Hvaða nöfn notuðu norrænir menn yfir lönd í Afríku, Ameríku, Evrópu og Asíu á víkingatímum? Eru til kort sem sýna þessi nöfn?Nöfn sem notuð voru af norrænum mönnum á víkingatímanum yfir lönd eða svæði í Afríku, Ameríku, Evrópu og Asíu er ekki að finna á neinum kortum frá þeim tíma: tækni bókagerðar (og kortagerðar á blöðum) á Norðurlöndum tíðkaðist ekki fyrr en seinna, í kjölfar þess að kristni var tekin upp. Aðrar heimildir frá víkingatímanum — sér í lagi textar á rúnasteinum — varðveita þó ýmis ríkjaheiti eða nöfn á svæðum (e. choronym) frá þessu tímabili og gefa okkur innsýn í hvert norrænt fólk ferðaðist, til austurs og vesturs. Á rúnasteini Sö 179 (sem er tímasettur milli 1010 og 1050) stendur til dæmis „Tóla lét reisa stein þenna at son sinn Harald, bróður Ingvars. Þeir fóru drengila fjarri at gulli ok austarla erni gáfu, dóu sunnarla á Serklandi“.[1] Og textinn á rúnasteini G 216 (1050–1100) nefnir Grikkland, Jórsali, Ísland og Serkland.[2]

Rúnasteinninn Sö 179 í Gipsholm í Svíþjóð. Á honum stendur „Tóla lét reisa stein þenna at son sinn Harald, bróður Ingvars. Þeir fóru drengila fjarri at gulli ok austarla erni gáfu, dóu sunnarla á Serklandi.“
- England (Ög 104, 1010–1050 ásamt mörgum öðrum dæmum)
- Finnland (U 582, 725–1100)
- Frísland (N 540, 1000–1100)
- Garðar (Sö 338, 725–1100)
- Langbarðaland (Sö 65, 725–1100)
- Lífland (Sö 39, 725–1100)
- Saxland (Sö 166, 980–1015)
- Tafeistaland (Gs 13, 1033–1066)
- Virland (U 346, 725–1100)

Heimskort úr handritinu GSK 1812 c.1225–1250
- ^ Runic inscription Sö 179 in the 2020 edition of the Scandinavian Runic-text Database, Department of Scandinavian Languages, Uppsala University. http://kulturarvsdata.se/uu/srdb/4013365a-38f1-4ec2-9f39-2c897d5f914a
- ^ Runic inscription G 216 in the 2020 edition of the Scandinavian Runic-text Database, Department of Scandinavian Languages, Uppsala University. http://kulturarvsdata.se/uu/srdb/e2fbfec1-5537-40ed-a9fa-2db1a5dfee7b
- ^ Sjá töflu Gísla Sigurðssonar 2004, bls. 277.
- ^ Sjá einnig Judith Jesch 2001:69–118.
- Gísli Sigurðsson. 2004. The Medieval Icelandic Saga and Oral Tradition: A Discourse on Method. Cambridge MA og London, Harvard University Press.
- Jesch, Judith. 2001. Ships and Men in the Late Viking Age: The Vocabulary of Runic Inscriptions and Skaldic Verses. Woodbridge: Boydell & Brewer.
- Kedwards, Dale. 2020. The Mappæ Mundi of Medieval Iceland. Woodbridge: Boydell & Brewer.
- Simek, Rudolf. 1990. Altnordische Kosmographie: Studien und Quellen zu Weltbild und Weltbeschreibung in Norwegen und Island vom 12. biz zum 14. Jahrhundert. Berlin og New York: de Gruyter.
- Handrit.is gagnagrunnur, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, www.handrit.is
- Pre-Christian Religions of the North gagnagrunnur, https://prechristianreligions.org/m.php?p=pcrn
- Runor gagnagrunnur, Riksantikvarieämbetet, https://app.raa.se/open/runor/search
- Runic inscription Sö 179 in the 2020 edition of the Scandinavian Runic-text Database, Department of Scandinavian Languages, Uppsala University. https://app.raa.se/open/runor/inscription?id=29fe618f-a799-4e4f-82d7-94a607e51a4e. Eigandi myndar Sörmlands museum. (Sótt 23.12.2024).
- GKS 1812 4to. Handrit.is. https://handrit.is/manuscript/view/is/GKS04-1812. (Sótt 20.12.2024).