Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1051 svör fundust
Af hverju köllum við landið Magyarország Ungverjaland?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Er vitað út af hverju Íslendingar kalla Hungary Ungverjaland, en landið heitir Magyarország? Kveðja frá Ungverjalandi (Sverrir). Ef Ungverjaland heitir Hungary á ensku, af hverju heitir það ekki 'Hungverjaland' á íslensku? (Vífill). Fyrir Krists burð áttu meðal anna...
Hvaðan kemur hjátrúin að banka í við?
Það er mjög algeng og útbreidd hjátrú, einkum meðal kristinna manna, að banka (þrisvar) undir eða á viðarborð eða snerta tré. Um leið fara menn gjarnan með talnaþuluna 7 – 9 – 13, sem lesa má nánar um í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju þykja tölurnar 7, 9 og 13 sérstaklega kynngimagnaðar? Þetta er ge...
Stendur í Biblíunni að rastafarar eigi að reykja kannabis og megi ekki klippa á sér hárið eða borða kjöt?
Eins og fram kemur í öðru svari hér á Vísindavefnum byggir Rastafaritrú á ákveðinni túlkun á Biblíunni sem sögð er vera sú túlkun sem laus er undan áhrifum hvítra nýlendusinna. Rastafaritrú kveður ekki á um kannabisnotkun til skemmtunar en margir rastafarar reykja marijúana í trúarlegum tilgangi. Ekki er litið ...
Hvernig líta jagúar, hlébarði og púma út?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvernig líta jagúar, hlébarði og púma út? Hver er munurinn á þessum kattartegundum? Talsverður munur er á jagúar, hlébarða og púmu (fjallaljóni) en þó er nokkuð algengt að fólk rugli saman fyrstu tveimur tegundunum enda eru þau um margt lík við fyrstu sýn. Púman sker sig hins ...
Er það satt að Júpíter sé gasský?
Júpíter er langstærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar, en hún er um 11 sinnum stærri en jörðin að þvermáli (142.984 km við miðbaug) og 318 sinnum massameiri eða 1,899 * 1027 kg. Júpíter er gashnöttur líkt og hinar stóru reikistjörnurnar Satúrnus, Úranus og Neptúnus, sem þýðir að hann hefur ekkert eiginlegt fas...
Af hverju hafa ekki allar tegundir apa þróast alveg eins og menn?
Nokkur megineinkenni líffræðilegrar þróunar eru þau að hún er ekki fyrirfram ákveðin, hún felur í sér breytileika einstaklinga af sama stofni og síðan sundurleitni tegunda. Þetta er einna líkast því að við sáum fyrir fljótsprottnu tré á ákveðnum stað og komum síðan fyrir litlum bolta fyrir ofan staðinn í hæfilegri...
Hvernig verður hunang til og hvernig koma býflugurnar því í býflugnabúið?
Býflugur búa til hunang úr blómasykri (e. nectar). Blómasykur er aðallega vatn eða um 80% en í honum eru einnig flóknar fjölsykrur. Býflugurnar nota langa rörlaga tungu eða rana til að sjúga upp blómasykurinn og geyma hann síðan í eins konar hunangssarpi. Býflugur hafa í reynd tvo maga, annars vegar hunangssarpinn...
Hvað brennir meðalmaðurinn mörgum hitaeiningum í maraþonhlaupi?
Það er breytilegt á milli einstaklinga hversu mörgum heitaeiningum þeir brenna við ákveðnar athafnir, til dæmis við hlaup. Líkamsþyngdin hefur þar mikið að segja, þungir einstaklingar brenna fleiri hitaeiningum en þeir sem eru léttari. Landslagið sem hlaupið er í skiptir líka máli því það krefst óneitanlega meiri...
Af hverju tala ekki allir sama tungumál?
Í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvers vegna er ekki bara eitt tungumál í heiminum? segir: Margt bendir til að forfeður nútímamannsins hafi lifað í einangruðum flokkum og er því líklegt að mismunandi hljóðtákn og síðar orð hafi tekið að mótast innan flokkanna. Þegar mennirnir náðu smám saman hærra vitsmun...
Hvort tveggja má rita dygð og dyggð. Hvort er "réttara" og hvers vegna?
Okkur sýnist að þetta sé gott dæmi um þróun tungumálsins og um aukamerkingar í orðum, sem geta meðal annars tengst rithætti. Til skamms tíma var ekki endilega gerður neinn greinarmunur á dygð og dyggð í íslensku en á síðustu árum hafa íslenskir heimspekingar farið að gera greinarmun á þessum tveimur orðum og merki...
Hvað er sólarljósið lengi á leið til jarðar?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hvað er sólarljósið lengi á leið til jarðar? Hversu hratt fer ljósið í tómarúmi? (Magnús Björgvinsson) Hvað eru mörg ljósár til sólarinnar? (Ólafur Þorgeirsson) Hversu langan tíma tekur það ljósið að ná jörðu frá sólinni? (Óskar Pálsson) Hvað er ljósið lengi frá sólu til jar...
Hver er erfðafræðilegi munurinn á skjóttu og slettuskjóttu?
Erfðafræðilegi munurinn á skjóttu og slettuskjóttu er meðal annars sá að skjótt er ríkjandi eiginleiki en slettuskjótt er víkjandi. Af þessu leiðir að það er nóg fyrir folaldið að fá erfðavísi fyrir skjóttu frá öðru foreldrinu, þá verður það skjótt. Á ríkjandi skjóttum hrossum eru hvítu skellurnar oftast á ofan...
Hver er uppruni nafnanna Mekkinó og Mekkín og hvenær komu þau inn í íslenskt mál?
Karlmannsnafnið Mekkinó er myndað af kvenmannsnafninu Mekkín. Fyrsti karlmaðurinn sem bar nafnið fæddist árið 1900. Mekkinó er sjaldgæft nafn og samkvæmt gagnagrunninum Íslendingabók hafa sjö karlmenn borið nafnið, þar af þrír sem seinna nafn af tveimur. Mekkín á sér lengri sögu og virðist fyrst notað á 17. öld...
Hvað lifir íslenski jaðrakaninn lengi?
Jaðrakan (Limosa limosa) er stór og háfættur votlendisfugl af snípuætt sem verpir meðal annars á Íslandi og víða í Mið-Evrópu og í Rússlandi allt austur að ströndum Kyrrahafs. Þeir jaðrakanar sem verpa hér á landi eru flokkaðir í deilitegundina islandica eins og þeir sem verpa í Færeyjum. Talið er að heimsstofninn...
Hver eru tengsl mælieininganna tonn og lestir þegar talað er um fiskveiðikvóta?
Þegar orðið lestir er notað yfir þyngd merkir það hið sama og tonn, það er 1.000 kg. Orðið smálestir þekkist líka og er sama þyngd og lest. Lestir er eldri talsmáti en tonn. Það er mikið notað í fiskveiðilöggjöfinni og reglugerðum um hana en almennt fátítt í daglegu tali. Það er því ekki að furða að fólk átti...