Köllum við borð þessu nafni því við borðum við það eða segjumst við “borða” því við borðum við borð? Hvort er nefnt eftir hverju?Sögnin að borða þekkist þegar í fornu máli en þá virðist merkingin vera ‘ganga eða sitja til borðs til þess að matast’ og ‘framreiða máltíð’. Nafnorðið borð var til í fleiri en einni merkingu til forna rétt eins og nú. Um er að ræða ‘matborð, vinnuborð’ og ‘borðstokk á skipi’. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:72) er talið að sögnin að borða ‘snæða, matast’ sé leidd af (mat)borð. Heimildir:
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Rafræn útgáfa er aðgengilega á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, arnastofnun.is undir Málið.is).
- Ordbog over det norrøne prosasprog. 2000. 2: ban–da. Dálkur 603. Den arnamagnæanske kommission, København.
- Hópur af börnum situr við borð, 1910-1920 - Flickr. (Sótt 22.06.2020).