Í Hvalfirði er landsvæði sem heitir Kjós. Nálægt Skaftafelli, inn af Morsárdal er líka landsvæði sem heitir Kjós. Spurningin er hvað gerir landsvæði að Kjós? Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?Orðið kjós merkti í fornu máli ‚þröng vík‘ en merkir nú 'kvos, dalur eða dæld' (Íslensk orðabók, 778; Ásgeir Blöndal Magnússon, 468).

Kjós í mynni Hrafnsfjarðar í Jökulfjörðum stendur undir nafni sem þröng vík. Nú merkir orðið kjós 'kvos, dalur eða dæld'.
- Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók. Reykjavík 1989.
- Íslandsatlas. Fimmta prentun endurskoðuð. Reykjavík 2015.
- Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri: Mörður Árnason. 3. prentun. Reykjavík 2005.
- Norsk stadnamnleksikon. Jørn Sandnes og Ola Stemshaug (útg.). Oslo 1976.
- Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 4. 5. 2016)