Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Æxlun kolkrabba (Octopoda) fer þannig fram að karldýrið notar einn af sínum átta örmum til þess að koma sæði í kvendýrið. Armurinn sem notaður er í þessum tilgangi nefnist hectocotylus og er ummyndaður þannig að hann getur flutt sáðsekkina inn í möttulhol kvendýrsins þar sem æxlun fer fram.
Kvendýrið getur haldið sæðisfrumunum lifandi í nokkrar vikur, eða þar til eggin ná fullum þroska. Því næst ganga eggin niður í möttulholið og frjóvgast þar.
Kolkrabbar að æxlast, karldýrið til hægri.
Eftir æxlun hrygnir kvendýrið í bæli sitt, sem er einhvers konar hola sem hún gerir á sjávarbotninum. Það fer eftir tegundum hvort hún festir eggin á undirlag í bælinu eða hengir þau upp á einhvers konar þráð við bælið. Kerla heldur vörð um eggin og ver þau fyrir ýmsum afræningjum sem kynnu að hafa áhuga á þeim. Auk þess tryggir hún að nægjanlegur straumur leiki um eggin svo þau skorti ekki súrefni. Úr eggjunum koma svo lirfur sem fljóta um hafið.
Það er mjög breytilegt eftir tegundum hversu langt tímabilið frá hrygningu að klaki er. Hjá einni tegund atlantshafskolkrabba varir það einna lengst, alls einn mánuð. Á þessum tíma nærist kvendýrið ekkert og deyr að klaki loknu.
Karldýrin verða heldur ekki langlíf eftir að þau fjölga sér því þau deyja fáeinum mánuðum eftir æxlunina.
Frekari fróðleikur um kolkrabba á Vísindavefnum:
Jón Már Halldórsson. „Hvernig æxlast kolkrabbar?“ Vísindavefurinn, 11. nóvember 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49374.
Jón Már Halldórsson. (2008, 11. nóvember). Hvernig æxlast kolkrabbar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49374
Jón Már Halldórsson. „Hvernig æxlast kolkrabbar?“ Vísindavefurinn. 11. nóv. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49374>.