Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er Vatnajökull ekki á Norðurlandi?

Helgi Björnsson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Þar sem meðalhiti frá miðbaugi lækkar í átt að norðurpólnum má búast við að stærsti jökull Íslands sé á Norður-Íslandi en Vatnajökull er á Suður-Íslandi. Hver er skýringin á þessu?

Jöklar myndast þar sem veðurfar er slíkt árum saman, að snjóa setur meir að vetri en nær að leysa að sumri. Stærstu jöklar á Íslandi eru á suður- og miðhálendinu vegna þess að mesti hluti úrkomu berst til landsins með suðlægum vindum frá Norður-Atlantshafi. Rakt loft berst inn á suðurströndina og rís snöggt þegar það mætir fjöllum, og kólnar svo að vatnsgufa þéttist, ískristallar myndast, regn og snjór fellur til jarðar. Á toppi stærstu jökulhvelanna er meðalhiti undir eða nærri frostmarki allan ársins hring og mestur hluti úrkomunnar fellur sem snjór. Ofan við hjarnmörk í 1100-1300 m hæð nær ekki allan snjó að leysa að sumri og þaðan skríður því ís niður á jökulsporðana. Rúmlega helmingur af yfirborði jöklanna nær yfir hjarnmörkin, en einungis um 10% af botni þeirra, svo að ef jöklarnir hyrfu kæmu þeir ekki aftur við núverandi loftslag. Þá yrðu einungis smájöklar eftir á hæstu fjallstoppum.

Á toppi stærstu jökulhvelanna er meðalhiti undir eða nærri frostmarki allan ársins hring og mestur hluti úrkomunnar fellur sem snjór. Kortið sýnir meðalhita á Íslandi 1961-1990.

Efst í sunnanverðum Vatnajökli og á Mýrdalsjökli, yfir 1.300 m, fer ársúrkoma yfir 4.000–5.000 mm, og mest í 7.000 mm, en hún nær 3.500 mm á Hofsjökli og á Langjökli. Norðan við hálendið er loftið orðið þurrt og úrkoma mun minni en sunnanlands; minnst norðan við Vatnajökul, aðeins 400 mm. Á miðhálendi Íslands ná allmargir brattir fjallstindar 1.400 m y. s. og á þeim eru litlir jöklar. Á þurrviðrasömustu svæðum inn til landsins, er ársúrkoma aðeins 400–700 mm, svo að snælína fer yfir 1.600 m í regnskugga norðan við Vatnajökul. Við norðurströnd landsins fellur hún niður í 1.100 m. Á Tröllaskaga eru um eitt hundrað litlir hvilftarjöklar, sem oft vita mót norðri, og eru yfir megindölum og umhverfis hæstu fjallstinda, sem ná 1.300–1.500 m hæð. Þar fá fjallstindar allt að 3.000 mm ársúrkomu sem að miklu leyti berst með norðlægum áttum. Skafrenningur eykur snjósöfnun í skálar og margir jöklar leynast í þröngum dölum þar sem sól nær ekki til þeirra. Nokkrir smájöklar eru einnig á Kaldbak, milli Eyjafjarðar og Skjálfanda og á Flateyjardal.

Meðalúrkoma ársins 1971-2000.

Síðasta jökulskeiði lauk fyrir um 10.000 árum og á næstu þúsund árum hvarf ísinn hratt af mestum hluta landsins. Hjarnmörk risu þá um 400-500 m. Talið er að fyrir um 2.500 árum hafi jöklar aðeins verið á hæstu fjöllum landsins enda meðalárshiti um þúsundir ára verið 2-3 ℃ hærri en nú er. En þá kólnaði svo að hjarnmörk féllu og jöklar tóku að vaxa og skríða niður af hæstu fjöllum, þeir runnu saman og mynduðu þá meginjökla sem enn eru hér á landi, Vatnajökul, Langjökul, Hofsjökul og Mýrdalsjökul. Stærstir urðu síðan þessir jöklar seint á 19. öld við lok nokkurra alda kuldaskeiðs.

Myndir:

Svarið er að nokkrum hluta unnið úr texta í bók höfundar Jöklar á Íslandi sem út kom 2009.

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

15.8.2022

Síðast uppfært

18.8.2022

Spyrjandi

Ewald Vervaet

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Af hverju er Vatnajökull ekki á Norðurlandi?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2022, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83880.

Helgi Björnsson. (2022, 15. ágúst). Af hverju er Vatnajökull ekki á Norðurlandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83880

Helgi Björnsson. „Af hverju er Vatnajökull ekki á Norðurlandi?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2022. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83880>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er Vatnajökull ekki á Norðurlandi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Þar sem meðalhiti frá miðbaugi lækkar í átt að norðurpólnum má búast við að stærsti jökull Íslands sé á Norður-Íslandi en Vatnajökull er á Suður-Íslandi. Hver er skýringin á þessu?

Jöklar myndast þar sem veðurfar er slíkt árum saman, að snjóa setur meir að vetri en nær að leysa að sumri. Stærstu jöklar á Íslandi eru á suður- og miðhálendinu vegna þess að mesti hluti úrkomu berst til landsins með suðlægum vindum frá Norður-Atlantshafi. Rakt loft berst inn á suðurströndina og rís snöggt þegar það mætir fjöllum, og kólnar svo að vatnsgufa þéttist, ískristallar myndast, regn og snjór fellur til jarðar. Á toppi stærstu jökulhvelanna er meðalhiti undir eða nærri frostmarki allan ársins hring og mestur hluti úrkomunnar fellur sem snjór. Ofan við hjarnmörk í 1100-1300 m hæð nær ekki allan snjó að leysa að sumri og þaðan skríður því ís niður á jökulsporðana. Rúmlega helmingur af yfirborði jöklanna nær yfir hjarnmörkin, en einungis um 10% af botni þeirra, svo að ef jöklarnir hyrfu kæmu þeir ekki aftur við núverandi loftslag. Þá yrðu einungis smájöklar eftir á hæstu fjallstoppum.

Á toppi stærstu jökulhvelanna er meðalhiti undir eða nærri frostmarki allan ársins hring og mestur hluti úrkomunnar fellur sem snjór. Kortið sýnir meðalhita á Íslandi 1961-1990.

Efst í sunnanverðum Vatnajökli og á Mýrdalsjökli, yfir 1.300 m, fer ársúrkoma yfir 4.000–5.000 mm, og mest í 7.000 mm, en hún nær 3.500 mm á Hofsjökli og á Langjökli. Norðan við hálendið er loftið orðið þurrt og úrkoma mun minni en sunnanlands; minnst norðan við Vatnajökul, aðeins 400 mm. Á miðhálendi Íslands ná allmargir brattir fjallstindar 1.400 m y. s. og á þeim eru litlir jöklar. Á þurrviðrasömustu svæðum inn til landsins, er ársúrkoma aðeins 400–700 mm, svo að snælína fer yfir 1.600 m í regnskugga norðan við Vatnajökul. Við norðurströnd landsins fellur hún niður í 1.100 m. Á Tröllaskaga eru um eitt hundrað litlir hvilftarjöklar, sem oft vita mót norðri, og eru yfir megindölum og umhverfis hæstu fjallstinda, sem ná 1.300–1.500 m hæð. Þar fá fjallstindar allt að 3.000 mm ársúrkomu sem að miklu leyti berst með norðlægum áttum. Skafrenningur eykur snjósöfnun í skálar og margir jöklar leynast í þröngum dölum þar sem sól nær ekki til þeirra. Nokkrir smájöklar eru einnig á Kaldbak, milli Eyjafjarðar og Skjálfanda og á Flateyjardal.

Meðalúrkoma ársins 1971-2000.

Síðasta jökulskeiði lauk fyrir um 10.000 árum og á næstu þúsund árum hvarf ísinn hratt af mestum hluta landsins. Hjarnmörk risu þá um 400-500 m. Talið er að fyrir um 2.500 árum hafi jöklar aðeins verið á hæstu fjöllum landsins enda meðalárshiti um þúsundir ára verið 2-3 ℃ hærri en nú er. En þá kólnaði svo að hjarnmörk féllu og jöklar tóku að vaxa og skríða niður af hæstu fjöllum, þeir runnu saman og mynduðu þá meginjökla sem enn eru hér á landi, Vatnajökul, Langjökul, Hofsjökul og Mýrdalsjökul. Stærstir urðu síðan þessir jöklar seint á 19. öld við lok nokkurra alda kuldaskeiðs.

Myndir:

Svarið er að nokkrum hluta unnið úr texta í bók höfundar Jöklar á Íslandi sem út kom 2009....