Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjar eru líkurnar að ég fái fuglaflensuna?

EDS

Eins og staðan er í dag (apríl 2006) eru harla litlar líkur á að þú smitist af fuglaflensunni.

Í fyrsta lagi smitast fuglaflensan ekki á milli manna.

Í öðru lagi hefur flensan ekki enn greinst í fuglum á Íslandi þó líkur á að hún berist fljótlega hingað til lands hafi aukist verulega eftir að svanur drapst úr veikinni í Skotlandi.

Í þriðja lagi er ekki vitað til þess að smit hafi borist í menn úr villtum fuglum þannig að þó svo að flensan berist seinna hingað til lands með farfuglum þá þýðir það ekki að mönnum stafi sjálfkrafa hætta af henni.

Í fjórða lagi má benda á að í þeim tilfellum sem menn hafa smitast af fuglaflensu hefur smit borist úr alifuglum, og eru helstu smitleiðirnar snerting við líkamsvessa eða saur fuglanna. Þar sem venjulegir borgarar eiga almennt ekki mikið samneyti við alifugla, og sýktum dýrum er aldrei slátrað til manneldis hér á landi, er ólíklegt að þorri fólks komist í þannig snertingu við sýkt dýr að smit hljótist af. Ef svo ólíklega vildi til að fólk fengi smitað kjöt þá drepst fuglaflensuveiran við hitameðferð auk þess sem magn veirunnar í kjöti er lítið, jafnvel verulega undir sýkingarskammti.

Þrátt fyrir það sem hér hefur verið sagt er ástæða til þess að gæta varúðar í umgengni við fugla og er ráðleggingar þess efnis að finna á heimasíðu embættis yfirdýralæknis. Meðal annars er fólki ráðlagt að forðast snertingu við sjúka eða dauða fugla og þvo hendur vandlega áður en matar er neytt.

Þetta svar gengur út frá því að fuglaflensa geti ekki smitast á milli manna. Verði hins vegar stökkbreytingar á veirunni þannig að smit geti borist manna á milli er ómögulegt að segja hvað muni gerast, hvernig veiran muni hegða sér, hversu hratt hún breiðist út og svo framvegis. En meðan veiran smitast ekki á milli manna eru líkurnar á því að ég og þú smitist afar litlar.

Hægt er að lesa meira um fuglaflensu á Vísindavefnum í svörunum:

Einnig má benda á vefi Landlæknisembættisins og embættis yfirdýralæknis og vefinn Fuglaflensa.is.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.4.2006

Spyrjandi

Orri Helgason, f. 1994

Tilvísun

EDS. „Hverjar eru líkurnar að ég fái fuglaflensuna?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5803.

EDS. (2006, 6. apríl). Hverjar eru líkurnar að ég fái fuglaflensuna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5803

EDS. „Hverjar eru líkurnar að ég fái fuglaflensuna?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5803>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru líkurnar að ég fái fuglaflensuna?
Eins og staðan er í dag (apríl 2006) eru harla litlar líkur á að þú smitist af fuglaflensunni.

Í fyrsta lagi smitast fuglaflensan ekki á milli manna.

Í öðru lagi hefur flensan ekki enn greinst í fuglum á Íslandi þó líkur á að hún berist fljótlega hingað til lands hafi aukist verulega eftir að svanur drapst úr veikinni í Skotlandi.

Í þriðja lagi er ekki vitað til þess að smit hafi borist í menn úr villtum fuglum þannig að þó svo að flensan berist seinna hingað til lands með farfuglum þá þýðir það ekki að mönnum stafi sjálfkrafa hætta af henni.

Í fjórða lagi má benda á að í þeim tilfellum sem menn hafa smitast af fuglaflensu hefur smit borist úr alifuglum, og eru helstu smitleiðirnar snerting við líkamsvessa eða saur fuglanna. Þar sem venjulegir borgarar eiga almennt ekki mikið samneyti við alifugla, og sýktum dýrum er aldrei slátrað til manneldis hér á landi, er ólíklegt að þorri fólks komist í þannig snertingu við sýkt dýr að smit hljótist af. Ef svo ólíklega vildi til að fólk fengi smitað kjöt þá drepst fuglaflensuveiran við hitameðferð auk þess sem magn veirunnar í kjöti er lítið, jafnvel verulega undir sýkingarskammti.

Þrátt fyrir það sem hér hefur verið sagt er ástæða til þess að gæta varúðar í umgengni við fugla og er ráðleggingar þess efnis að finna á heimasíðu embættis yfirdýralæknis. Meðal annars er fólki ráðlagt að forðast snertingu við sjúka eða dauða fugla og þvo hendur vandlega áður en matar er neytt.

Þetta svar gengur út frá því að fuglaflensa geti ekki smitast á milli manna. Verði hins vegar stökkbreytingar á veirunni þannig að smit geti borist manna á milli er ómögulegt að segja hvað muni gerast, hvernig veiran muni hegða sér, hversu hratt hún breiðist út og svo framvegis. En meðan veiran smitast ekki á milli manna eru líkurnar á því að ég og þú smitist afar litlar.

Hægt er að lesa meira um fuglaflensu á Vísindavefnum í svörunum:

Einnig má benda á vefi Landlæknisembættisins og embættis yfirdýralæknis og vefinn Fuglaflensa.is....