Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig verður hunang til og hvernig koma býflugurnar því í býflugnabúið?

Jón Már Halldórsson

Býflugur búa til hunang úr blómasykri (e. nectar). Blómasykur er aðallega vatn eða um 80% en í honum eru einnig flóknar fjölsykrur. Býflugurnar nota langa rörlaga tungu eða rana til að sjúga upp blómasykurinn og geyma hann síðan í eins konar hunangssarpi. Býflugur hafa í reynd tvo maga, annars vegar hunangssarpinn og hins vegar venjulegan maga sem sér um að melta fæðu flugunnar.

Hunangssarpur býflugunnar getur rúmað allt að 70 mg af blómasykri en það samsvarar líkamsþyngd býflugu sem hefur ekki sogið blómasykur. Til að fylla sarpinn þurfa býflugurnar að heimsækja fjölmörg blóm.

Býflugur safna blómasykri úr blómum og færa hann í búið. Þar búa vinnuflugurnar til hunang úr blómasykrinum með því að brjóta niður flóknar sykrur.

Eftir að hafa fyllt sig af blómasykri fara býflugurnar aftur í búið. Þar sjúga vinnuflugurnar dýrmætan blómasafa úr býflugunum og taka til við að „tyggja hann“. Rannsóknir hafa sýnt að þær eru við þessa iðju í um hálftíma. Á þeim tíma brotna hinar flóknu sykrur blómasykursins niður í einfaldari sykrusameindir fyrir tilstuðlan efnahvata sem vinnuflugurnar miðla í löginn. Þannig verður hunangið til.

Ástæðan fyrir þessari merkilegu matvælavinnslu vinnuflugnanna er að gera fæðuna auðmeltanlegri og auka geymsluþol hennar.

Stundum þurrka flugurnar einnig hunangið með því að hreyfa vængina hratt. Þá verður hunangið mjög seigfljótandi. Hunanginu eru síðan komið fyrir í hólfum þar sem frekari uppgufun raka á sér stað. Því næst er hólfinu lokað með vaxi. Þar er það geymt þangað til flugurnar éta það. Á einu ári geta flugur í meðalstóru býflugnabúi étið allt að 60 til 100 kg af hunangi.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.4.2012

Spyrjandi

Brynja Vattar Baldursdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig verður hunang til og hvernig koma býflugurnar því í býflugnabúið?“ Vísindavefurinn, 12. apríl 2012, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62232.

Jón Már Halldórsson. (2012, 12. apríl). Hvernig verður hunang til og hvernig koma býflugurnar því í býflugnabúið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62232

Jón Már Halldórsson. „Hvernig verður hunang til og hvernig koma býflugurnar því í býflugnabúið?“ Vísindavefurinn. 12. apr. 2012. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62232>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig verður hunang til og hvernig koma býflugurnar því í býflugnabúið?
Býflugur búa til hunang úr blómasykri (e. nectar). Blómasykur er aðallega vatn eða um 80% en í honum eru einnig flóknar fjölsykrur. Býflugurnar nota langa rörlaga tungu eða rana til að sjúga upp blómasykurinn og geyma hann síðan í eins konar hunangssarpi. Býflugur hafa í reynd tvo maga, annars vegar hunangssarpinn og hins vegar venjulegan maga sem sér um að melta fæðu flugunnar.

Hunangssarpur býflugunnar getur rúmað allt að 70 mg af blómasykri en það samsvarar líkamsþyngd býflugu sem hefur ekki sogið blómasykur. Til að fylla sarpinn þurfa býflugurnar að heimsækja fjölmörg blóm.

Býflugur safna blómasykri úr blómum og færa hann í búið. Þar búa vinnuflugurnar til hunang úr blómasykrinum með því að brjóta niður flóknar sykrur.

Eftir að hafa fyllt sig af blómasykri fara býflugurnar aftur í búið. Þar sjúga vinnuflugurnar dýrmætan blómasafa úr býflugunum og taka til við að „tyggja hann“. Rannsóknir hafa sýnt að þær eru við þessa iðju í um hálftíma. Á þeim tíma brotna hinar flóknu sykrur blómasykursins niður í einfaldari sykrusameindir fyrir tilstuðlan efnahvata sem vinnuflugurnar miðla í löginn. Þannig verður hunangið til.

Ástæðan fyrir þessari merkilegu matvælavinnslu vinnuflugnanna er að gera fæðuna auðmeltanlegri og auka geymsluþol hennar.

Stundum þurrka flugurnar einnig hunangið með því að hreyfa vængina hratt. Þá verður hunangið mjög seigfljótandi. Hunanginu eru síðan komið fyrir í hólfum þar sem frekari uppgufun raka á sér stað. Því næst er hólfinu lokað með vaxi. Þar er það geymt þangað til flugurnar éta það. Á einu ári geta flugur í meðalstóru býflugnabúi étið allt að 60 til 100 kg af hunangi.

Mynd:

...