Sú saga fylgir því að ein af þeim konum sem leyst var úr ánauð frá Alsír eftir Tyrkjaránið hafi látið stúlkubarn heita þessu nafni eftir húsmóður sinni í Alsír og nafnið sé tengt borgarheitinu Mekka. Sennilegra er þó að nafnið sé germanskt og hingað komið frá Norður-Þýskalandi. Stuttnefnið Mecke er upprunalega frísneskt og notað um þær konur sem heita nafni er hefst á Mein-. Forliðurinn Mein- var á eldra stigi Megin- af fornháþýska orðinu magan, megin "kraftur, afl", í íslensku magn, megin í sömu merkingu, t.d. Magnhildur, Matthildur.Heimildir og mynd:
- Guðrún Kvaran. 2011. Nöfn Íslendinga, 2. útg. Forlagið, Reykjavík.
- Íslendingabók. (Skoðað 24.04.2012).
- File:Mecca-1850.jpg - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 24.04.2012).