Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2194 svör fundust
Hvað er deus ex machina?
Latneska orðasambandið deus ex machina þýðir bókstaflega 'guð úr vélinni'. Það kemur úr skáldskaparfræðum og vísar til sérstaks leiksviðsbúnaðar sem notaður var til forna, eins konar körfu sem hægt var að hala upp og niður. Grísk leikritaskáld nýttu sér 'guð úr vélinni' til að leysa úr erfiðum flækjum leikrita sin...
Hvað getið þið sagt mér um jólavættinn Krampus?
Víða um heim þekkjast óvættir sem koma til byggða í kringum jólin og refsa börnum sem haga sér illa, einhvers konar andstæða jólasveinsins. Hér á landi er það auðvitað helst Grýla sem vekur ótta og óhug í hjörtum fólks og borðar börn sem haga sér illa í desember. Það verður að teljast frekar líklegt að Grýla og Kr...
Hvað gerist ef Katla gýs? Getur það valdið skaða á einhvern hátt?
Tjón og umhverfisbreytingar af völdum gosa í Kötlukerfinu hafa orðið vegna gjóskufalls, jökulhlaupa, hraunrennslis, eldinga og jarðskjálfta. Hér verður að gera greinarmun á Kötlugosum undir jökli og Eldgjárgosinu sem náði til sprungureinarinnar utan jökuls. Gjóskufall og jökulhlaup eru algengustu skaðvaldarnir en ...
Hvaða nöfn notuðu norrænir menn yfir lönd í Afríku, Ameríku, Evrópu og Asíu á víkingatímum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða nöfn notuðu norrænir menn yfir lönd í Afríku, Ameríku, Evrópu og Asíu á víkingatímum? Eru til kort sem sýna þessi nöfn? Nöfn sem notuð voru af norrænum mönnum á víkingatímanum yfir lönd eða svæði í Afríku, Ameríku, Evrópu og Asíu er ekki að finna á neinum kortum frá þeim ...
Hver var Arngrímur Jónsson lærði?
Hér er ekki rakin saga Ítalíu eða Grikklands, heldur eyjarinnar Íslands, sem öldum saman hefur verið ókunn og fyrirlitin... Ég veit að sumum mun mislíka að ég nota orð og heiti eins og þjóðveldi (respublica), höfðingjaveldi (aristocratia)... um menn og samfélag af svo lágum stigum. Þó vitum vér að þvílík heiti haf...
Er löglegt að menn taki ljósmyndir á veitinga- og skemmtistöðum og setji þær svo á Netið?
Ef við gerum ráð fyrir að spyrjandi eigi við að myndirnar séu af einstaklingum vegast hér á tvenns konar réttindi – annars vegar réttur myndefnisins til einkalífs og hins vegar réttindi myndatökumannsins til tjáningarfrelsis. Þessi réttindi eru varin af stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu, sem veitt ...
Hvert leituðu norrænir ásatrúarmenn til lækninga? Hver var guð lækninga?
Svo virðist sem bæði konur og karlar hafi fengist við lækningar að fornu. Í Snorra-Eddu er sagt að gyðjan Eir sé „læknir bestur" og í fornsögum kemur víða fyrir að konur og karlar geri að sárum manna. Hildigunnur læknir er nefnd í Njálu, Hjalti Skeggjason læknar blástur í fæti Ingjalds frá Keldum í sömu sögu, Álfg...
Hversu margir eru smitaðir af HIV-veirunni í heiminum?
Í lok árs 2005 er talið að 40,3 milljón manna í heiminum hafi verið smituð af HIV-veirunni. Þar af eru 17,5 milljónir kvenna og 2,3 milljón barna undir 15 ára aldri. Á árinu 2005 bættust í hóp smitaðra alls 4,9 milljónir manna, þar af 700.000 börn. Á árinu 2005 er talið að 3,1 milljónir hafi látist úr eyðni, þar a...
Hverjar eru líkurnar að ég fái fuglaflensuna?
Eins og staðan er í dag (apríl 2006) eru harla litlar líkur á að þú smitist af fuglaflensunni. Í fyrsta lagi smitast fuglaflensan ekki á milli manna. Í öðru lagi hefur flensan ekki enn greinst í fuglum á Íslandi þó líkur á að hún berist fljótlega hingað til lands hafi aukist verulega eftir að svanur drapst ú...
Eru kynþættir ekki til?
Upphaflega spurningin var svona:Er rétt að allir kynþættir séu eins?Rannsóknir hafa sýnt að meðalmunur á erfðaefni manna er 0,075%. Ef tveir einstaklingar eru valdir af handahófi úr mannkyninu þýðir það að 99,925% af erfðaefni þeirra er að meðaltali eins. Samanborið við flestar aðrar spendýrategundir er maðurinn (...
Hvernig var fyrsti maðurinn á litinn?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig fyrsti maðurinn var á litinn? Var hann hvítur, svartur, gulur eða hvað? (Dóra Þórhallsdóttir) Af hverju voru menn til í öllum álfum þegar menn voru ekki farnir að ferðast, og samt erum við öll eiginlega eins? (Guðrún Andrea Friðge...
Er mýrarauði hættulegur mönnum ef hann kemst í neysluvatn?
Rauðleitt neysluvatn er vísbending um að járn sé yfir leyfðum mörkum. Það er ekki hættulegt heilsu manna en eyðileggur bragðgæði og veldur því að vond lykt er af vatninu. Vatnið er löngu orðið ódrekkandi, rautt og illa lyktandi, áður en það er hættulegt heilsu manna. Vatn sem í er járn yfir leyfðum mörkum er l...
Af hverju eru apar eins og bavíanar og simpansar mikið sterkari en menn?
Allar mælingar á vöðvastyrk simpansa (Pan troglodytes) benda til þess að þeir hafi allt að 6 sinnum meiri togkraft en menn. Flestir vöðvar simpansa eru öflugari en hjá mönnum. Simpansar og menn er mjög skyldar tegundir, en af hverju ætli vöðvar simpansa séu þá öðru vísi en hjá mönnum? Rannsóknir sem hafa verið ...
Af hverju er mannkynið svo forvitið að það lokar saklaus dýr inni í búrum?
Þessi spurning virðist tvíþætt. Annars vegar er spurt: Af hverju hefur mannkynið einhvern eiginleika sem það hefur – nefnilega þann að vera svona forvitið. Þeirri spurningu er helst svarað með vísun í þróunarkenninguna: Þessi eiginleiki hefur reynst þessu dýri (manninum) vel til að komast af. Höfum í huga að ví...
Eru margir menn heiðnir?
Svarið við þessari spurningu hlýtur að vera "já", miðað við flestar merkingar orðsins heiðinn. Í Íslenskri orðabók stendur um lýsingarorðið heiðinn: 1) sem er heiðingi, ókristinn; guðlaus; heiðinn siður Ásatrú; heiðinna manna heilsa fornmannaheilsa, góð heilsa. 2) ófermdur, illa upplýstur um trúmál. 3) sem va...