Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 16:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:57 • Sest 04:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:41 • Síðdegis: 13:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:56 • Síðdegis: 19:29 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 16:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:57 • Sest 04:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:41 • Síðdegis: 13:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:56 • Síðdegis: 19:29 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða nöfn notuðu norrænir menn yfir lönd í Afríku, Ameríku, Evrópu og Asíu á víkingatímum?

Emily Lethbridge

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvaða nöfn notuðu norrænir menn yfir lönd í Afríku, Ameríku, Evrópu og Asíu á víkingatímum? Eru til kort sem sýna þessi nöfn?

Nöfn sem notuð voru af norrænum mönnum á víkingatímanum yfir lönd eða svæði í Afríku, Ameríku, Evrópu og Asíu er ekki að finna á neinum kortum frá þeim tíma: tækni bókagerðar (og kortagerðar á blöðum) á Norðurlöndum tíðkaðist ekki fyrr en seinna, í kjölfar þess að kristni var tekin upp. Aðrar heimildir frá víkingatímanum — sér í lagi textar á rúnasteinum — varðveita þó ýmis ríkjaheiti eða nöfn á svæðum (e. choronym) frá þessu tímabili og gefa okkur innsýn í hvert norrænt fólk ferðaðist, til austurs og vesturs.

Á rúnasteini Sö 179 (sem er tímasettur milli 1010 og 1050) stendur til dæmis „Tóla lét reisa stein þenna at son sinn Harald, bróður Ingvars. Þeir fóru drengila fjarri at gulli ok austarla erni gáfu, dóu sunnarla á Serklandi“.[1] Og textinn á rúnasteini G 216 (1050–1100) nefnir Grikkland, Jórsali, Ísland og Serkland.[2]

Rúnasteinninn Sö 179 í Gipsholm í Svíþjóð. Á honum stendur „Tóla lét reisa stein þenna at son sinn Harald, bróður Ingvars. Þeir fóru drengila fjarri at gulli ok austarla erni gáfu, dóu sunnarla á Serklandi.“

Þar sem landamæri og notkun nafna með skírskotun til ákveðins svæðis breytast í tímans rás getur verið erfitt að segja með vissu eða nákvæmlega til hvaða landsvæða nöfnin vísa. Í huga einstaklings sem lét rista textann á G 216 náði Grikkland yfir miklu stærra svæði en það sem núverandi ríkið Grikkland er í dag þar sem undir það féllu þá svæði eða lönd sem tilheyrðu austrómverska veldinu.

Frá nafnfræðilegu sjónarhorni flokkast nöfnin Grikkland og Serkland sem útnöfn (e. exonym), það er að segja nöfn sem utanaðkomandi nota til að vísa í tiltekið svæði eða stað, ekki innnafn (e. endonym), eða nöfn sem íbúar svæðisins myndu nota sjálfir. Við leit í rúnagagnagrunninum Runor má finna nokkur önnur nöfn á ríkjum eða landsvæðum sem norrænir menn notuðu, en þau eru:

Annars er að finna fjölda heita á ríkjum og svæðum í íslenskum miðaldaritum sem eru af ýmsu tagi, þar með talið sögur, kvæði, alfræðirit og trúarrit. Sum þeirra nafna voru að öllum líkindum þekkt af norrænu fólki á víkingatímanum. Góð dæmi hér eru heiti á löndum vestur um haf sem koma fyrir í Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu. Þessar sögur, líklega skrifaðar á 13. öld, lýsa ferðalögum landkönnuða seint á 10. og snemma á 11. öld og nefna í þessu samhengi nöfnin Grænland, Markland, Helluland og Vínland. Fræðimenn eru ekki sammála um til hvaða landsvæðis hvert nafn vísar[3] en það er hins vegar mjög trúlegt að nöfnin eigi uppruna sinn frá því snemma á 11. öld og verið varðveitt í munnlegri geymd áður en þau voru sett niður á blað.

Dróttkvæði varðveita einnig nokkur nöfn sem notuð voru yfir svæði á víkingatímanum. Lista yfir staðarheiti í dróttkvæðum má finna á vefnum Pre-Christian Religions of the North.[4] Heiti á svæðum og löndum utan Evrópu sem eru nafngreind eru meðal annars Bláland (Norður-Afríka), Garðar (austur af Eystrasaltshafi) og Serkland (landsvæði af óvissri stærð í Mið-Austurlöndum).

Heimskort úr handritinu GSK 1812 c.1225–1250

Norrænir menn fyrr á tímum þekktu hins vegar ekki önnur landaheiti sem koma fyrir í íslenskum textum frá miðöldum. Þessi nöfn í íslensku menningarsamhengi eiga uppruna sinn í eldri heimildum, fræðiritum eða trúarritum á latínu sem lærðir menn á Íslandi á 12. öld og seinna sóttu í við ritun alfræðirita og sagna þeirra. Einnig eru nokkur merkileg kort frá þessum tímum varðveitt í handritum, svo sem í GKS 1812 III 4to (ff. 5v–6r, c.1225–1250). Nöfn á svæðum og ríkjum á þessu korti eru rúmlega hundrað talsins og ná yfir svæði og lönd í þeim þremur heimsálfum sem þá voru þekktar (Asía, Afríka og Evrópa). Nýjasta greining kortanna ásamt útgáfu af skýringum á kortunum er í fræðibókinni The Mappæ Mundi of Medieval Iceland eftir Dale Kedwards (2020) en stærsta rannsókn um landafræði og íslenska miðaldatexta er enn þá ritið Altnordische Kosmographie: Studien und Quellen zu Weltbild und Weltbeschreibung in Norwegen und Island vom 12. bis zum 14. Jahrhundert eftir Rudolf Simek (1990).

Tilvísanir:
  1. ^ Runic inscription Sö 179 in the 2020 edition of the Scandinavian Runic-text Database, Department of Scandinavian Languages, Uppsala University. http://kulturarvsdata.se/uu/srdb/4013365a-38f1-4ec2-9f39-2c897d5f914a
  2. ^ Runic inscription G 216 in the 2020 edition of the Scandinavian Runic-text Database, Department of Scandinavian Languages, Uppsala University. http://kulturarvsdata.se/uu/srdb/e2fbfec1-5537-40ed-a9fa-2db1a5dfee7b
  3. ^ Sjá töflu Gísla Sigurðssonar 2004, bls. 277.
  4. ^ Sjá einnig Judith Jesch 2001:69–118.

Prentaðar heimildir:
  • Gísli Sigurðsson. 2004. The Medieval Icelandic Saga and Oral Tradition: A Discourse on Method. Cambridge MA og London, Harvard University Press.
  • Jesch, Judith. 2001. Ships and Men in the Late Viking Age: The Vocabulary of Runic Inscriptions and Skaldic Verses. Woodbridge: Boydell & Brewer.
  • Kedwards, Dale. 2020. The Mappæ Mundi of Medieval Iceland. Woodbridge: Boydell & Brewer.
  • Simek, Rudolf. 1990. Altnordische Kosmographie: Studien und Quellen zu Weltbild und Weltbeschreibung in Norwegen und Island vom 12. biz zum 14. Jahrhundert. Berlin og New York: de Gruyter.

Stafrænar heimildir:

Myndir:

Höfundur

Emily Lethbridge

rannsóknardósent á Árnastofnun

Útgáfudagur

6.1.2025

Spyrjandi

Einar Ólafsson

Tilvísun

Emily Lethbridge. „Hvaða nöfn notuðu norrænir menn yfir lönd í Afríku, Ameríku, Evrópu og Asíu á víkingatímum?“ Vísindavefurinn, 6. janúar 2025, sótt 8. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87287.

Emily Lethbridge. (2025, 6. janúar). Hvaða nöfn notuðu norrænir menn yfir lönd í Afríku, Ameríku, Evrópu og Asíu á víkingatímum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87287

Emily Lethbridge. „Hvaða nöfn notuðu norrænir menn yfir lönd í Afríku, Ameríku, Evrópu og Asíu á víkingatímum?“ Vísindavefurinn. 6. jan. 2025. Vefsíða. 8. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87287>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða nöfn notuðu norrænir menn yfir lönd í Afríku, Ameríku, Evrópu og Asíu á víkingatímum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvaða nöfn notuðu norrænir menn yfir lönd í Afríku, Ameríku, Evrópu og Asíu á víkingatímum? Eru til kort sem sýna þessi nöfn?

Nöfn sem notuð voru af norrænum mönnum á víkingatímanum yfir lönd eða svæði í Afríku, Ameríku, Evrópu og Asíu er ekki að finna á neinum kortum frá þeim tíma: tækni bókagerðar (og kortagerðar á blöðum) á Norðurlöndum tíðkaðist ekki fyrr en seinna, í kjölfar þess að kristni var tekin upp. Aðrar heimildir frá víkingatímanum — sér í lagi textar á rúnasteinum — varðveita þó ýmis ríkjaheiti eða nöfn á svæðum (e. choronym) frá þessu tímabili og gefa okkur innsýn í hvert norrænt fólk ferðaðist, til austurs og vesturs.

Á rúnasteini Sö 179 (sem er tímasettur milli 1010 og 1050) stendur til dæmis „Tóla lét reisa stein þenna at son sinn Harald, bróður Ingvars. Þeir fóru drengila fjarri at gulli ok austarla erni gáfu, dóu sunnarla á Serklandi“.[1] Og textinn á rúnasteini G 216 (1050–1100) nefnir Grikkland, Jórsali, Ísland og Serkland.[2]

Rúnasteinninn Sö 179 í Gipsholm í Svíþjóð. Á honum stendur „Tóla lét reisa stein þenna at son sinn Harald, bróður Ingvars. Þeir fóru drengila fjarri at gulli ok austarla erni gáfu, dóu sunnarla á Serklandi.“

Þar sem landamæri og notkun nafna með skírskotun til ákveðins svæðis breytast í tímans rás getur verið erfitt að segja með vissu eða nákvæmlega til hvaða landsvæða nöfnin vísa. Í huga einstaklings sem lét rista textann á G 216 náði Grikkland yfir miklu stærra svæði en það sem núverandi ríkið Grikkland er í dag þar sem undir það féllu þá svæði eða lönd sem tilheyrðu austrómverska veldinu.

Frá nafnfræðilegu sjónarhorni flokkast nöfnin Grikkland og Serkland sem útnöfn (e. exonym), það er að segja nöfn sem utanaðkomandi nota til að vísa í tiltekið svæði eða stað, ekki innnafn (e. endonym), eða nöfn sem íbúar svæðisins myndu nota sjálfir. Við leit í rúnagagnagrunninum Runor má finna nokkur önnur nöfn á ríkjum eða landsvæðum sem norrænir menn notuðu, en þau eru:

Annars er að finna fjölda heita á ríkjum og svæðum í íslenskum miðaldaritum sem eru af ýmsu tagi, þar með talið sögur, kvæði, alfræðirit og trúarrit. Sum þeirra nafna voru að öllum líkindum þekkt af norrænu fólki á víkingatímanum. Góð dæmi hér eru heiti á löndum vestur um haf sem koma fyrir í Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu. Þessar sögur, líklega skrifaðar á 13. öld, lýsa ferðalögum landkönnuða seint á 10. og snemma á 11. öld og nefna í þessu samhengi nöfnin Grænland, Markland, Helluland og Vínland. Fræðimenn eru ekki sammála um til hvaða landsvæðis hvert nafn vísar[3] en það er hins vegar mjög trúlegt að nöfnin eigi uppruna sinn frá því snemma á 11. öld og verið varðveitt í munnlegri geymd áður en þau voru sett niður á blað.

Dróttkvæði varðveita einnig nokkur nöfn sem notuð voru yfir svæði á víkingatímanum. Lista yfir staðarheiti í dróttkvæðum má finna á vefnum Pre-Christian Religions of the North.[4] Heiti á svæðum og löndum utan Evrópu sem eru nafngreind eru meðal annars Bláland (Norður-Afríka), Garðar (austur af Eystrasaltshafi) og Serkland (landsvæði af óvissri stærð í Mið-Austurlöndum).

Heimskort úr handritinu GSK 1812 c.1225–1250

Norrænir menn fyrr á tímum þekktu hins vegar ekki önnur landaheiti sem koma fyrir í íslenskum textum frá miðöldum. Þessi nöfn í íslensku menningarsamhengi eiga uppruna sinn í eldri heimildum, fræðiritum eða trúarritum á latínu sem lærðir menn á Íslandi á 12. öld og seinna sóttu í við ritun alfræðirita og sagna þeirra. Einnig eru nokkur merkileg kort frá þessum tímum varðveitt í handritum, svo sem í GKS 1812 III 4to (ff. 5v–6r, c.1225–1250). Nöfn á svæðum og ríkjum á þessu korti eru rúmlega hundrað talsins og ná yfir svæði og lönd í þeim þremur heimsálfum sem þá voru þekktar (Asía, Afríka og Evrópa). Nýjasta greining kortanna ásamt útgáfu af skýringum á kortunum er í fræðibókinni The Mappæ Mundi of Medieval Iceland eftir Dale Kedwards (2020) en stærsta rannsókn um landafræði og íslenska miðaldatexta er enn þá ritið Altnordische Kosmographie: Studien und Quellen zu Weltbild und Weltbeschreibung in Norwegen und Island vom 12. bis zum 14. Jahrhundert eftir Rudolf Simek (1990).

Tilvísanir:
  1. ^ Runic inscription Sö 179 in the 2020 edition of the Scandinavian Runic-text Database, Department of Scandinavian Languages, Uppsala University. http://kulturarvsdata.se/uu/srdb/4013365a-38f1-4ec2-9f39-2c897d5f914a
  2. ^ Runic inscription G 216 in the 2020 edition of the Scandinavian Runic-text Database, Department of Scandinavian Languages, Uppsala University. http://kulturarvsdata.se/uu/srdb/e2fbfec1-5537-40ed-a9fa-2db1a5dfee7b
  3. ^ Sjá töflu Gísla Sigurðssonar 2004, bls. 277.
  4. ^ Sjá einnig Judith Jesch 2001:69–118.

Prentaðar heimildir:
  • Gísli Sigurðsson. 2004. The Medieval Icelandic Saga and Oral Tradition: A Discourse on Method. Cambridge MA og London, Harvard University Press.
  • Jesch, Judith. 2001. Ships and Men in the Late Viking Age: The Vocabulary of Runic Inscriptions and Skaldic Verses. Woodbridge: Boydell & Brewer.
  • Kedwards, Dale. 2020. The Mappæ Mundi of Medieval Iceland. Woodbridge: Boydell & Brewer.
  • Simek, Rudolf. 1990. Altnordische Kosmographie: Studien und Quellen zu Weltbild und Weltbeschreibung in Norwegen und Island vom 12. biz zum 14. Jahrhundert. Berlin og New York: de Gruyter.

Stafrænar heimildir:

Myndir:...