Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það satt að Forngrikkir og aðrar gamlar menningarþjóðir hafi verið litblindar?

Geir Þ. Þórarinsson

Þetta er áhugaverð spurning sem vert er að skoða nánar. Það er líklega einkum tvennt sem leiðir til hennar. Í fyrsta lagi eru meira og minna allar varðveittar styttur Forngrikkja ómálaðar, annaðhvort hvítar marmarastyttur eða bronslitar eirstyttur. Í öðru lagi hafa nútímamenn stundum furðað sig á því hvernig fornmenn tala um liti og hvaða orð eru notuð til að lýsa litum hinna ýmsu fyrirbæra.

Hvað fornar höggmyndir varðar er skemmst frá því að segja að þær voru málaðar í fornöld, jafnvel í sterkum litum, en málningin hefur ekki varðveist heldur flagnað af. Marmarastytturnar hvítu, sem við erum vön, voru alls ekki bara hvítar.

Málið flækist aðeins þegar kemur að talsmáta fornmanna. Bæði Forngrikkir og Rómverjar áttu til að nota eitt og sama orðið til að lýsa lit eða blæ hluta sem við myndum telja afar ólíka á litinn. Fornfræðingurinn Maurice Platnauer (sjá Platnauer (1921)) tók saman og greindi dæmi um þessa orðanotkun Forngrikkja. Hann skipti orðaforðanum í tvo hópa, „akrómatíska“ og „krómatíska“ eða litlausa og litaða blæi. Hér gefst ekki rými til að rekja öll dæmi og alla greiningu Platnauers en við skulum skoða nokkur af dæmum Platnauers með hliðsjón af íslenskum þýðingum þar sem þær eru tiltækar til þess að glöggva okkur á talsmáta Grikkjanna. Í fyrri hópnum, hópi akrómatískra lita, eru orð sem merkja „svartur“, „hvítur“ og „grár“.

Höggmyndir voru málaðar í fornöld, jafnvel í sterkum litum, en málningin hefur ekki varðveist heldur flagnað af. Brjóstmynd þessi sem sýnir gyðjuna Aþenu var því eflaust ekki hvít er hún var gerð.

Orðið kelainos (κελαινός) er eitt þeirra orða sem yfirleitt er þýtt „svartur“. En Hómer notar orðið meðal annars um blóð. Í Ilíonskviðu segir: „þá skal þitt svarta blóð laga á spjóti mínu.“ (Il. 1.303, þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Töluvert algengara orð er melas (μέλας) sem þýðir einnig „svartur“ en það er meðal annars notað um vín og vatn. Í Ódysseifskviðu þýðir Sveinbjörn Egilsson: „þá menn hafa ausið sér hið dökkva vatn“ (Ód. 4.359) og „undir trénu er hin ógurlega Karybdís og sogar í sig hið dökkva vatn.“ (Ód. 12.105). Á íslensku tölum við venjulega ekki um að sjór eða blóð, vatn eða vín sé svart á litinn en stundum er þó vín og blóð dökkt á lit og kannski vatn og sjór líka við ákveðin birtuskilyrði. Þetta kemur heim og saman við þýðingar Sveinbjarnar og margra annarra þýðenda. Sennilega er oft réttara að þýða þessi orð „dökkur“ fremur en „svartur“.

Sömuleiðis er gríska orðið sem merkir „hvítur“, það er levkos (λευκός), oft betur þýtt „bjartur“ eða „skínandi“. Það er líka stundum notað um vatn og jafnvel sjóinn auk þess að vera notað til að lýsa húðlit, tönnum eða snjó og ýmsu öðru.

Orðið polios (πολιός) merkir „grár“ og er oft þýtt þannig. Í þýðingu Sveinbjarnar segir Hómer til dæmis: „og kippti upp hinum gráu hárlokkum með höndum sínum“ (Il. 22.77). Stundum þýðir Sveinbjörn þó öðruvísi, til dæmis þar sem Hómer talar um „hið gráa járn“ (πολιόν τε σίδηρον) sem Sveinbjörn þýðir „og tók hin fögru vopn“ (Ód. 24.168, leturbr. mín). Annað og yngra orð fyrir gráan lit er faios (φαιός), sem Platon segir að sé blanda af svörtum og hvítum lit.

Orðið glaukos (γλαυκός) er einnig stundum þýtt „grár“ en er erfitt í þýðingu því það virðist ekki síður notað um bláa og jafnvel græna hluti, þar á meðal ýmiss konar eðalsteina. En orðið er eins og hin litaorðin oft betur þýtt með vísun til birtu eða glampa, svo sem „bjartur“, „skínandi“ eða „gljáandi“ og ekki óeðlilegt að lýsa eðalsteinum þannig. Í samsetningu er orðið notað um augnlit Aþenu en Sveinbjörn þýðir „hin glóeyga [γλαυκῶπις] gyðja Aþena“ (Il. 1.206).

Bæði Forngrikkir og Rómverjar áttu til að nota eitt og sama orðið til að lýsa lit eða blæ hluta sem við myndum telja afar ólíka á litinn.

„Krómatísku“ litaorðunum skipti Platnauer í fernt: (i) orð sem notuð eru um gula, brúna og appelsínugula hluti; (ii) orð sem notuð eru um rauða hluti; (iii) orð sem notuð eru um bláa og fjólubláa hluti; og (iv) orð sem notuð eru um græna hluti. Skoðum nokkur dæma hans úr hverjum hópi.

Orðið aiþon (αἴθων) er notað meðal annars um lit ýmissa dýra. Sveinbjörn þýðir: „rauðir hestar“ (Il. 2.839), „mórauð örn“ (Il. 15.690), „bröndóttan griðung“ (Il. 16.488), „af stóru ljóni mórauðu“ (Ód. 10.23). Ef til vill mætti alveg eins þýða með orðunum „gulbrúnn“, „rauðbrúnn“, „brúnn“ eða „jarpur“. En orðið er einnig notað um járn og þá þýðir Sveinbjörn: „fagurt járn“ (Ód. 1.184). Annað orð, sem notað er til að lýsa meðal annars rauðleitu eða rauðbrúnu hári í forngrísku, er pyrros (πυρρός).

Orðið xanþos (ξανθός) er líka oft notað um hárlit. Hómer lýsir til dæmis hárlit Akkillesar með orðunum: „og tók í hið bleika hár hans“ (Il. 1.197, þýð. Sveinbjörn Egilsson). Í Ódysseifskviðu þýðir Sveinbjörn: „hinn bleikhári Menelás“ (Ód. 15.133). Þýðingin er skáldleg en hér er átt við ljósleitan eða ljósrauðan hárlit. Af þýðingum Sveinbjarnar að dæma er þetta ljósari hárlitur en aiþon og pyrros en það er ekki augljóst og því kann að hafa verið öfugt farið. Orðið xanþos kemur fyrir hjá öðrum höfundum og er þá notað til að lýsa lit hunangs, epla, blóma og annars.

Ýmis orð eru notuð um hluti sem eru rauðir. Orðin foinikoeis (φοινικόεις) og foinios (φοίνιος) eru til dæmis notuð um blóðrauða hluti. Sveinbjörn þýðir: „fílsbein í purpuralit“ (Il. 4.141); „þá spennti hann á sig skikkju; hún var purpurarauð“ (Il. 10.133); „var hesturinn dumbrauður“ (Il. 23.454); „hlupu margir blóðrauðir þrimlar á síðunum“ (Il. 23.717). Þessi rauði litur, sem hér er rætt um, hefur að líkindum verið öðruvísi en liturinn á rauðu hestunum og mórauða ljóninu sem minnst er á að ofan. Hómer notar orðið eryþros (ἐρυθρός) til að lýsa blóði, víni og bronsi. Sveinbjörn þýðir: „rautt eir“ (Il. 9.365); „og jörðin roðnaði af blóðinu“ (Il. 10.484); „að þau drykki þetta hunangssæta, rauðleita vín“ (Ód. 9.208). Orðið porfyreos (πορφύρεος) er yfirleitt notað um vatn en stundum um blóð og önnur fyrirbæri. Sveinbjörn þýðir: „en jörðin flaut í dökku blóði“ (Il. 17.361); „svo sem Seifur spennir purpuralegan regnboga á himinhvolfinu“ (Il. 17.547); „svo gekk Aþena, hulin purpuralegu skýi“ (Il. 17.551); „Dökkmórauð alda“ (Il. 21.326). Æskýlos, Evripídes og Aristóteles nota allir þetta sama orð um hafið. Hómer notar hins vegar oft orðið oinops (οἶνοψ) eða „vínlitaður“ um hafið og reyndar líka um nautgripi. Í þýðingu Sveinbjarnar segir: „yfir hið dökkva haf“ (Ód. 1.183); „mitt á hinu dimmbláa hafi“ (Ód. 5.132); „dumbrauð naut“ (Il. 13.702). Evripídes notar orðið um roða í kinnum en í þýðingu Helga Hálfdanarsonar á Bakkynjum segir: „svo fölnaði ekki roði á kinn“ (Bakk. 439).

Orð Forngrikkja yfir liti eru margræð – notuð bæði til að lýsa litum og öðrum eiginleikum – og af þeim sökum kann orðanotkunin að vera á stundum undarleg.

Nokkur orð eru notuð um bláa og fjólubláa liti. Aristóteles segir í Um liti að vínber sem er oinopon (οἰνωπόν) verði síðar halourgon (ἁλουργόν) sem þýðir væntanlega að með tímanum breytist liturinn úr dökkrauðum í fjólubláan. En hann segir líka að vínber sé fyrst foinikoi (φοινικόν), verði svo oinopon (οἰνωπόν) og að lokum kyanoeides (κυανοειδής). Αð öllum líkindum er átt við ljósrautt vínber sem verður dökkrautt og svo dökkblátt.

Orðin kyanoeides (κυανοειδής) og kyaneos (κυάνεος) eru einmitt yfirleitt notuð um bláa en líka dökka hluti. Sveinbjörn þýðir: „beint á eitthvert stafnblátt skip“ (Il. 15.693); „og blásvart skegg spratt á vöngum hans“ (Ód. 16.176). En líka: „undir niðri sást í jörðina og svartan sandinn; urðu menn nú bleikir af ótta“ (Ód. 12.243) og „tók hin ágæta gyðja dökkva skikkju og var ekki til svartari búningur en sá“ (Il. 24.94). Í síðasta dæminu tók gyðjan skikkju sem var kyaneos (dökkblá) á lit en engin búningur var samt meira melas (það er svartur). Hér er því orðið kyaneos klárlega notað til að gefa til kynna að skikkjan hafi verið dökk frekar en að hún hafi verið blá.

Orðið ioeides (ἰοειδής) er annað orð um bláan lit sem Sveinbörn þýðir svo: „hið dimmbláa haf“ (Il. 11.298); „næst lagði Akkilles fram blásvart járn“ (Il. 23.850); „Þar voru þriflegir sauðir [...] þeir voru mórauðir.“ (Ód. 9.426). Yfirleitt eru sauðir ekki mórauðir en enn sjaldnar eru þeir bláir eins og hafið. Kannski voru þetta svartir sauðir eða að minnsta kosti dökkir.

Að lokum eru orðin prasinos (πράσινος), khloros (χλωρός) og okhros (ὠχρός) notuð um græna hluti. Prasinos er til dæmis notað um laufblöð og khloros er stundum notað á svipaðan hátt. Sveinbjörn þýðir: „lét undir hann grænt lim“ (Ód. 16.47). Stundum er það þó þýtt öðruvísi, til dæmis þýðir Sveinbjörn: „Hún hrærði ost, byggmjöl og bleikt hunang saman“ (Ód. 10.234).

Litblindir eiga erfitt með að greina töluna 74 á þessari mynd. Ekkert bendir til þess að Forngrikkir eða aðrir fornmenn hafi verið upp til hópa litblindir og gætu þeir því flestir séð töluna á myndinni.

Grikkir áttu til fleiri orð en hér hafa verið nefnd. Hér hefur einungis gefist færi á að skoða nokkur dæmi um algengustu litaorðin. Dæmin sýna bersýnilega að orðanotkun Fongrikkja var töluvert frábrugðin okkar en mörg þessara orða eru stundum notuð um eitthvað í líkingu við birtustig eða gljáa, það er til að lýsa hlutum sem dökkum eða björtum, jafnvel skínandi. Um leið er þó ljóst að Forngrikkir áttu orð til að lýsa raunverulegum litum hluta þótt litaorðaforði þeirra hafi ekki verið jafn ítarlegur og ótvíræður og okkar. Orðin þeirra eru margræð – notuð bæði til að lýsa litum og öðrum eiginleikum – og af þeim sökum kann orðanotkunin að vera á stundum undarleg.

Auk þess verður að hafa í huga að þýðendur þýða oft ólík orð í frummálinu með einu og sama orðinu eins og við höfum séð; til dæmis notar Sveinbjörn Egilsson orðin dimmblár, dumbrauður, mórauður og purpura- til að þýða ólík forngrísk orð eftir samhengi. Með öðrum orðum hefur hvert og eitt af litaorðum Forngrikkja fleiri en eina merkingu en um leið eru litaorðin okkar notuð hvert og eitt til að þýða fleiri en eitt grískt orð eftir því hvernig samhengið er. En orðanotkun Grikkjanna krefst þess líka af þýðendum að þeir lagi þýðingar sínar að samhenginu.

Nærtækasta skýringin er samt varla sú að Forngrikkir sem þjóð og fornmenn allir hafi verið litblindir enda virðast Grikkir hafa séð mun á til dæmis brúnum, rauðum, grænum og bláum lit og áttu ólík orð yfir þessa liti þótt talsmáti þeirra verði stundum svolítið ruglingslegur í þýðingu. Algengasta form litblindu einkennist einmitt af því að geta ekki greint almennilega milli rauðra og grænna lita en einnig er til litblinda sem felst í því að geta ekki greint á milli blárra og gulra lita. Það er ekkert sem bendir til þess að Forngrikkir eða aðrir fornmenn hafi verið upp til hópa litblindir með þessum hætti.

Heimildir og ítarefni:
  • Finlay, Robert. „Weaving the Rainbow: Visions of Color in World History“. Journal of World History 18 (4) (2007): 383-431.
  • Platnauer, Maurice. „Greek Colour-Perception“. The Classical Quarterly 15 (3/4) (1921): 153-162.

Myndir:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

6.9.2013

Spyrjandi

Davíð Harðarson, f. 1994

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Er það satt að Forngrikkir og aðrar gamlar menningarþjóðir hafi verið litblindar?“ Vísindavefurinn, 6. september 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65086.

Geir Þ. Þórarinsson. (2013, 6. september). Er það satt að Forngrikkir og aðrar gamlar menningarþjóðir hafi verið litblindar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65086

Geir Þ. Þórarinsson. „Er það satt að Forngrikkir og aðrar gamlar menningarþjóðir hafi verið litblindar?“ Vísindavefurinn. 6. sep. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65086>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það satt að Forngrikkir og aðrar gamlar menningarþjóðir hafi verið litblindar?
Þetta er áhugaverð spurning sem vert er að skoða nánar. Það er líklega einkum tvennt sem leiðir til hennar. Í fyrsta lagi eru meira og minna allar varðveittar styttur Forngrikkja ómálaðar, annaðhvort hvítar marmarastyttur eða bronslitar eirstyttur. Í öðru lagi hafa nútímamenn stundum furðað sig á því hvernig fornmenn tala um liti og hvaða orð eru notuð til að lýsa litum hinna ýmsu fyrirbæra.

Hvað fornar höggmyndir varðar er skemmst frá því að segja að þær voru málaðar í fornöld, jafnvel í sterkum litum, en málningin hefur ekki varðveist heldur flagnað af. Marmarastytturnar hvítu, sem við erum vön, voru alls ekki bara hvítar.

Málið flækist aðeins þegar kemur að talsmáta fornmanna. Bæði Forngrikkir og Rómverjar áttu til að nota eitt og sama orðið til að lýsa lit eða blæ hluta sem við myndum telja afar ólíka á litinn. Fornfræðingurinn Maurice Platnauer (sjá Platnauer (1921)) tók saman og greindi dæmi um þessa orðanotkun Forngrikkja. Hann skipti orðaforðanum í tvo hópa, „akrómatíska“ og „krómatíska“ eða litlausa og litaða blæi. Hér gefst ekki rými til að rekja öll dæmi og alla greiningu Platnauers en við skulum skoða nokkur af dæmum Platnauers með hliðsjón af íslenskum þýðingum þar sem þær eru tiltækar til þess að glöggva okkur á talsmáta Grikkjanna. Í fyrri hópnum, hópi akrómatískra lita, eru orð sem merkja „svartur“, „hvítur“ og „grár“.

Höggmyndir voru málaðar í fornöld, jafnvel í sterkum litum, en málningin hefur ekki varðveist heldur flagnað af. Brjóstmynd þessi sem sýnir gyðjuna Aþenu var því eflaust ekki hvít er hún var gerð.

Orðið kelainos (κελαινός) er eitt þeirra orða sem yfirleitt er þýtt „svartur“. En Hómer notar orðið meðal annars um blóð. Í Ilíonskviðu segir: „þá skal þitt svarta blóð laga á spjóti mínu.“ (Il. 1.303, þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Töluvert algengara orð er melas (μέλας) sem þýðir einnig „svartur“ en það er meðal annars notað um vín og vatn. Í Ódysseifskviðu þýðir Sveinbjörn Egilsson: „þá menn hafa ausið sér hið dökkva vatn“ (Ód. 4.359) og „undir trénu er hin ógurlega Karybdís og sogar í sig hið dökkva vatn.“ (Ód. 12.105). Á íslensku tölum við venjulega ekki um að sjór eða blóð, vatn eða vín sé svart á litinn en stundum er þó vín og blóð dökkt á lit og kannski vatn og sjór líka við ákveðin birtuskilyrði. Þetta kemur heim og saman við þýðingar Sveinbjarnar og margra annarra þýðenda. Sennilega er oft réttara að þýða þessi orð „dökkur“ fremur en „svartur“.

Sömuleiðis er gríska orðið sem merkir „hvítur“, það er levkos (λευκός), oft betur þýtt „bjartur“ eða „skínandi“. Það er líka stundum notað um vatn og jafnvel sjóinn auk þess að vera notað til að lýsa húðlit, tönnum eða snjó og ýmsu öðru.

Orðið polios (πολιός) merkir „grár“ og er oft þýtt þannig. Í þýðingu Sveinbjarnar segir Hómer til dæmis: „og kippti upp hinum gráu hárlokkum með höndum sínum“ (Il. 22.77). Stundum þýðir Sveinbjörn þó öðruvísi, til dæmis þar sem Hómer talar um „hið gráa járn“ (πολιόν τε σίδηρον) sem Sveinbjörn þýðir „og tók hin fögru vopn“ (Ód. 24.168, leturbr. mín). Annað og yngra orð fyrir gráan lit er faios (φαιός), sem Platon segir að sé blanda af svörtum og hvítum lit.

Orðið glaukos (γλαυκός) er einnig stundum þýtt „grár“ en er erfitt í þýðingu því það virðist ekki síður notað um bláa og jafnvel græna hluti, þar á meðal ýmiss konar eðalsteina. En orðið er eins og hin litaorðin oft betur þýtt með vísun til birtu eða glampa, svo sem „bjartur“, „skínandi“ eða „gljáandi“ og ekki óeðlilegt að lýsa eðalsteinum þannig. Í samsetningu er orðið notað um augnlit Aþenu en Sveinbjörn þýðir „hin glóeyga [γλαυκῶπις] gyðja Aþena“ (Il. 1.206).

Bæði Forngrikkir og Rómverjar áttu til að nota eitt og sama orðið til að lýsa lit eða blæ hluta sem við myndum telja afar ólíka á litinn.

„Krómatísku“ litaorðunum skipti Platnauer í fernt: (i) orð sem notuð eru um gula, brúna og appelsínugula hluti; (ii) orð sem notuð eru um rauða hluti; (iii) orð sem notuð eru um bláa og fjólubláa hluti; og (iv) orð sem notuð eru um græna hluti. Skoðum nokkur dæma hans úr hverjum hópi.

Orðið aiþon (αἴθων) er notað meðal annars um lit ýmissa dýra. Sveinbjörn þýðir: „rauðir hestar“ (Il. 2.839), „mórauð örn“ (Il. 15.690), „bröndóttan griðung“ (Il. 16.488), „af stóru ljóni mórauðu“ (Ód. 10.23). Ef til vill mætti alveg eins þýða með orðunum „gulbrúnn“, „rauðbrúnn“, „brúnn“ eða „jarpur“. En orðið er einnig notað um járn og þá þýðir Sveinbjörn: „fagurt járn“ (Ód. 1.184). Annað orð, sem notað er til að lýsa meðal annars rauðleitu eða rauðbrúnu hári í forngrísku, er pyrros (πυρρός).

Orðið xanþos (ξανθός) er líka oft notað um hárlit. Hómer lýsir til dæmis hárlit Akkillesar með orðunum: „og tók í hið bleika hár hans“ (Il. 1.197, þýð. Sveinbjörn Egilsson). Í Ódysseifskviðu þýðir Sveinbjörn: „hinn bleikhári Menelás“ (Ód. 15.133). Þýðingin er skáldleg en hér er átt við ljósleitan eða ljósrauðan hárlit. Af þýðingum Sveinbjarnar að dæma er þetta ljósari hárlitur en aiþon og pyrros en það er ekki augljóst og því kann að hafa verið öfugt farið. Orðið xanþos kemur fyrir hjá öðrum höfundum og er þá notað til að lýsa lit hunangs, epla, blóma og annars.

Ýmis orð eru notuð um hluti sem eru rauðir. Orðin foinikoeis (φοινικόεις) og foinios (φοίνιος) eru til dæmis notuð um blóðrauða hluti. Sveinbjörn þýðir: „fílsbein í purpuralit“ (Il. 4.141); „þá spennti hann á sig skikkju; hún var purpurarauð“ (Il. 10.133); „var hesturinn dumbrauður“ (Il. 23.454); „hlupu margir blóðrauðir þrimlar á síðunum“ (Il. 23.717). Þessi rauði litur, sem hér er rætt um, hefur að líkindum verið öðruvísi en liturinn á rauðu hestunum og mórauða ljóninu sem minnst er á að ofan. Hómer notar orðið eryþros (ἐρυθρός) til að lýsa blóði, víni og bronsi. Sveinbjörn þýðir: „rautt eir“ (Il. 9.365); „og jörðin roðnaði af blóðinu“ (Il. 10.484); „að þau drykki þetta hunangssæta, rauðleita vín“ (Ód. 9.208). Orðið porfyreos (πορφύρεος) er yfirleitt notað um vatn en stundum um blóð og önnur fyrirbæri. Sveinbjörn þýðir: „en jörðin flaut í dökku blóði“ (Il. 17.361); „svo sem Seifur spennir purpuralegan regnboga á himinhvolfinu“ (Il. 17.547); „svo gekk Aþena, hulin purpuralegu skýi“ (Il. 17.551); „Dökkmórauð alda“ (Il. 21.326). Æskýlos, Evripídes og Aristóteles nota allir þetta sama orð um hafið. Hómer notar hins vegar oft orðið oinops (οἶνοψ) eða „vínlitaður“ um hafið og reyndar líka um nautgripi. Í þýðingu Sveinbjarnar segir: „yfir hið dökkva haf“ (Ód. 1.183); „mitt á hinu dimmbláa hafi“ (Ód. 5.132); „dumbrauð naut“ (Il. 13.702). Evripídes notar orðið um roða í kinnum en í þýðingu Helga Hálfdanarsonar á Bakkynjum segir: „svo fölnaði ekki roði á kinn“ (Bakk. 439).

Orð Forngrikkja yfir liti eru margræð – notuð bæði til að lýsa litum og öðrum eiginleikum – og af þeim sökum kann orðanotkunin að vera á stundum undarleg.

Nokkur orð eru notuð um bláa og fjólubláa liti. Aristóteles segir í Um liti að vínber sem er oinopon (οἰνωπόν) verði síðar halourgon (ἁλουργόν) sem þýðir væntanlega að með tímanum breytist liturinn úr dökkrauðum í fjólubláan. En hann segir líka að vínber sé fyrst foinikoi (φοινικόν), verði svo oinopon (οἰνωπόν) og að lokum kyanoeides (κυανοειδής). Αð öllum líkindum er átt við ljósrautt vínber sem verður dökkrautt og svo dökkblátt.

Orðin kyanoeides (κυανοειδής) og kyaneos (κυάνεος) eru einmitt yfirleitt notuð um bláa en líka dökka hluti. Sveinbjörn þýðir: „beint á eitthvert stafnblátt skip“ (Il. 15.693); „og blásvart skegg spratt á vöngum hans“ (Ód. 16.176). En líka: „undir niðri sást í jörðina og svartan sandinn; urðu menn nú bleikir af ótta“ (Ód. 12.243) og „tók hin ágæta gyðja dökkva skikkju og var ekki til svartari búningur en sá“ (Il. 24.94). Í síðasta dæminu tók gyðjan skikkju sem var kyaneos (dökkblá) á lit en engin búningur var samt meira melas (það er svartur). Hér er því orðið kyaneos klárlega notað til að gefa til kynna að skikkjan hafi verið dökk frekar en að hún hafi verið blá.

Orðið ioeides (ἰοειδής) er annað orð um bláan lit sem Sveinbörn þýðir svo: „hið dimmbláa haf“ (Il. 11.298); „næst lagði Akkilles fram blásvart járn“ (Il. 23.850); „Þar voru þriflegir sauðir [...] þeir voru mórauðir.“ (Ód. 9.426). Yfirleitt eru sauðir ekki mórauðir en enn sjaldnar eru þeir bláir eins og hafið. Kannski voru þetta svartir sauðir eða að minnsta kosti dökkir.

Að lokum eru orðin prasinos (πράσινος), khloros (χλωρός) og okhros (ὠχρός) notuð um græna hluti. Prasinos er til dæmis notað um laufblöð og khloros er stundum notað á svipaðan hátt. Sveinbjörn þýðir: „lét undir hann grænt lim“ (Ód. 16.47). Stundum er það þó þýtt öðruvísi, til dæmis þýðir Sveinbjörn: „Hún hrærði ost, byggmjöl og bleikt hunang saman“ (Ód. 10.234).

Litblindir eiga erfitt með að greina töluna 74 á þessari mynd. Ekkert bendir til þess að Forngrikkir eða aðrir fornmenn hafi verið upp til hópa litblindir og gætu þeir því flestir séð töluna á myndinni.

Grikkir áttu til fleiri orð en hér hafa verið nefnd. Hér hefur einungis gefist færi á að skoða nokkur dæmi um algengustu litaorðin. Dæmin sýna bersýnilega að orðanotkun Fongrikkja var töluvert frábrugðin okkar en mörg þessara orða eru stundum notuð um eitthvað í líkingu við birtustig eða gljáa, það er til að lýsa hlutum sem dökkum eða björtum, jafnvel skínandi. Um leið er þó ljóst að Forngrikkir áttu orð til að lýsa raunverulegum litum hluta þótt litaorðaforði þeirra hafi ekki verið jafn ítarlegur og ótvíræður og okkar. Orðin þeirra eru margræð – notuð bæði til að lýsa litum og öðrum eiginleikum – og af þeim sökum kann orðanotkunin að vera á stundum undarleg.

Auk þess verður að hafa í huga að þýðendur þýða oft ólík orð í frummálinu með einu og sama orðinu eins og við höfum séð; til dæmis notar Sveinbjörn Egilsson orðin dimmblár, dumbrauður, mórauður og purpura- til að þýða ólík forngrísk orð eftir samhengi. Með öðrum orðum hefur hvert og eitt af litaorðum Forngrikkja fleiri en eina merkingu en um leið eru litaorðin okkar notuð hvert og eitt til að þýða fleiri en eitt grískt orð eftir því hvernig samhengið er. En orðanotkun Grikkjanna krefst þess líka af þýðendum að þeir lagi þýðingar sínar að samhenginu.

Nærtækasta skýringin er samt varla sú að Forngrikkir sem þjóð og fornmenn allir hafi verið litblindir enda virðast Grikkir hafa séð mun á til dæmis brúnum, rauðum, grænum og bláum lit og áttu ólík orð yfir þessa liti þótt talsmáti þeirra verði stundum svolítið ruglingslegur í þýðingu. Algengasta form litblindu einkennist einmitt af því að geta ekki greint almennilega milli rauðra og grænna lita en einnig er til litblinda sem felst í því að geta ekki greint á milli blárra og gulra lita. Það er ekkert sem bendir til þess að Forngrikkir eða aðrir fornmenn hafi verið upp til hópa litblindir með þessum hætti.

Heimildir og ítarefni:
  • Finlay, Robert. „Weaving the Rainbow: Visions of Color in World History“. Journal of World History 18 (4) (2007): 383-431.
  • Platnauer, Maurice. „Greek Colour-Perception“. The Classical Quarterly 15 (3/4) (1921): 153-162.

Myndir:

...