Hvað eru margar tegundir kolkrabba hér við Ísland og hversu stórir geta þeir orðið. Eru einhverjir þeirra eitraðir?Sennilegt er að tvær tegundir kolkrabba lifi við Ísland. Önnur tegundin nefnist á ensku ‘lesser octopus’ eða ‘curled octopus’ (Eledone cirrhosa) en hina hefur mér ekki tekist að fá nafngreinda. Líffræðingur á Fræðasetrinu í Sandgerði kvaðst vera með nokkur eintök af skepnunni en ekki vita um tegundaheitið.


Rannsóknir á munnvatni nokkurra tegunda kolkrabba, þar á meðal íslensku tegundarinnar Eledone cirrhosa, hefur sýnt fram á að í því er eitrað fjölpeptíð sem nefnist ‘eledoisin’. Þetta eitur hefur lamandi áhrif á slétta vöðva hryggdýra. Heimildir og myndir:
- The Eurosquid um kolkrabba og smokkfiska
- Mynd
- Kort