[B]rot gegn öryggi eða sjálfstæði ríkis út á við eða inn á við.Annað orð yfir landráð er föðurlandssvik. Um landráð hefur töluvert verið fjallað í fjölmiðlum nýlega og það skýrir líklega áhuga manna á hugtakinu. Til að mynda hefur sú skoðun verið sett fram að viðskipti með bréf bankanna fyrir bankahrun hafi verið landráð, þar sem þau kollvörpuðu bankakerfinu. Einnig hefur þingmaður sakað ríkistjórnina um landráð af gáleysi.
Í tíunda kafla almennra hegningarlaga er fjallað um landráð og viðurlög við þeim. Þar segir meðal annars í 91. grein:
Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.Forn merking orðsins er einfaldlega ráð yfir landi eða stjórn. Í Heimskringlu segir meðal annars: "Gunnhildur móðir þeirra hafði mjög landráð með þeim" og er þar átt við að Gunnhildur konungamóðir hafi farið með stjórn ásamt sonum sínum. Í sömu heimild er einnig að finna vísi að þeirri merkingu sem við notum orðið í núna. Í Heimskringlu eru Svíakonungi eignuð þessi orð:
Hann svarar þunglega um sættina en veitti jarli átölur þungar og stórar um dirfð þá er hann hafði gert grið og frið við hinn digra mann og lagt við hann vináttu, taldi hann sannan að landráðum við sig, kvað það maklegt að Rögnvaldur væri rekinn úr ríkinuHeimildir:
- Alþingi - Lagasafn.
- Ríkisstjórnin sek um landráð. Frétt í DV.is 19.1.2009. Skoðuð 26.1.2009.
- Textasafn Orðabókar Háskólans
- Viðskipti með bankabréf landráð. Frétt á Rúv.is 21.1.2009. Skoðuð 26.1.2009.