Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:13 • Sest 13:33 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:31 • Síðdegis: 23:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:12 • Síðdegis: 16:52 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:13 • Sest 13:33 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:31 • Síðdegis: 23:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:12 • Síðdegis: 16:52 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um jólavættinn Krampus?

Dagrún Ósk Jónsdóttir

Víða um heim þekkjast óvættir sem koma til byggða í kringum jólin og refsa börnum sem haga sér illa, einhvers konar andstæða jólasveinsins. Hér á landi er það auðvitað helst Grýla sem vekur ótta og óhug í hjörtum fólks og borðar börn sem haga sér illa í desember. Það verður að teljast frekar líklegt að Grýla og Krampus séu í það minnsta fjarskyldir ættingjar. Krampus er ógurlegur jólavættur sem á rætur í heiðni og tengdist þá hinni heiðnu sólstöðuhátíð sem fagnað var áður en hin kristnu jól tóku við. Krampus þekkist víða um heim en virðist venja komur sínar í kringum Alpana, svo sem í Þýskalandi, Sviss og Austurríki, en hann þekkist líka til dæmis í Ungverjalandi, Slóveníu og Tékklandi. Nafnið Krampus kemur frá germanska orðinu krampen sem þýðir kló (eða klær).

Krampus kemur til byggða 5. desember, degi á undan jólasveininum sem heimsækir börn á þessu svæði. Jólasveinninn færir góðum börnum gjafir, en Krampus refsar þeim sem hafa hagað sér illa. Í útliti minnir Krampus svolítið á skrattann sjálfan, er loðinn, með dökkan feld, hófa, geitarhorn og löng oddhvöss tungan lafir út úr honum. Krampus heimsækir börn sem hegða sér illa um jólin og á til að hýða þau með trjágreinum eða svipu, en treður þeim líka stundum í poka eða tágakörfu sem hann ber á bakinu og fer með þau í fylgsnið sitt þar sem hann étur þau eða drekkir þeim.

Krampus heimsækir börn sem hegða sér illa um jólin og á til að hýða þau með trjágreinum eða svipu, en treður þeim líka stundum í poka og fer með þau í fylgsnið sitt.

Eins og við má búast er kirkjan ekkert sérlega hrifin af Krampus og kaþólska kirkjan hefur lengi bannað hátíðarhöld sem honum tengjast. Stundum birtist hann vafinn í keðjur sem eiga að tákna að djöfullinn hafi verið fjötraður af kristnu kirkjunni, stundum eru keðjurnar skreyttar með bjöllum. Í seinni heimstyrjöldinni reyndu fasistar líka að útrýma Krampusi og þjóðsögum um hann og deildu áróðursplakötum þar sem stóð að Krampus væri illur, en talið var að sögur af þessu tagi gætu haft slæm áhrif á andlega heilsu barna.

Hins vegar var mörgum sem þótti vænt um sögurnar og hefðina og það gekk illa að útrýma henni. Víða á þessu svæði eru því enn haldnir viðburðir þann 5. desember þar sem Krampus er í aðalhlutverki, stundum minna þeir á skrúðgöngur sem kallast þá Krampuslauf eða Krampusarhlaup. Þá má sjá fólk í hryllilegum búningum ganga um göturnar og hræða þá sem fyrir verða, en þetta er oft mikið sjónarspil. Krampus hefur svo nýlega hlotið auknar vinsældir og hátíðarhöld honum til heiðurs breiðst út, ekki síst með aðstoð dægurmenningarinnar. Hann kemur fyrir í þó nokkrum nýlegum jólahryllingsmyndum, þáttum og bókum. Þau sem hafa ekki fengið nóg af hryllingnum um hrekkjavökuna geta því haldið fjörinu áfram og horft á einhverja vel valda bíómynd um Krampus um jólin.

Heimildir og mynd:
  • Bruce, Maurice. 1958. „The Krampus in Styria“, Folklore, 69, 1: 45-47.
  • Ridenour, Al. 2016. The Krampus and the Old, Dark Christmas: Roots and Rebirth of the Folkloric Devil. Feral House.
  • Nikolaus krampus.jpg. Wikimedia Commons. (Sótt 13.12.2024).
  • Gruss vom Krampus.jpg. Wikimedia Commons. (Sótt 13.11.2024).


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Getið þið sagt mér eitthvað um þjóðsöguna um Krampus sem er þýsk þjóðsaga?
Einnig var spurt:
Eru Grýla og Krampus hugsanlega einn og sami vætturinn?

Höfundur

Dagrún Ósk Jónsdóttir

þjóðfræðingur

Útgáfudagur

19.12.2024

Spyrjandi

Brynjar Elvarsson, Ívar Atli Sigurjónsson

Tilvísun

Dagrún Ósk Jónsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um jólavættinn Krampus?“ Vísindavefurinn, 19. desember 2024, sótt 21. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=87157.

Dagrún Ósk Jónsdóttir. (2024, 19. desember). Hvað getið þið sagt mér um jólavættinn Krampus? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87157

Dagrún Ósk Jónsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um jólavættinn Krampus?“ Vísindavefurinn. 19. des. 2024. Vefsíða. 21. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87157>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um jólavættinn Krampus?
Víða um heim þekkjast óvættir sem koma til byggða í kringum jólin og refsa börnum sem haga sér illa, einhvers konar andstæða jólasveinsins. Hér á landi er það auðvitað helst Grýla sem vekur ótta og óhug í hjörtum fólks og borðar börn sem haga sér illa í desember. Það verður að teljast frekar líklegt að Grýla og Krampus séu í það minnsta fjarskyldir ættingjar. Krampus er ógurlegur jólavættur sem á rætur í heiðni og tengdist þá hinni heiðnu sólstöðuhátíð sem fagnað var áður en hin kristnu jól tóku við. Krampus þekkist víða um heim en virðist venja komur sínar í kringum Alpana, svo sem í Þýskalandi, Sviss og Austurríki, en hann þekkist líka til dæmis í Ungverjalandi, Slóveníu og Tékklandi. Nafnið Krampus kemur frá germanska orðinu krampen sem þýðir kló (eða klær).

Krampus kemur til byggða 5. desember, degi á undan jólasveininum sem heimsækir börn á þessu svæði. Jólasveinninn færir góðum börnum gjafir, en Krampus refsar þeim sem hafa hagað sér illa. Í útliti minnir Krampus svolítið á skrattann sjálfan, er loðinn, með dökkan feld, hófa, geitarhorn og löng oddhvöss tungan lafir út úr honum. Krampus heimsækir börn sem hegða sér illa um jólin og á til að hýða þau með trjágreinum eða svipu, en treður þeim líka stundum í poka eða tágakörfu sem hann ber á bakinu og fer með þau í fylgsnið sitt þar sem hann étur þau eða drekkir þeim.

Krampus heimsækir börn sem hegða sér illa um jólin og á til að hýða þau með trjágreinum eða svipu, en treður þeim líka stundum í poka og fer með þau í fylgsnið sitt.

Eins og við má búast er kirkjan ekkert sérlega hrifin af Krampus og kaþólska kirkjan hefur lengi bannað hátíðarhöld sem honum tengjast. Stundum birtist hann vafinn í keðjur sem eiga að tákna að djöfullinn hafi verið fjötraður af kristnu kirkjunni, stundum eru keðjurnar skreyttar með bjöllum. Í seinni heimstyrjöldinni reyndu fasistar líka að útrýma Krampusi og þjóðsögum um hann og deildu áróðursplakötum þar sem stóð að Krampus væri illur, en talið var að sögur af þessu tagi gætu haft slæm áhrif á andlega heilsu barna.

Hins vegar var mörgum sem þótti vænt um sögurnar og hefðina og það gekk illa að útrýma henni. Víða á þessu svæði eru því enn haldnir viðburðir þann 5. desember þar sem Krampus er í aðalhlutverki, stundum minna þeir á skrúðgöngur sem kallast þá Krampuslauf eða Krampusarhlaup. Þá má sjá fólk í hryllilegum búningum ganga um göturnar og hræða þá sem fyrir verða, en þetta er oft mikið sjónarspil. Krampus hefur svo nýlega hlotið auknar vinsældir og hátíðarhöld honum til heiðurs breiðst út, ekki síst með aðstoð dægurmenningarinnar. Hann kemur fyrir í þó nokkrum nýlegum jólahryllingsmyndum, þáttum og bókum. Þau sem hafa ekki fengið nóg af hryllingnum um hrekkjavökuna geta því haldið fjörinu áfram og horft á einhverja vel valda bíómynd um Krampus um jólin.

Heimildir og mynd:
  • Bruce, Maurice. 1958. „The Krampus in Styria“, Folklore, 69, 1: 45-47.
  • Ridenour, Al. 2016. The Krampus and the Old, Dark Christmas: Roots and Rebirth of the Folkloric Devil. Feral House.
  • Nikolaus krampus.jpg. Wikimedia Commons. (Sótt 13.12.2024).
  • Gruss vom Krampus.jpg. Wikimedia Commons. (Sótt 13.11.2024).


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Getið þið sagt mér eitthvað um þjóðsöguna um Krampus sem er þýsk þjóðsaga?
Einnig var spurt:
Eru Grýla og Krampus hugsanlega einn og sami vætturinn?

...