Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3014 svör fundust
Hvað vitum við um Gunnbjarnarsker? Hvar eru þau eða voru?
Gunnbjarnarskerja er getið í samhljóða frásögnum Landnámabókar, Eiríks sögu rauða og Ólafs sögu Tryggvasonar þar sem lýst er fyrirætlun Eiríks rauða um að rannsaka lönd vestan við Ísland: „… hann ætlaði að leita lands þess, er Gunnbjörn son Úlfs kráku sá, er hann rak vestur um Ísland, þá er hann fann Gunnbjarna...
Eru til sérstakir íslenskir steinar?
Í stuttu máli eru ekki til neinir „sérstakir íslenskir steinar“ í þeim skilningi að þeir finnist hvergi nema hér. Hins vegar eru nokkrir steinar sem mætti kalla einkennandi fyrir Ísland. Með steinum er hér annars vegar átt við berg (grjót) og hins vegar steindir (steintegundir). Steind er skilgreind sem krist...
Hver var Zaraþústra?
Zaraþústra var spámaður í Persíu, þar sem nú er Íran. Hann var upphafsmaður þeirra trúarbragða sem kennd eru við hann, Zaraþústratrúar. Ekki er með öllu ljóst hvenær Zaraþústra var uppi og hafa ártöl allt frá 6000 til 600 fyrir okkar tímatal verið nefnd. Líklegast þykir að hann hafi verið uppi einhvern tíma milli ...
Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman?
Það má leggja fleiri en eina merkingu í orðið „land“ en í þessu svari er gert ráð fyrir að það merki sjálfstætt ríki þótt það sé kannski þröng skilgreining. Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu er Bretland heiti á ríki sem nær yfir svæðin England, Skotland, Wales og Norður-Írland auk eyja í grennd. Á ensku kallast ...
Hvaða dóm hlaut Sælokk í leikritinu Kaupmaður í Feneyjum eftir Shakespeare?
Feneyingurinn Bassaníó er ástfanginn af auðkonunni Portsíu og hyggst fara í bónorðsför til hennar en skortir fé. Hann leitar þá ráða hjá vini sínum Antóníó sem er kaupmaður í Feneyjum. Antóníó á ekki handbært fé en vill aðstoða vin sinn með því að taka lán, enda á hann von á skipum úr siglingum, hlöðnum varningi. ...
Hverjir eru maóríar og hver er uppruni þeirra?
Maóríar eru frumbyggjar Nýja-Sjálands. Forfeður þeirra sigldu þangað frá Austur-Pólýnesíu, það er Tahítí, Samóaeyjum og Tonga, seint á 13. öld, eða um 1280. Rannsóknir á þróun tungumála og DNA-rannsóknir sýna fram á uppruna þeirra, en núverandi tungumál þeirra svipar mjög til tungumálsins sem er talað á þeim slóðu...
Hvað er nýklassík?
Á íslensku er hugtakið nýklassík eða nýklassismi aðallega notað um tónlistarstefnu sem spratt upp í París snemma á 20. öld. Stefnan var að ýmsu leyti andsvar við nútímalegum impressjónisma. Tónskáld sem aðhylltust nýklassísk leituðu fanga í tónlist 18. aldar en sóttu einnig í enn eldri hefðir, til að mynda barokk ...
Hvað olli frostavetrinum mikla 1918?
Janúarmánuður var langkaldasti mánuður frostavetursins 1918, svo kaldur að hann stendur einn undir nafngiftinni. Mjög eindregin norðanátt var ríkjandi í mánuðinum og hún var venju fremur köld vegna þess að sérlega mikill hafís var í norðurhöfum, bæði í Austur-Grænlandsstraumnum og í Barentshafi. Haustið 1917 v...
Hvernig byrjaði galdrafárið á Íslandi og hvert var hlutverk almennings?
Hugtakið „galdrafár“ hlýtur að taka mið af ofsóknum í garð meintra galdranorna og galdrakarla, fremur en athöfnum þeirra sem slíkra. Slíkar ofsóknir urðu hvað ákafastar í flestum löndum Vestur-Evrópu á síðustu árum 16. aldar og fram eftir 17. öld, þannig að tugir þúsunda voru teknar af lífi, einkum konur. Á Ísland...
Hvað er átt við með auga fyrir auga og tönn fyrir tönn og hvaðan kemur það?
„Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“ hefur orðið að föstu orðatiltæki í vestrænum heimi, sem vísar til grundvallarlögmáls í lögum og rétti fornra samfélaga, svokallað lex talionis, „lög jafns endurgjalds“ eða „endurgjaldsrefsingu“. Merking latneska orðsins talio felur í sér að einhverjum sé endurgoldið í sömu mynt...
Hver er munurinn á engli og erkiengli?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað er erkiengill? (Guðmunda Dagbjört) Hverjir "eru" erkienglarnir (nöfn)? (Jóhanna Kristín) Hverjir voru og hvaða hlutverk gegndu englarnir Michael og Gabríel? (Rúnar Sighvatsson) Á engla er víða minnst í Biblíunni, eða ríflega 300 sinnum, og hafa þeir löngum verið snar...
Hvenær og af hverju var byrjað að halda upp á áramótin á Íslandi?
Mjög breytilegt er og hefur verið um heim allan hvenær haldið er upp á áramót. Sem dæmi má nefna að Kínverjar hafa eigin áramót sem lúta allt öðrum reglum en hér á Vesturlöndum. Í Evrópu var byrjun ársins lengi vel einnig mjög á reiki. Rómverjar höfðu í öndverðu látið árið hefjast 1. mars og mánaðarheitin bera...
Hvað getið þið sagt mér um tarantúlur?
Almennt er talað um allar tegundir köngulóa af ættinni Theraphosidae sem tarantúlur. Upphaflega var tegundin Lycosa tarentula (e. wolf spider) sem lifir í Suður-Evrópu kölluð tarantúla en þessi tegund tilheyrir þó ekki Theraphosidae heldur ættinni Lycosidea. Lycosa tarentula er tiltölulega stór könguló, um 2,5 cm ...
Hvaða skáld samdi heilræðavísur og hvað má segja um slíkan kveðskap?
Upphaflega var spurningin: „Hver samdi heilræðavísur?“ Þekktustu heilræðavísur á íslensku eru eftir sr. Hallgrím Pétursson (1614–1674), en um hann má lesa í svari Kristjáns Eiríkssonar við spurningunni Getið þið sagt mér sem mest um Hallgrím Pétursson? Fyrsta erindi vísnanna hljómar eflaust kunnuglega í eyrum m...
Hvar eru koppagrundir?
Spurningin í heild hljóðaði svona: Heyrði talað um daginn um að eitthvað væri út um allar koppagrundir. Er það rétt? Stundum hef ég heyrt að eitthvað sé út um allar þorpagrundir. Getið þið frætt okkur meira um þetta? Elsta ritheimild um koppagrundir, sem ég hef fundið, er úr dagblaðinu Tímanum frá 1951 og þ...