Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru til svona margir hnettir í sólkerfinu?

SHB

Sólkerfið okkar myndaðist fyrir um 4500-4600 milljón árum úr risastóru gas- og rykskýi. Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig varð sólin til? segir að höggbylgja frá stjörnusprengingum í skýinu hafi komið róti á það sem varð til þess að það féll saman og snerist sífellt hraðar. Þar segir ennfremur:

Hún [geimþokan] flattist út og varð að stórri skífu. Í miðjunni myndaðist sólin en á skífunni í kring um kjarnann mynduðust reikistjörnurnar.

Við áframhaldandi samþjöppun varð massi frumsólarinnar meiri og meiri. Eftir hugsanlega margar ármilljónir tóku frumeindakjarnar vetnis að renna saman og mynda helín og þá var sólin okkar orðin til. Við þennan kjarnasamruna verður til mikil orka bæði sem varmi og ljós.

Reikistjörnurnar mynduðust á svipaðan hátt. Efnisagnir í skýinu sem snerust umhverfis frumsólina, sem þá var að myndast, hnoðuðust saman og mynduðu stærri efnisheildir. Úr þessum efnisheildum urðu reikistjörnurnar til.

Stærstu hnettir sólkerfisins urðu kúlulaga vegna þyngdarkraftsins sem verkaði milli efnisagnanna. Í svari við spurningunni Hvers vegna eru plánetur hnöttóttar en ekki kassalaga? segir:

Myndun sólstjarna, reikistjarna og tungla gerist í aðalatriðum þannig að gas í geimnum safnast í kekki sem dragast síðan saman vegna innbyrðis aðdráttar agnanna í kekkjunum. Þessi aðdráttur er ekkert annað en þyngdarkraftur og er nákvæmlega sama eðlis og krafturinn sem heldur hafinu að jörðinni. Hann leitast því til dæmis við að gefa kekkinum kúlulögun. Sú viðleitni truflast að vísu stundum af snúningi í kekkinum sem er þó ekkert aðalatriði hér. En kúlulögunin stafar sem sagt af þyngdarkraftinum eða með öðrum orðum af því að staðarorka efnisins í kekkinum er minnst þegar hann tekur á sig þá lögun.

En hvers vegna urðu hnettirnir svona margir? Líklega hefur stærð skýsins og tilviljun ein ráðið því að það mynduðust níu reikistjörnur en ekki tíu eða ellefu.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

18.4.2005

Spyrjandi

Una Guðmundsdóttir

Tilvísun

SHB. „Af hverju eru til svona margir hnettir í sólkerfinu?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2005, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4910.

SHB. (2005, 18. apríl). Af hverju eru til svona margir hnettir í sólkerfinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4910

SHB. „Af hverju eru til svona margir hnettir í sólkerfinu?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2005. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4910>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru til svona margir hnettir í sólkerfinu?
Sólkerfið okkar myndaðist fyrir um 4500-4600 milljón árum úr risastóru gas- og rykskýi. Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig varð sólin til? segir að höggbylgja frá stjörnusprengingum í skýinu hafi komið róti á það sem varð til þess að það féll saman og snerist sífellt hraðar. Þar segir ennfremur:

Hún [geimþokan] flattist út og varð að stórri skífu. Í miðjunni myndaðist sólin en á skífunni í kring um kjarnann mynduðust reikistjörnurnar.

Við áframhaldandi samþjöppun varð massi frumsólarinnar meiri og meiri. Eftir hugsanlega margar ármilljónir tóku frumeindakjarnar vetnis að renna saman og mynda helín og þá var sólin okkar orðin til. Við þennan kjarnasamruna verður til mikil orka bæði sem varmi og ljós.

Reikistjörnurnar mynduðust á svipaðan hátt. Efnisagnir í skýinu sem snerust umhverfis frumsólina, sem þá var að myndast, hnoðuðust saman og mynduðu stærri efnisheildir. Úr þessum efnisheildum urðu reikistjörnurnar til.

Stærstu hnettir sólkerfisins urðu kúlulaga vegna þyngdarkraftsins sem verkaði milli efnisagnanna. Í svari við spurningunni Hvers vegna eru plánetur hnöttóttar en ekki kassalaga? segir:

Myndun sólstjarna, reikistjarna og tungla gerist í aðalatriðum þannig að gas í geimnum safnast í kekki sem dragast síðan saman vegna innbyrðis aðdráttar agnanna í kekkjunum. Þessi aðdráttur er ekkert annað en þyngdarkraftur og er nákvæmlega sama eðlis og krafturinn sem heldur hafinu að jörðinni. Hann leitast því til dæmis við að gefa kekkinum kúlulögun. Sú viðleitni truflast að vísu stundum af snúningi í kekkinum sem er þó ekkert aðalatriði hér. En kúlulögunin stafar sem sagt af þyngdarkraftinum eða með öðrum orðum af því að staðarorka efnisins í kekkinum er minnst þegar hann tekur á sig þá lögun.

En hvers vegna urðu hnettirnir svona margir? Líklega hefur stærð skýsins og tilviljun ein ráðið því að það mynduðust níu reikistjörnur en ekki tíu eða ellefu....