
Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.Það eru aðallega 1. og 3. mgr. ákvæðisins sem ber að hafa í huga hér. Í 1. mgr. er tekið fram að menn eiga rétt á því lifa einkalífi sínu í friði. Hér er sú skylda lögð bæði á ríki og einkaaðila að virða einkalíf manna. Í 3. mgr. er tekið fram að takmarka megi þennan rétt með lögum ef “brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra”. Þau réttindi sem undir þetta gætu fallið eru meðal annars tjáningarfrelsi annarra. Í greinargerð með frumvarpi, sem síðar varð að lögum nr. 97/1995, er hugtakið “friðhelgi einkalífs” skilgreint með þessum hætti:
Í friðhelgi einkalífs felst fyrst og fremst réttur manna til að ráða yfir lífi sínu og líkama og til að njóta friðar um lífshætti sína og einkahagi. Jafnframt er litið svo á að tilfinningalíf og tilfinningasambönd njóti verndar samkvæmt ákvæðinu.Eins og sjá má er hugtakið síst af öllu skýrt þröngt. Hvorki í ákvæðinu sjálfu né skýringum með því má greina að atvik sem gerist á almannafæri falli ekki undir ákvæðið. Því er ljóst að atvik sem gerast á veitinga- eða skemmtistað geta notið þeirrar verndar sem ákvæðinu er ætlað að veita. Réttur manna til að tjá hugsanir sínar er ekki síður mikilvægur en rétturinn til einkalífs. Um tjáningarfrelsið segir í 73. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 11. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995:
Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríksisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.

Hver sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, skal sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári.Samkvæmt ákvæðinu er ekki bara ólögmætt að bera einkamálefni annars á torg að ástæðulausu heldur er það einnig refsivert.
Hægt er að lesa meira um friðhelgi einkalífs á Vísindavefnum í svörum við spurningunum:
- Hve langt er lögreglunni heimilt að ganga gagnvart einkalífi einstaklings, án sérstakrar heimildar? eftir Skúla Magnússon.
- Er leyfilegt að hljóðrita símtal án leyfis og útvarpa því svo? eftir Jón Elvar Guðmundsson.
- Má lögreglan koma inn til manns þegar maður er með partí og nágrannarnir hafa kvartað undan hávaða eða einhverju slíku? eftir Sigurð Guðmundsson.
Heimildir og myndir:
- Páll Sigurðsson, Fjölmiðlaréttur, Háskólaútgáfan, Reykjavík 1997.
- Alþingistíðindi 1994-A, bls. 2099-2105.
- Celebrity Pictures: Karen Mulder
- Basic Partying