Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 104 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Er vatn á Íslandi betra en annars staðar í heiminum, og þá af hverju?

Hér á landi er reglubundið eftirlit með gæðum neysluvatns í höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og framkvæmt í samræmi við reglugerð um neysluvatn frá 1995. Sýni eru tekin reglulega á hverjum stað og fer fjöldi sýna eftir fólksfjölda á hverju svæði. Sem dæmi má nefna að í Reykjavík eru tekin um 180 sýni á ár...

category-iconFöstudagssvar

Er til visku- eða þekkingarbrunnur?

Vissulega er til viskubrunnur, jafnvel margir. Eins og alþjóð veit er sá þekktasti kenndur við Mími nokkurn sem mun vera gæslumaður hans. Þessi brunnur er uppspretta fróðleiks og visku og er þetta staðfest í Gylfaginningu:þar er Mímisbrunnur, er spekt og manvit er í fólgið, og heitir sá Mímir er á brunninn. Ha...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða fisktegundir veiddust í Genesaretvatni þegar Jesús var uppi og hvaða fisktegundir veiðast þar enn?

Frá upphafi skráðrar sögu svæðisins við Genesaretvatn hefur vatnið verið ríkuleg uppspretta fæðu. Fjölmargir sem bjuggu við vatnið réru til fiskjar og hafa gert svo í þúsundir ára. Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að snemma á bronsöld, eða á tímabilinu 3300-2300 f.Kr., voru stundaður fiskveiðar í vatninu. Eng...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er staðan með Aralvatn í dag?

Aralvatn, sem staðsett er á landamærum Kasakstan og Úsbekistan í Mið-Asíu, var um miðja síðustu öld fjórða stærsta vatn í heimi, þá 68 þúsund ferkílómetrar að stærð. Árið 1960 ákváðu stjórnvöld í Sovétríkjunum að beina framburði Syr Darya og Amu Darya fljótanna úr sínum hefðbundna farveg og yfir á ræktarsvæði sem ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er gosórói?

Gosórói nefnist titringur sem stafar af, eða tengist, hreyfingu bergkviku í jarðskorpunni. Ólíkt hnik- eða brotskjálftum - jarðskjálftum sem skyndileg losun bergspennu veldur, til dæmis í misgengjum - er uppspretta gosóróa langvarandi samfelld spennulosun og birtist sem löng röð lágtíðni-smáskjálfta (M< 2). Tv...

category-iconNæringarfræði

Er D-vítamín í ávöxtum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Er D-vítamín í ávöxtum? Ég er of há, með of mikið D-vítamín í blóðinu. Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega nei. D-vítamín finnst ekki í ávöxtum. Upplýsingar um innihald næringarefna í matvælum eru víða aðgengilegar, meðal annars í næringarefnatöflum sem Matís teku...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að mjólka hvali og selja úr þeim mjólkina?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Er hægt að mjólka hval? Eru einhverjir sem selja hvalamjólk? Áður en þessari spurningu er svarað er rétt að útskýra fyrst hvalaspenann. Eins og aðrar spendýramæður hafa hvalamæður spena. Speninn er að vísu ekki sýnilegur nema þegar hann er örvaður. Spenarnir eru tveir og st...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að búa til andþyngdarafl?

Eðlilegt er að þessi spurning komi upp og eðlisfræðingar hafa vissulega velt henni fyrir sér. Hún snýst um það hvort til sé fráhrindikraftur sem væri í hlutfalli við massa hlutarins sem hann verkar á og mundi upphefja þyngdarkraftinn eða vinna gegn honum. Svarið er að flestir vísindamenn telja afar ólíklegt að slí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru menn einu kjötæturnar meðal prímata?

Forsenda þessarar spurningar er ekki alveg rétt því kjötát er mun útbreiddara meðal fremdardýra (prímata) en margir gera sér grein fyrir. Áður fyrr var almennt talið að einu fremdardýrin sem stunduðu reglubundið kjötát væru menn og simpansar (Pan troglodytes). Fræðimenn hafa þó lengi vitað af meira og útbreiddara ...

category-iconNæringarfræði

Er hafragrautur hollur?

Í fljótu bragði má svara spurningunni hvort hafragrautur sé hollur játandi. Helstu hráefni sem notuð eru í hafragraut eru vatn, sem er lífsnauðsynlegt næringarefni og haframjöl (eða hafraflögur), sem er meðal annars uppspretta flókinna kolvetna og trefja, auk ýmissa vítamína og steinefna. Hafrar. Einn helsti...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðið sál?

Íslenska orðið sál hefur flókna, margbrotna og svolítið óáþreifanlega merkingu svipað og samsvarandi orð í öðrum tungumálum kringum okkur. Flestar merkingar þess eru þó tengdar hugarstarfsemi manna eða því sem tilheyrir lífverunni eða manninum en hverfur eða skilur sig frá líkamanum þegar maðurinn deyr. Ein...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er útvarpssjónauki og hvernig er hann notaður?

Á fjórða áratug tuttugustu aldar uppgötvaði bandaríski eðlisfræðingurinn Karl Jansky fyrir slysni að útvarpsbylgjur berast utan úr himingeimnum. Hluti útvarpsbylgnanna hafa sömu tíðni og ýmsar útvarpsstöðvar en þær eru daufar og að sjálfsögðu er þar ekkert að heyra annað en snark og suð. Til þess að geta numið útv...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er fæðukeðja og fæðupíramídi?

Fæðukeðja (e. food chain) sýnir ferðalag orkunnar um lífríkið, frá einni lífveru til annarrar. Fæðukeðjum lífríkisins má skipta í fjóra hluta Sólin – uppspretta orku lífríkisins. Frumframleiðendur - plöntur sem binda orku sólar í vistkerfið með ljóstillífun. Neytendur – lífverur sem fá orku með afráni á öðrum ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða áhrif hefði það á loftslag í heiminum ef allir regnskógar jarðarinnar eyddust?

Það er mjög erfitt að spá fyrir um hvaða afleiðingar eyðing regnskóganna mundi hafa enda er enn mörgum spurningum ósvarað um hringrás kolefnis og súrefnis á jörðinni. Amasonregnskógurinn er uppspretta mikils hluta ferskvatns á jörðinni og hefur áhrif á veðrakerfi Norður- og Suður-Ameríku. Regnskógartré eru geysist...

category-iconVísindavefur

Hvert er næringargildi manneskju?

Fyrir nokkrum misserum hefði verið erfitt að svara þessari spurningu. Mannát hefur því miður verið litið hornauga í vestrænu samfélagi og helstu fræðirit í næringarfræði veita engar upplýsingar um næringargildi mannakjöts. Á síðustu mánuðum og árum hefur þó áhugi og vitundarvakning um mannát skotið rótum á meginla...

Fleiri niðurstöður