Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær fannst Úranus?

Sævar Helgi Bragason

Úranus var fyrsta reikistjarnan sem var uppgötvuð sérstaklega, því að þær sem menn vissu um fyrir sjást allar með berum augum. Þarna var að verki enski organistinn og stjörnuáhugamaðurinn William Herschel (1738-1822) þegar hann beindi heimasmíðuðum spegilsjónauka til himins. Hann var sjálfmenntaður áhugastjörnufræðingur og vissi því ekki af getgátum sem voru uppi um "týndar reikistjörnur". Þegar hann sá Úranus var hann ekki að leita að reikistjörnu. Áhugi hans beindist að stjörnunum sjálfum en ekki sólkerfinu, og þegar hann sá reikistjörnuna í fyrsta sinn var hann að kynna sér fastastjörnur himinsins á kerfisbundinn hátt, eina í einu.

William Herschel (1738 – 1822).

Hinn 13. mars árið 1781 var hann kominn yfir í Tvíburamerkið og rakst þar á fyrirbæri sem menn höfðu áður talið stjörnu. Úranus hafði nefnilega sést mörgum sinnum áður en menn alltaf talið hana stjörnu. Árið 1690 skráði meira að segja konunglegi enski stjörnufræðingurinn John Flamsteed (1646-1719) hana sem 34 Tauri (Tauri = Nautið). Herschel var hins vegar með svo góðan sjónauka og var sjálfur svo góður athugandi að hann gat strax greint fyrirbærið frá öðrum stjörnum. Þetta fyrirbæri var "annað hvort þokukennd stjarna eða jafnvel halastjarna" ritaði hann í dagbók sína.

Herschel vissi að ef fyrirbærið væri í sólkerfinu myndi það hreyfast merkjanlega miðað við stirndan bakgrunninn. Hann hélt því áfram að rannsaka þetta og fjórum dögum síðar tók hann eftir að viðfangsefni hans hafði hreyfst. Fyrirbærið var ekki þekkt pláneta og Herschel gerði því ráð fyrir að það væri halastjarna.

Vinur hans sem þekkti nokkra vísindamenn, lét konunglega stjörnufræðinginn Nevil Maskelyne (1732-1811) og Thomas Hornsby (1733-1810), stjörnufræðiprófessor Oxfordháskóla, vita. Þeir ákváðu að gera sjálfir athuganir á svæðinu þar sem Herschel sagðist hafa séð "halastjörnuna" en hvorugur sá neitt athyglisvert. Það leið því nokkur tími áður en þeir gátu greint "halastjörnu" Herschels. Þegar brautin hafði loks verið reiknuð út kom í ljós að fyrirbærið var reikistjarna og því sú fyrsta sem menn höfðu uppgötvað sérstaklega.

Herschel vildi að reikistjarnan yrði nefnd Georgium Sidus eða "Stjarna Georgs" til heiðurs velunnara sínum Georgi III Bretlandskonungi. Aðrir nefndu þó þessa nýuppgötvuðu plánetu einfaldlega "Herschel". Það var hins vegar þýski stjörnufræðingurinn Johann Elert Bode (1747-1826) sem stakk fyrstur upp á nafninu "Úranus" í samræmi við öll hin nöfnin á reikistjörnunum sem heita eftir rómverskum guðum. Nafnið hlaut þó ekki almenna viðurkenningu fyrr en árið 1850, um 70 árum eftir uppgötvun hennar.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

28.5.2001

Spyrjandi

Hafsteinn Óttarsson

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvenær fannst Úranus?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2001, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1649.

Sævar Helgi Bragason. (2001, 28. maí). Hvenær fannst Úranus? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1649

Sævar Helgi Bragason. „Hvenær fannst Úranus?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2001. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1649>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær fannst Úranus?
Úranus var fyrsta reikistjarnan sem var uppgötvuð sérstaklega, því að þær sem menn vissu um fyrir sjást allar með berum augum. Þarna var að verki enski organistinn og stjörnuáhugamaðurinn William Herschel (1738-1822) þegar hann beindi heimasmíðuðum spegilsjónauka til himins. Hann var sjálfmenntaður áhugastjörnufræðingur og vissi því ekki af getgátum sem voru uppi um "týndar reikistjörnur". Þegar hann sá Úranus var hann ekki að leita að reikistjörnu. Áhugi hans beindist að stjörnunum sjálfum en ekki sólkerfinu, og þegar hann sá reikistjörnuna í fyrsta sinn var hann að kynna sér fastastjörnur himinsins á kerfisbundinn hátt, eina í einu.

William Herschel (1738 – 1822).

Hinn 13. mars árið 1781 var hann kominn yfir í Tvíburamerkið og rakst þar á fyrirbæri sem menn höfðu áður talið stjörnu. Úranus hafði nefnilega sést mörgum sinnum áður en menn alltaf talið hana stjörnu. Árið 1690 skráði meira að segja konunglegi enski stjörnufræðingurinn John Flamsteed (1646-1719) hana sem 34 Tauri (Tauri = Nautið). Herschel var hins vegar með svo góðan sjónauka og var sjálfur svo góður athugandi að hann gat strax greint fyrirbærið frá öðrum stjörnum. Þetta fyrirbæri var "annað hvort þokukennd stjarna eða jafnvel halastjarna" ritaði hann í dagbók sína.

Herschel vissi að ef fyrirbærið væri í sólkerfinu myndi það hreyfast merkjanlega miðað við stirndan bakgrunninn. Hann hélt því áfram að rannsaka þetta og fjórum dögum síðar tók hann eftir að viðfangsefni hans hafði hreyfst. Fyrirbærið var ekki þekkt pláneta og Herschel gerði því ráð fyrir að það væri halastjarna.

Vinur hans sem þekkti nokkra vísindamenn, lét konunglega stjörnufræðinginn Nevil Maskelyne (1732-1811) og Thomas Hornsby (1733-1810), stjörnufræðiprófessor Oxfordháskóla, vita. Þeir ákváðu að gera sjálfir athuganir á svæðinu þar sem Herschel sagðist hafa séð "halastjörnuna" en hvorugur sá neitt athyglisvert. Það leið því nokkur tími áður en þeir gátu greint "halastjörnu" Herschels. Þegar brautin hafði loks verið reiknuð út kom í ljós að fyrirbærið var reikistjarna og því sú fyrsta sem menn höfðu uppgötvað sérstaklega.

Herschel vildi að reikistjarnan yrði nefnd Georgium Sidus eða "Stjarna Georgs" til heiðurs velunnara sínum Georgi III Bretlandskonungi. Aðrir nefndu þó þessa nýuppgötvuðu plánetu einfaldlega "Herschel". Það var hins vegar þýski stjörnufræðingurinn Johann Elert Bode (1747-1826) sem stakk fyrstur upp á nafninu "Úranus" í samræmi við öll hin nöfnin á reikistjörnunum sem heita eftir rómverskum guðum. Nafnið hlaut þó ekki almenna viðurkenningu fyrr en árið 1850, um 70 árum eftir uppgötvun hennar.

Heimildir og mynd:

...