Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 951 svör fundust
Af hverju segjum við yfirleitt lambalæri en ekki lambslæri þegar við kaupum eitt læri?
Í orðinu lambslæri er um að ræða samsetningu þar sem fyrri liður stendur í eignarfalli eintölu. Í lambalæri gæti fyrri liður verið eignarfall fleirtölu eða orðið getur verið svokölluð bandstafssamsetning. Vel er hægt að fara í verslun og biðja um eitt lambslæri og tvö lambalæri. Ekkert er rangt við það en oftast b...
Hvað er átt við með möru og tröð þegar menn fá martröð?
Orðið martröð ‘áköf vanlíðan og vanmáttur í svefni’ er sett saman af orðunum mara og tröð. Orðið mara um óvættina þekktist þegar í fornu máli. Í Ynglinga sögu (13. kafla) sem er í fyrsta hluta Heimskringlu segir frá því að höfðingja nokkurn, Vanlanda að nafni, syfjaði mjög af göldrum sem Huld seiðkona bruggaði hon...
Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?
Upprunlega hljóðaði spurningin svona:Í Hvalfirði er landsvæði sem heitir Kjós. Nálægt Skaftafelli, inn af Morsárdal er líka landsvæði sem heitir Kjós. Spurningin er hvað gerir landsvæði að Kjós? Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós? Orðið kjós merkti í fornu máli ‚þröng vík‘ en merkir n...
Af hverju er það kallað „að koma einhverjum fyrir kattarnef" þegar einhver er myrtur eða látinn hverfa?
Orðtakið að koma einhverjum fyrir kattarnef merkir ‛gera út af við einhvern/eitthvað, láta einhvern/eitthvað hverfa’. Það þekkist frá því á 19. öld. Í ritinu Íslenzkt orðtakasafn (I:310) bendir Halldór Halldórsson á að til sé eldra orðtak, að koma einhverjum fyrir Hattar nef, sem sé kunnugt frá 17. öld. ...
Hvernig hefur munnvatn úr leðurblöku áhrif á storknun blóðs?
Í munnvatni leðurblaka af tegundum Desmodus spp. sem í daglegu tali eru nefndar vampírur er efni hefur áhrif á storknun blóðs. Þetta efni er hvati sem nefnist á fræðimáli desmoteplase (DSPA). Hann hefur það hlutverk að óvirkja storkuprótín í blóði fórnarlambsins og koma í veg fyrir storknun þess svo blóðið flæði ó...
Heitir borð þessu nafni vegna þess að við borðum við það eða er sögnin leidd af orðinu borð?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Köllum við borð þessu nafni því við borðum við það eða segjumst við “borða” því við borðum við borð? Hvort er nefnt eftir hverju? Sögnin að borða þekkist þegar í fornu máli en þá virðist merkingin vera ‘ganga eða sitja til borðs til þess að matast’ og ‘framreiða mált...
Hvar var borgin Sparta og hverjir voru Spartverjar?
Sparta er borg sem stóð við fljótið Evrótas á sunnanverðum Pelópsskaga á Grikklandi. Til forna lá borgin skammt frá þeim stað þar sem borgin Sparte (borið fram Spartí) er nú. Blómatími Spörtu var frá 6. öld f.Kr. fram á 4. öld f.Kr. Borginni tilheyrði stórt landsvæði sem skiptist í tvo hluta: Lakóníu (eða Lakedæmó...
Hvað eru interferón?
Interferón eru flokkur prótína sem tilheyra ónæmisviðbrögðum líkamans. Þau eru mynduð af frumum sem hafa sýkst af sýklum (veirum, bakteríum, sníkjudýrum) eða eru mynduð gegn æxlisfrumum. Interferón finnast í öllum hryggdýrum og tilheyra svokölluðum frumuboðum (e. cytokines) sem eru stór flokkur sykurprótína sem st...
Hvernig getur maður komið í veg fyrir mikinn svita þó maður sé ekki að reyna neitt á sig?
Svitamyndun er aðferð líkamans til að kæla sig. Þess vegna svitnum við meira í heitu veðri en köldu. Einnig svitnum við meira ef við erum undir andlegu eða tilfinningalegu álagi. Aðrar orsakir fyrir svita eru lágur blóðsykur, kryddaður matur, áfengi, ýmis lyf, koffín, líkamleg áreynsla, tíðahvörf hjá konum, krabba...
Hvaða rannsóknir hefur Terry Gunnell stundað?
Terry Gunnell er prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands og stýrir meistaranámi í norrænni trú í þeirri grein. Á sínum ferli hefur hann skipulagt og kennt námskeið um þjóðsagnafræði, hátíðir, leiki og skemmtanir, norræna trú, sviðslistafræði, Tolkien, leiklist, leiklistarfræði, miðaldaleiklist, nútímaleikhús, I...
Af hverju er Vatnajökull ekki á Norðurlandi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Þar sem meðalhiti frá miðbaugi lækkar í átt að norðurpólnum má búast við að stærsti jökull Íslands sé á Norður-Íslandi en Vatnajökull er á Suður-Íslandi. Hver er skýringin á þessu? Jöklar myndast þar sem veðurfar er slíkt árum saman, að snjóa setur meir að vetri en nær að l...
Hvað getið þið sagt mér um Hraunfossa og Barnafoss?
Hraunfossar er heiti fallegra smáfossa sem renna undan Hallmundarhrauni út í Hvítá. Vatnið í fossunum er tært lindarvatn en jökulvatn er í Hvítá svo andstæður fossanna og Hvítár eru þarna miklar. Ofan við Hraunfossa eru litlir fossar eða flúðir í Hvítá, og kallast þær einu nafni Barnafoss. Þar fellur Hvítá fram af...
Hvert var hægt að keyra árið 1918?
Árið 1918 var víða hægt að komast leiðar sinnar akandi á Íslandi, annaðhvort í hestvögnum eða bifreiðum. Bílaöld hófst hér árið 1913 í Hafnarfirði og Reykjavík en hestvagnar til farþegaflutninga voru eldri í hettunni. Vegagerð á Íslandi var í bernsku á þessum árum og vegir víðast hvar vondir. Það tók lungann úr tu...
Hvers vegna hverfa sumar spurningar á vefnum? Er óþægilegt að svara þeim eða er um samsæri yfirvalda að ræða?
Aðeins örfáar spurningar hafa verið teknar viljandi út af listanum um "spurningar í vinnslu" enn sem komið er. Ástæður hafa verið nokkrar:Spurning þegar komin, eins eða svipuð, og búið að birta svar. Þá er reynt að sameina spurningarnar og bæta til dæmis nafni seinni spyrjanda við á upphaflegu spurningunni. Dæmi u...
Hvar í kringum landið eru stærstar fiskitorfur?
Það eru einkum svokallaðir uppsjávarfiskar sem safnast oft í torfur er geta verið mjög misstórar. Algengustu uppsjávarfiskarnir og þeir sem mest veiðast eru loðna og síld. Allt fram á 7. áratuginn voru miklar síldargöngur við Norður- og Austurland sem komu alla leið frá hrygningarstöðvum sínum við Noreg til Ís...