Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1523 svör fundust
Hvenær er næsta helgi?
Upprunlega spurningin hljóðaði svo:Myndi þetta ekki flokkast undir málvísindi? Í dag er fimmtudagurinn 3. nóvember árið 2016. Hvenær er næsta helgi? Svarmöguleikar eru 4.-6. nóvember og 11.-13. nóvember. Hér er einnig svarað spurningu Hauks Más:Ef við erum í miðri viku og sagt er um næstu helgi. Hvort er verið ...
Er allt gert úr frumum?
Svarið við þessu fer svolítið eftir því hvað átt er við með orðinu „allt“, hvort þar sé verið að vísa til allra lífvera eða hvort átt sé við ALLT í stærra samhengi. Í niðurlagi svars Halldórs Þormars við spurningunni Hver uppgötvaði frumuna? er minnst á frumukenninguna en samkvæmt henni er fruman frumeining all...
Hvernig er borgaraleg ferming?
Borgaraleg ferming er skilgreind á þennan hátt í Íslenskri orðabók: Hátíðleg athöfn sem ekki tengist kirkju eða kristni en er haldin fyrir börn á fermingaraldri (í kjölfar fræðslu um siðfræðileg og félagsleg efni).Hér skal lítið fjallað um hina kristnu fermingu og samanburð þar á milli en einungis bent á þetta sva...
Hvernig varð heimurinn til?
Vísindamenn telja að alheimurinn hafi orðið til í Miklahvelli. Edwin Hubble komst að því á 3. áratug síðustu aldar að heimurinn væri að þenjast út en hann tók eftir því að ljósið sem barst frá fjarlægum vetrarbrautum virtist fjarlægjast okkur. En ef alheimurinn er að þenjast út er ljóst að efnið í heiminum hefur á...
Hvaðan kemur orðasambandið 1700 og súrkál?
Súrkál þekktist hér á landi að minnsta kosti frá lokum 17. aldar. Í ritinu Íslensk matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur (1999:298–299) er kafli um súrkál og hvernig það var unnið. Samkvæmt því var oftast notað gulrófukál sem skorið var smátt og sett út í síað skyr eða stundum súrmjólk. Þótti þetta ágætis matur á ...
Hvað þýðir orðið „víma“ og hver er uppruni þess?
Öll spurningin hljóðaði svona:Hvað þýðir orðið „víma“? Hver er uppruni þess eða af hverju er það dregið? Einnig eru til kk orðið vími og sagnorðið að víma. Þýða þau það sama? Kvenkynsorðið víma þekkist frá 17. öld og hefur fleiri en eina merkingu, ‘ölvun; svimi; leiðsla; doði, deyfð’. Nú á dögum er það oft nota...
Hver er uppruni orðsins kórvilla?
Í heild var spurningin svona: Hver er uppruni orðsins ,kórvilla’ og hvað er átt við með kór-? Samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:810) merkir nafnorðið kórvilla annars vegar ‘stórkostleg mistök, afdrifaríkt glappaskot, höfuðvilla’ en hins vegar ‘helsta rangfærsla í fræðikenningu, trúarsetningu’. Elsta dæmi í r...
Hvað eru skynsamleg rök?
Með "rökum" er átt við röksemdafærslu, það er að settar eru fram ein eða fleiri fullyrðingar - sem kallaðar eru forsendur - og ályktun eða niðurstaða, sem fullyrt er á grundvelli forsendnanna. Með öðrum orðum, forsendurnar styðja niðurstöðuna, eða þeim er að minnsta kosti ætlað að styðja hana. Almennt má segja, að...
Hver var fæða geirfuglsins og hvernig var hreiðrið?
Geirfuglinn (Pinguinus impennis, e. great auk eða garefowl) lifði áður fyrr á eyjum og skerjum á norðanverðu Atlantshafi. Eins og flestum er kunnugt þá var síðasti geirfuglinn veiddur við Eldey árið 1844. Þó að geirfuglinn hafi ekki verið fleygur var hann afburða sundfugl. Rannsóknir á fæðuleifum geirfuglsins á...
Geta hundar og kettir átt afkvæmi saman?
Nei, hundar og kettir geta ekki átt saman afkvæmi, ekki einu sinni þó allt færi í "hund og kött" eins og sagt er. Þó hundar (Canis familiaris) og kettir (Felis catus) séu bæði rándýr (Carnivore) eru þau alltof fjarskyld til að æxlun og frjóvgun í kjölfar hennar sé möguleg. Köttum og hundum getur verið vel til vi...
Hvernig æxlast kolkrabbar?
Æxlun kolkrabba (Octopoda) fer þannig fram að karldýrið notar einn af sínum átta örmum til þess að koma sæði í kvendýrið. Armurinn sem notaður er í þessum tilgangi nefnist hectocotylus og er ummyndaður þannig að hann getur flutt sáðsekkina inn í möttulhol kvendýrsins þar sem æxlun fer fram. Kvendýrið getur hal...
Við hvaða götur er átt við þegar menn fara ekki í grafgötur um eitthvað?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað eru grafgötur og hvað merkir orðasambandið að fara (ekki) í grafgötur með eitthvað? Orðið grafgötur er fleirtöluorð og merkir 'djúpar, niðurgrafnar götur, niðurgrafnir stígar'. Það er notað í orðasamböndunum fara ekki í grafgötur um eitthvað eða ganga ekki í gr...
Hvers vegna halla hundar undir flatt?
Sennilegasta skýringin á því að hundar halla oft undir flatt þegar fólk talar við þá er að þeir séu að reyna að heyra betur. Eyrun eru staðsett á hliðum höfuðsins og bylgjurnar berast ekki beint í þau. Með því að halla undir flatt þá breyta þeir afstöðu eyrnanna gagnvart hljóðinu og geta numið það betur. Yngri ...
Í dag var mjög stór geitungur inni á heimili okkar, er þetta ný tegund?
Inn á heimili spyrjandans hefur komið drottning sem er nývöknuð af vetrardvala en drottningarnar eru mun stærri en þernur hvort sem um er að ræða holugeitunga (Paravespula vulgaris), trjágeitunga (Dolichovespula norwegica) eða húsageitunga (Vespula germanica). Á vorin verður fólk vart við drottningar sem vakna...
Hvert er stærsta rándýr á landi?
Stærstu rándýr á landi eru kodiak-birnir (U. arctos middentorffi) og kamtsjatka-birnir (U. arctos beringianus), sem eru hvort tveggja deilitegundir brúnbjarna (Ursus arctos). Ekki er óalgengt að karldýr kodiak-bjarnarins vegi meira en 700 kg og dæmi eru um dýr sem voru felld og vógu meira en tonn. Kamtsjatka-birni...