Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til eitraðir kolkrabbar við Ísland?

Jón Már Halldórsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvað eru margar tegundir kolkrabba hér við Ísland og hversu stórir geta þeir orðið. Eru einhverjir þeirra eitraðir?
Sennilegt er að tvær tegundir kolkrabba lifi við Ísland. Önnur tegundin nefnist á ensku ‘lesser octopus’ eða ‘curled octopus’ (Eledone cirrhosa) en hina hefur mér ekki tekist að fá nafngreinda. Líffræðingur á Fræðasetrinu í Sandgerði kvaðst vera með nokkur eintök af skepnunni en ekki vita um tegundaheitið.

Eins og allir kolkrabbar er E. cirrhosa rándýr. Samkvæmt rannsóknum norskra vísindamanna eru þessir kolkrabbar miklir tækifærissinnar í fæðuvali. Í maga þeirra hafa fundist fjölmargar tegundir burstaorma, humrar, rækjur, margar tegundir tífættra krabba (decapoda) og álar auk margra smærri fiska. E. cirrhosa á sér marga óvini, til dæmis seli, og leifar af tegundinni hafa fundist í maga þorsks. Aðrir fiskar sem lifa á E. cirrhosa eru til dæmis skötuselur og langa. Búrhvalir sækja einnig mikið í ýmsa kolkrabba og smokkfiska, þeirra á meðal þessa tegund. E. cirrhosa finnst iðulega á 0–500 metra dýpi og getur verið frá 40-50 cm á lengd með örmum.



Rannsóknir á munnvatni nokkurra tegunda kolkrabba, þar á meðal íslensku tegundarinnar Eledone cirrhosa, hefur sýnt fram á að í því er eitrað fjölpeptíð sem nefnist ‘eledoisin’. Þetta eitur hefur lamandi áhrif á slétta vöðva hryggdýra.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.12.2002

Spyrjandi

Linda Holm

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru til eitraðir kolkrabbar við Ísland?“ Vísindavefurinn, 18. desember 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2965.

Jón Már Halldórsson. (2002, 18. desember). Eru til eitraðir kolkrabbar við Ísland? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2965

Jón Már Halldórsson. „Eru til eitraðir kolkrabbar við Ísland?“ Vísindavefurinn. 18. des. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2965>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til eitraðir kolkrabbar við Ísland?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvað eru margar tegundir kolkrabba hér við Ísland og hversu stórir geta þeir orðið. Eru einhverjir þeirra eitraðir?
Sennilegt er að tvær tegundir kolkrabba lifi við Ísland. Önnur tegundin nefnist á ensku ‘lesser octopus’ eða ‘curled octopus’ (Eledone cirrhosa) en hina hefur mér ekki tekist að fá nafngreinda. Líffræðingur á Fræðasetrinu í Sandgerði kvaðst vera með nokkur eintök af skepnunni en ekki vita um tegundaheitið.

Eins og allir kolkrabbar er E. cirrhosa rándýr. Samkvæmt rannsóknum norskra vísindamanna eru þessir kolkrabbar miklir tækifærissinnar í fæðuvali. Í maga þeirra hafa fundist fjölmargar tegundir burstaorma, humrar, rækjur, margar tegundir tífættra krabba (decapoda) og álar auk margra smærri fiska. E. cirrhosa á sér marga óvini, til dæmis seli, og leifar af tegundinni hafa fundist í maga þorsks. Aðrir fiskar sem lifa á E. cirrhosa eru til dæmis skötuselur og langa. Búrhvalir sækja einnig mikið í ýmsa kolkrabba og smokkfiska, þeirra á meðal þessa tegund. E. cirrhosa finnst iðulega á 0–500 metra dýpi og getur verið frá 40-50 cm á lengd með örmum.



Rannsóknir á munnvatni nokkurra tegunda kolkrabba, þar á meðal íslensku tegundarinnar Eledone cirrhosa, hefur sýnt fram á að í því er eitrað fjölpeptíð sem nefnist ‘eledoisin’. Þetta eitur hefur lamandi áhrif á slétta vöðva hryggdýra.

Heimildir og myndir:...