Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það satt að kolkrabbar séu ekki með rautt blóð?

Jón Már Halldórsson

Í blóði hryggdýra og fjölda hryggleysingja er það sameindin blóðrauði (hemóglóbín) sem miðlar súrefni til fruma líkamans. Bygging blóðrauðans er raunar breytileg milli þessara hópa en þeir eiga það sameiginlegt að blóðið í þeim er rautt þegar það er súrefnisríkt. Blóðrauða er að finna í blóðfrumum og hann hefur að geyma járn sem myndar rauðan lit með súrefni.

Blóðrauði miðlar hinsvegar ekki súrefni í blóði kolkrabba. Höfuðfætlingar (Cephalopoda), sem kolkrabbar teljast til, ásamt nokkrum öðrum hópum hryggleysingja, svo sem sumra krabbadýra, Merostomata, Chilopoda og áttfætlna, nýta sameindina hembláma (e. hemocyanin) í þeim tilgangi. Í hembláma er að finna kopar (í stað járns í blóðrauða), hann er því litlaus þegar engin súrefnissameind er bundin honum en blár þegar binding á sér stað.

Með öðrum orðum, súrefnisríka blóðið í kolkrabbanum er blátt á lit en súrefnissnauða blóðið er litlaust.

Heimildir og mynd:
  • Withers P.C. 1992. Comparative animal physiology. Saunders College Publ. New York
  • Man and Mollusc

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.4.2003

Spyrjandi

Helgi Kristjánsson, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er það satt að kolkrabbar séu ekki með rautt blóð?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3309.

Jón Már Halldórsson. (2003, 4. apríl). Er það satt að kolkrabbar séu ekki með rautt blóð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3309

Jón Már Halldórsson. „Er það satt að kolkrabbar séu ekki með rautt blóð?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3309>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það satt að kolkrabbar séu ekki með rautt blóð?
Í blóði hryggdýra og fjölda hryggleysingja er það sameindin blóðrauði (hemóglóbín) sem miðlar súrefni til fruma líkamans. Bygging blóðrauðans er raunar breytileg milli þessara hópa en þeir eiga það sameiginlegt að blóðið í þeim er rautt þegar það er súrefnisríkt. Blóðrauða er að finna í blóðfrumum og hann hefur að geyma járn sem myndar rauðan lit með súrefni.

Blóðrauði miðlar hinsvegar ekki súrefni í blóði kolkrabba. Höfuðfætlingar (Cephalopoda), sem kolkrabbar teljast til, ásamt nokkrum öðrum hópum hryggleysingja, svo sem sumra krabbadýra, Merostomata, Chilopoda og áttfætlna, nýta sameindina hembláma (e. hemocyanin) í þeim tilgangi. Í hembláma er að finna kopar (í stað járns í blóðrauða), hann er því litlaus þegar engin súrefnissameind er bundin honum en blár þegar binding á sér stað.

Með öðrum orðum, súrefnisríka blóðið í kolkrabbanum er blátt á lit en súrefnissnauða blóðið er litlaust.

Heimildir og mynd:
  • Withers P.C. 1992. Comparative animal physiology. Saunders College Publ. New York
  • Man and Mollusc
...