Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru menn einu kjötæturnar meðal prímata?

Jón Már Halldórsson

Forsenda þessarar spurningar er ekki alveg rétt því kjötát er mun útbreiddara meðal fremdardýra (prímata) en margir gera sér grein fyrir. Áður fyrr var almennt talið að einu fremdardýrin sem stunduðu reglubundið kjötát væru menn og simpansar (Pan troglodytes). Fræðimenn hafa þó lengi vitað af meira og útbreiddara kjötáti meðal prímata og árið 2020 var birt grein þar sem rýnt var í niðurstöður margra rannsókna á fæðu prímata.[1] Þar kemur fram að kjötát þekkist hjá að minnsta kosti 89 tegundum sem tilheyra 12 af 17 ættum fremdardýra. Í þessari grein telst það kjötát ef fæðan er einhver hluti hryggdýrs eða egg hryggdýra.

Makakíapi af tegundinni Macaca silenus gæðir sér á eðlu.

Algengast er að prímatar éti fugla, unga og/eða egg þeirra, en slíkt hefur sést hjá að minnsta kosti 53 tegundum. Þar á eftir koma skriðdýr (eðlur, skjaldbökur, skjaldbökuegg, snákar) sem að minnsta kosti 48 tegundir prímata éta, froskdýraát þekkist hjá 38 tegundum og vitað er að 35 tegundir leggja sér önnur spendýr til munns. Fiskát er þekkt meðal einstakra tegunda. Simpansar eru þau fremdardýr, fyrir utan manninn, sem hafa flestar spendýrategundir á sínum matseðli. Líffræðingar hafa fundið út að þeir éti að minnsta kosti 45 tegundir spendýra.

Rétt er að taka það fram að hryggdýraafurðir eru aðeins mjög lítið brot af fæðu langflestra þessara 89 prímatategunda, uppistaða fæðunnar er aðallega úr jurtaríkinu auk hryggleysingja. Í áðurnefndri grein er því velt upp hver gæti verið helsta ástæða kjötáts meðal prímata. Þar er talið líklegast að með kjötáti sé verið að uppfylla þörf fyrir ákveðin vítamín, steinefni og snefilefni sem finnast í minna mæli í plöntum, frekar en að kjötið sé mikilvæg uppspretta prótína og annarra orkuefna.

Tilvísun:
  1. ^ Watts, David P. (2020). Meat eating by nonhuman primates: A review and synthesis. Journal of Human Evolution, 149, 102882. Svarið hér að ofan byggir að langmestu leyti á þessari grein.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.10.2021

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju eru menn einu kjötæturnar meðal prímata?“ Vísindavefurinn, 26. október 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82364.

Jón Már Halldórsson. (2021, 26. október). Af hverju eru menn einu kjötæturnar meðal prímata? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82364

Jón Már Halldórsson. „Af hverju eru menn einu kjötæturnar meðal prímata?“ Vísindavefurinn. 26. okt. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82364>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru menn einu kjötæturnar meðal prímata?
Forsenda þessarar spurningar er ekki alveg rétt því kjötát er mun útbreiddara meðal fremdardýra (prímata) en margir gera sér grein fyrir. Áður fyrr var almennt talið að einu fremdardýrin sem stunduðu reglubundið kjötát væru menn og simpansar (Pan troglodytes). Fræðimenn hafa þó lengi vitað af meira og útbreiddara kjötáti meðal prímata og árið 2020 var birt grein þar sem rýnt var í niðurstöður margra rannsókna á fæðu prímata.[1] Þar kemur fram að kjötát þekkist hjá að minnsta kosti 89 tegundum sem tilheyra 12 af 17 ættum fremdardýra. Í þessari grein telst það kjötát ef fæðan er einhver hluti hryggdýrs eða egg hryggdýra.

Makakíapi af tegundinni Macaca silenus gæðir sér á eðlu.

Algengast er að prímatar éti fugla, unga og/eða egg þeirra, en slíkt hefur sést hjá að minnsta kosti 53 tegundum. Þar á eftir koma skriðdýr (eðlur, skjaldbökur, skjaldbökuegg, snákar) sem að minnsta kosti 48 tegundir prímata éta, froskdýraát þekkist hjá 38 tegundum og vitað er að 35 tegundir leggja sér önnur spendýr til munns. Fiskát er þekkt meðal einstakra tegunda. Simpansar eru þau fremdardýr, fyrir utan manninn, sem hafa flestar spendýrategundir á sínum matseðli. Líffræðingar hafa fundið út að þeir éti að minnsta kosti 45 tegundir spendýra.

Rétt er að taka það fram að hryggdýraafurðir eru aðeins mjög lítið brot af fæðu langflestra þessara 89 prímatategunda, uppistaða fæðunnar er aðallega úr jurtaríkinu auk hryggleysingja. Í áðurnefndri grein er því velt upp hver gæti verið helsta ástæða kjötáts meðal prímata. Þar er talið líklegast að með kjötáti sé verið að uppfylla þörf fyrir ákveðin vítamín, steinefni og snefilefni sem finnast í minna mæli í plöntum, frekar en að kjötið sé mikilvæg uppspretta prótína og annarra orkuefna.

Tilvísun:
  1. ^ Watts, David P. (2020). Meat eating by nonhuman primates: A review and synthesis. Journal of Human Evolution, 149, 102882. Svarið hér að ofan byggir að langmestu leyti á þessari grein.

Heimildir og mynd:

...