann með hálfkæríngs hæðnissvip og málfæri, og einskonar óviðfeldnu kuldabrosi.

Í Íslenskri orðabók Eddu er litið á orðið kæringur það sem jafngilt orðinu hálfkæringur. Eitt elsta dæmið um hálfkæring er að finna í þjóðsagnasafni Jón Árnasonar: „Orð þessi mælti hann með hálfkæríngs hæðnissvip og málfæri, og einskonar óviðfeldnu kuldabrosi.“
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Orðsifjabókina má einnig finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum undir málið.is).
- Íslensk orðabók. 2002. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
- PxHere. (Sótt 23.08.2021).