Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var fæða geirfuglsins og hvernig var hreiðrið?

Jón Már Halldórsson

Geirfuglinn (Pinguinus impennis, e. great auk eða garefowl) lifði áður fyrr á eyjum og skerjum á norðanverðu Atlantshafi. Eins og flestum er kunnugt þá var síðasti geirfuglinn veiddur við Eldey árið 1844.

Þó að geirfuglinn hafi ekki verið fleygur var hann afburða sundfugl. Rannsóknir á fæðuleifum geirfuglsins á Funk-eyju undan ströndum Nýfundnalands sýna að hann hefur að mestu veitt sér fisk til matar. Helst voru það tegundir af ætt þorskfiska á stærðarbilinu 12-22 cm og stundum jafnvel enn stærri eða allt að 30 cm að lengd.

Geirfuglinn var sjálfur nokkuð stór eins og algengt er meðal fuglategunda sem hafa glatað flughæfileikanum. Hann var rúmlega 70 cm á lengd og vó sennilega um 5 kg. Þó að líkamsbygging geirfuglsins hafi óneitanlega minnt á mörgæs var hann af ætt svartfugla og einna skyldastur álku. Vistfræðilega séð var hann þó líkari mörgæsum.

Geirfuglinn lagði ekkert til hreiðurgerðar líkt og flestir aðrir bjargfuglar af svartfuglaætt. Hann verpti aðeins í einhvers konar klettaskál þar sem eggið gat ekki oltið úr stað.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Einnig er vakin athygli á síðu Náttúrugripasafnsins í Hollandi. Þar er hægt að skoða þrívíða mynd af útliti fuglsins sem hægt er að snúa að vild. Til að kalla þetta fram þarf að smella á tenglana sem eru fyrir neðan myndina af geirfuglinum á síðunni.

Mynd: Iceland WorldWide. Höfundaréttur Jón Baldur Hlíðberg.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.12.2006

Spyrjandi

Berglind Sigurðardóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver var fæða geirfuglsins og hvernig var hreiðrið?“ Vísindavefurinn, 11. desember 2006, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6430.

Jón Már Halldórsson. (2006, 11. desember). Hver var fæða geirfuglsins og hvernig var hreiðrið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6430

Jón Már Halldórsson. „Hver var fæða geirfuglsins og hvernig var hreiðrið?“ Vísindavefurinn. 11. des. 2006. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6430>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var fæða geirfuglsins og hvernig var hreiðrið?
Geirfuglinn (Pinguinus impennis, e. great auk eða garefowl) lifði áður fyrr á eyjum og skerjum á norðanverðu Atlantshafi. Eins og flestum er kunnugt þá var síðasti geirfuglinn veiddur við Eldey árið 1844.

Þó að geirfuglinn hafi ekki verið fleygur var hann afburða sundfugl. Rannsóknir á fæðuleifum geirfuglsins á Funk-eyju undan ströndum Nýfundnalands sýna að hann hefur að mestu veitt sér fisk til matar. Helst voru það tegundir af ætt þorskfiska á stærðarbilinu 12-22 cm og stundum jafnvel enn stærri eða allt að 30 cm að lengd.

Geirfuglinn var sjálfur nokkuð stór eins og algengt er meðal fuglategunda sem hafa glatað flughæfileikanum. Hann var rúmlega 70 cm á lengd og vó sennilega um 5 kg. Þó að líkamsbygging geirfuglsins hafi óneitanlega minnt á mörgæs var hann af ætt svartfugla og einna skyldastur álku. Vistfræðilega séð var hann þó líkari mörgæsum.

Geirfuglinn lagði ekkert til hreiðurgerðar líkt og flestir aðrir bjargfuglar af svartfuglaætt. Hann verpti aðeins í einhvers konar klettaskál þar sem eggið gat ekki oltið úr stað.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Einnig er vakin athygli á síðu Náttúrugripasafnsins í Hollandi. Þar er hægt að skoða þrívíða mynd af útliti fuglsins sem hægt er að snúa að vild. Til að kalla þetta fram þarf að smella á tenglana sem eru fyrir neðan myndina af geirfuglinum á síðunni.

Mynd: Iceland WorldWide. Höfundaréttur Jón Baldur Hlíðberg....