Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 878 svör fundust
Af hverju lýsir luminol þegar það kemst í snertingu við blóð?
Luminol (C8H7O3N3) er hvítt eða gulleitt, kristallað efni sem leysist auðveldlega upp í vökva. Þegar það oxast, það er bætir við sig súrefnisfrumeindum (O), gefur það frá sér einkennandi bláa ljómun. Þetta er eitt af því sem hægt hefur verið að nýta við rannsóknir á sakamálum. Þeir sem rannsaka vettvang glæpa v...
Hvað búa margir múslimar á Íslandi?
Það er ekki hægt að segja nákvæmlega til um það hversu margir múslimar búa á Íslandi þar sem gögn um fjölda þeirra eru af skornum skammti og því einungis um ágiskun að ræða. Á vef Hagstofu Íslands er hægt að skoða fjölda einstaklinga sem skráðir eru í trúfélög. Á lista Hagstofunnar eru tvö trúfélög múslima, ann...
Hvað eru margar hitaeiningar í stórum snúð úr bakaríi og hvað þyrfti maður að borða marga slíka til að fullnægja orkuþörf dagsins?
Mörgum krökkum og fullorðnum reyndar líka finnast snúðar ómótstæðilegir. Því miður eru þeir ekkert sérlega hollir en gefa nokkuð mikla orku. Hér tökum við til skoðunar snúð með súkkulaði. Samkvæmt upplýsingum úr næringarefnatöflu á vef Matís þá eru 270 hitaeiningar eða 1130 kj í hverjum 100 g af súkkulaðisnúð....
Hvað er baunakaffi?
Í Orðabók Menningarsjóðs (1983) er orðið baunakaffi skýrt sem 'kaffi úr ómöluðum baunum (heimabrenndum)'. Þessi skýring fær ekki staðist því að kaffibaunir eru alltaf malaðar eða að minnsta kosti steyttar áður en lagað er úr þeim kaffi. Skýringin hefur nú verið lagfærð í Íslenskri Orðabók (2002), 'kaffi búið til ú...
Hvað þýða nöfnin Arctic og Antarctic og hvenær fengu pólarnir þessi nöfn?
Orðin arctic og antarctic sem notuð eru um nyrstu og syðstu svæði jarðarinnar, suður- og norðurheimsskautssvæðin, eru upprunin frá Grikkjum. Orðið arctic mun dregið af gríska orðinu arktos sem merkir björn. Þar er líklega verið að vísa í annaðhvort Litla björn, stjörnumerki við norðurpól himins en í því er Pólstja...
Hvort reiknar maður fermetra sem metri * metri eða lengd * breidd?
Í raun mætti hugsa sér að báðar aðferðirnar sem spyrjandi bendir á séu réttar. Hins vegar mun formúlan fyrir því að reikna út flatarmál, og þá fermetrafjölda ef því er að skipta, vera \(\text{lengd}\cdot \text{breidd}\). Til að hafa þetta allt sem einfaldast skulum við ímynda okkur ferkantað hús á einni hæð. ...
Hver skrifaði bandarísku sjálfstæðisyfirlýsinguna?
Opinberlega er sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna skrifuð af fimm manna nefnd sem skipuð var John Adams, Benjamin Franklin, Thomas Jefferson, Robert R. Livingston og Roger Sherman. Óopinberlega er þó talið að Thomas Jefferson sé aðalhöfundur yfirlýsingarinnar. Í nefndinni var enginn ritari og því koma þær heim...
Hversu gömul varð Guðrún Ósvífursdóttir í Laxdæla sögu?
Í Íslendingasögum kemur sjaldan fram nákvæmlega hversu gamlar persónurnar urðu enda er hið kristna tímatal ekki notað að ráði í þessari bókmenntagrein. Í Laxdæla sögu er þó sagt að Snorri goði hafi orðið 67 ára og í Egils sögu kemur fram að Egill Skalla-Grímsson komst á níræðisaldur. En það er undantekning fremur ...
Er jörðin alltaf að færast nær sólu?
Í stuttu máli er svarið nei, jörðin er ekki alltaf að færast nær sólu. Aftur á móti er það svo að braut jarðar umhverfis sólina er ekki nákvæmlega hringlaga en í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Hvað er langt á milli jarðar og sólar? stendur: Jörðin gengur eftir sporbau...
Ágætu vísindamenn, hvert er flatarmál þess sem í daglegu tali nefnist miðhálendi Íslands?
Ekki er til eitt opinbert og algilt svar við því hvert er flatarmál miðhálendis Íslands. Það helgast af því að afmörkun miðhálendisins, og þar með stærð, er ekki endilega sú sama í hugum allra sem um það fjalla. Þeir sem selja ferðamönnum ferðir um miðhálendi Íslands hafa til að mynda ekki endilega nákvæmlega sömu...
Hvað getur maður gert ef það kemur lús í skólann? Á maður bara að labba um með plastpoka á hausnum?
Höfuðlúsin (Pediculus humanus capitis) er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í hári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og er því skaðlaus hýslinum. Allir geta smitast af höfuðlús en staðfest smit er algengast hjá 3-12 ára ...
Hafa samsætur frumefna sömu efna- og eðlisfræðilegu eiginleika?
Upprunalega spurningin var: Eru til samsætur sem eru þannig að efnið verður allt öðruvísi þegar það bætast við nokkrar nifteindir eða ef efnið missir nokkrar nifteindir? Hvert frumefni (e. element) samanstendur af einni gerð frumeinda (e. atoms), það er frumeindum með sama fjölda róteinda (e. protons) í kja...
Hvernig getur lífsbarátta og náttúruval leitt til þess sem við köllum óeigingirni hjá einstökum lífverum?
Allar núlifandi lífverur eru komnar út af einstaklingum sem auðnaðist að koma erfðaeiginleikum sínum áfram til næstu kynslóðar. Sú keðja er óslitin frá upphafi lífs á jörðu. Þessir einstaklingar voru hæfir í merkingu Darwins. Meðal tvílitna lífvera eins og hryggdýra gildir sú regla að helmingur erfðaefnis kemu...
Hvað verður um hreyfingar efniseinda við alkul?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Stöðvast hreyfingar í sameindum (til dæmis hreyfingar rafeinda) ef efni er kælt niður í alkul? Ef ekki, hvað myndi þá koma fyrir efni ef þessar hreyfingar stöðvuðust alveg?Rétt er að hafa í huga að alkuli er ekki hægt að ná í tilraunum, en hægt er að nálgast það betur og betur....
Mynda hommar og lesbíur alltaf kjarna á milli sín því þau eru minnihlutahópar?
Eins og allir aðrir alast lesbíur og hommar upp í samfélagi þar sem gagnkynhneigð er ríkjandi og samkynhneigðir eru í minnihluta. Þótt afar erfitt sé að segja nákvæmlega til um fjölda samkynhneigðra, meðal annars vegna þess að samkynhneigð er skilgreind á mismunandi vegu í ólíkum rannsóknum, þá er yfirleitt miðað ...