Athyglisvert er að brautir reikistjarnanna eru allar með sömu umferðarstefnu og í næstum sömu sléttu í stað þess að dreifast til dæmis jafnt um kúlu með miðju í sól. Þetta er eins og ef sólin væri á miðju borðstofuborðinu heima hjá okkur og þá væru reikistjörnurnar allar á ferð eftir borðinu með sömu umferðarstefnu, í stað þess að ein færi eftir lóðréttum hring eða sporbaug í stefnuna norður-suður, önnur eftir hring í stefnuna austur-vestur, sumar eftir hallandi hringjum og svo framvegis. En þegar reikistjörnurnar eru allar í sömu sléttu (borðinu) með sömu umferðarstefnu leggst umferðarsnúningur þeirra saman og þær hjálpast allar að til að varðveita hverfiþungann sem gasskýið hafði í upphafi. Þessi regla í umferðunum er því ekki tilviljun. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvernig varð jörðin til? eftir Tryggva Þorgeirsson
- Af hverju er sólin til? eftir Árdísi Elíasdóttur og Gunnlaug Björnsson
- Hvernig varð tunglið til? eftir Sævar Helga Bragason
- Hvernig eru plánetur og reikistjörnur skilgreindar? eftir Sævar Helga Bragason og Þorstein Vilhjálmsson
- Af hverju eru til svona margir hnettir í sólkerfinu? eftir SHB
- Af hverju gerði Guð fleiri plánetur en sólina, jörðina og tunglið? eftir ÞV
- Hvers vegna ganga reikistjörnur eftir sporbaug? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Hvernig geta hnettirnir snúist í kringum sólina? eftir ÞV
- Braut Plútós sker braut Úranusar og Neptúnusar. Gætu þessar reikistjörnur þá ekki rekist hver á aðra? eftir Einar Örn Þorvaldsson
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.