Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Vísindamenn telja að alheimurinn hafi orðið til í Miklahvelli. Edwin Hubble komst að því á 3. áratug síðustu aldar að heimurinn væri að þenjast út en hann tók eftir því að ljósið sem barst frá fjarlægum vetrarbrautum virtist fjarlægjast okkur. En ef alheimurinn er að þenjast út er ljóst að efnið í heiminum hefur áður legið þéttar saman. Í raun hefur það í upphafi legið óendanlega þétt saman og atburðurinn sem við nefnum Miklahvell varð þegar efnið fór að þenjast út.
Alheimurinn er að þenjast út.
Erfitt er að ákvarða hve gamall alheimurinn er en talið er Miklihvellur hafi gerst fyrir um 15 milljörðum ára. Sólkerfið okkar varð til fyrir um 5 milljörðum ára og jörðin fyrir um 4,5 milljörðum ára.
Ekki var um eiginlega sprengingu að ræða í Miklahvelli heldur má hugsa sem svo að rúmið sjálft hafi þanist út og samfara því allt efnið. En þá gæti vaknað spurning um hvað var til fyrir Miklahvell en því svarar Tryggvi Þorgeirsson á þennan hátt í svari við spurninunni: Hvernig varð alheimurinn til? sem þetta svar er einmitt byggt á:
Að sjálfsögðu er nánast ómögulegt að ímynda sér allt efni alheimsins í óendanlega þéttu ástandi. Við slíkar aðstæður bregðast jafnvel öll þekkt eðlisfræðilögmál og því er ekki hægt að gera sér grein fyrir ástandi alheimsins þá, og enn síður ástandinu fyrir Miklahvell. Í raun er því merkingarlaust að tala um það sem gerðist fyrir Miklahvell því að við höfum engar leiðir til að skilja það, tíminn sjálfur var ekki einu sinni til!
Hvað var til áður en geimurinn varð til? Var bara allt svart?
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.