Myndi þetta ekki flokkast undir málvísindi? Í dag er fimmtudagurinn 3. nóvember árið 2016. Hvenær er næsta helgi? Svarmöguleikar eru 4.-6. nóvember og 11.-13. nóvember.Hér er einnig svarað spurningu Hauks Más:
Ef við erum í miðri viku og sagt er um næstu helgi. Hvort er verið að tala um helgina sem er að koma eða helgina eftir viku?Merkingarfræði flokkast til málvísinda og hér er verið að spyrjast fyrir um merkingu. Orðið næstur er lýsingarorð í hástigi (efsta stigi), miðstigið er nærri. Hástigið er notað um stað eða tíma, til dæmis hann er næstur í röðinni, hún býr í næsta húsi, hvenær fer næsti strætó. Upphaflega merkti helgi ‘helgur dagur, sunnudagur, gjarna ásamt síðari hluta laugardags’. En helgi merkir einnig ‘frídagur’, til dæmis sunnudagur og laugardagur þegar ekki er unnið (gjarnan að föstudagskvöldi meðtöldu)’ (ÍO 2002: 566). Næsta helgi á eftir fimmtudeginum 3. nóvember er þá laugardagurinn 5. og sunnudagurinn 6., 4. telst með ef við lítum á föstdagskvöldið sem fríkvöld. 11.–13. nóvember væri þá þarnæsta helgi. Heimild:
- Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa aukin og endurbætt. A–L. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
- workplace | E K A T O | Flickr. Myndrétthafi er E K A T O. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 28.12.2016).