Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 57 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvernig breytist snjór í jökulís?

Þegar snjór fellur á jörðina byrjar hann strax að umbreytast. Kristallarnir missa greinótta stjörnulögun sína (1. mynd), verða óreglulegri og renna síðan saman við aðra kristalla. 1. mynd. Snjókristall. Verður þá fyrst til grókornóttur snjór sem oft er kallaður hjarn. Ummyndunin heldur áfram og kornin verða...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar steinn er ametyst?

Ametyst er holufylling en holufyllingar verða smám saman til þegar efni úr heitu vatni sem leikur um bergið sest í holur, glufur og sprungur. Til þess að stórir kristallar myndist verður hiti lausnarinnar að haldast lengi við „rétt“ hitastig, það er rétt neðan við mettunarmörk hennar. Hægt er að flokka holufyll...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru helstu einkenni skriðdýra?

Skriðdýr (Reptilia) eru hryggdýr með misheitt blóð. Mörg þeirra hafa tvö pör af ganglimum og hefur hver ganglimur fimm tær með grófgerðum klóm. Slöngur og nokkrar eðlur hafa enga ganglimi og sæskjaldbökur hafa bægsli í stað ganglima. Skriðdýr hafa ekki tálkn, en vísi að þeim má þó sjá á fósturstigi, heldur anda m...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar er hægt að finna hákarla?

Það er hægt að finna hákarla víða í heimshöfunum enda er útbreiðsla þeirra allt frá hlýjum sjónum við miðbaug, norður í heimskautshaf og suður í suðurhöf. Ennfremur eiga hákarlar það til að þvælast upp eftir stórfljótum víða um heim og sumar tegundir halda jafnvel til í ferskvötnum, svo sem nautháfurinn (Carcharhi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru Maríutásur tærnar á Maríu?

Fyrsta svarið sem okkur datt í hug var: 'Já, auðvitað! -- því ekki það?' Orðið 'Maríutásur' er auðvitað barnamál fyrir tærnar á Maríu og þær geta menn skoðað nánar á hjálagðri mynd ítalska 17. aldar málarans Cigolí þar sem María tyllir tánum á tunglið. En kannski er það ekki þetta sem átt er við með spurningu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær og hvernig fannst Langisjór?

Langisjór er næst stærsta stöðuvatnið á hálendinu ef frá eru talin uppistöðulón virkjanna. Aðeins Hvítárvatn er stærra (29,6 km2). Langisjór liggur í dæld á milli móbergshryggjanna Tungnárfjalla og Fögrufjalla og er 20 km langur og um 27 km2 að flatarmáli. Mjög erfitt er að segja til með fullri vissu hver það var ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru hokkískautar með kúpt skautablað?

Við erum auðvitað ekki sérfræðingar í skautaíþróttinni og getum aðeins tjáð okkur um eðlisfræðilegar hliðar málsins. Aðrir gætu svo ef til vill bætt einhverju við út frá öðrum sjónarhornum. Kúpt blöð hokkískauta auðvelda skautaranum að stöðva sig skyndilega. Þeir sem keppa í skautahlaupi þurfa að ná sem mestum ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er gláka?

Gláka (glaucoma) er safn sjúkdóma sem einkennast af minnkandi sjón og blindu ef ekkert er að gert. Algengasti sjúkdómurinn af þessum flokki er gleiðhornsgláka. Þessir sjúkdómar einkennast af of háum þrýstingi inni í auganu. Þessi þrýstingur skemmir smám saman taugafrumur sjóntaugarinnar og getur á löngum tíma ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig leit snareðla út og hvenær var hún uppi?

Leifar snareðlu (Velociraptor) hafa fundist í jarðlögum frá efri hluta krítartímabils í Rússlandi, Mongólíu og Kína. Aldur þeirra er talinn vera 80-85 milljónir ára. Fyrstu leifarnar fann H.F. Osborn í Mongólíu árið 1924, en nú eru þekktar leifar að minnsta kosti 12 dýra. Snareðla tilheyrir skriðdýraættbálknum...

category-iconLæknisfræði

Hvað er holdsveiki?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvernig lýsir holdsveiki sér?Hvernig smitast holdsveiki? Í hugum flestra Íslendinga og íbúa nálægra landa hljómar orðið holdsveiki eins og eitthvað aftur úr öldum, eitthvað sem tilheyrir fortíðinni. Þetta gildir því miður ekki alls staðar í heiminum því í byrjun árs 2003 var áæ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru fílar hræddir við mýs?

Fílar eru stærstu landdýr jarðar. Þótt merkilegt kunni að virðast eru fílategundirnar tvær sem nú lifa flokkaðar hvor í sína ættkvíslina, Elephas og Loxodonta. Elephas maximus er Asíufíllinn en Loxodonta africana er Afríkufíllinn. Það sem einkennir fílinn mest er vitaskuld raninn sem er í raun framhald á nefinu...

category-iconHugvísindi

Hvað hét hestur Alexanders mikla?

Stríðsfákur Alexanders mikla Makedóníukonungs (356-323 fyrir Krist) hét Búkífalos, en það merkir uxahaus. Búkífalos dó af sárum sem hann hlaut í síðustu stórorrustu Alexanders við ána Hydaspes sem nú nefnist Jhelum og er í Pakistan. Til að minnast hans reisti Alexander borgina Búkefala sem stóð að öllum líkindum þ...

category-iconVísindi almennt

Er vegum oft breytt vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hafa oft orðið tafir eða breytingar á veglagningu á Íslandi vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt? Á undanförnum áratugum hafa komið upp einstaka tilvik þar sem trú á álfabyggðir og álagabletti hefur tengst vegaframkvæmdum. Þessi mál ha...

category-iconLæknisfræði

Hvað er liðagigt og er hægt að lækna hana?

Orsakir þessa sjúkdóms eru óþekktar en hann er talinn stafa af flóknu samspili erfða og umhverfisþátta. Liðagigt (rheumatoid arthritis) er venjulega flokkuð sem sjálfsofnæmissjúkdómur en í slíkum sjúkdómum ræðst ónæmiskerfi líkamans gegn eigin frumum og skemmir þær. Sjúkdómurinn er langvarandi, nánast ólæknandi, o...

category-iconBókmenntir og listir

Hverju sætir myndin sem oft sést af manni innan hrings og fernings með hendur og fætur útrétta?

Hér er spyrjandi að vitna til teikningar ítalska lista- og vísindamannsins Leonardó da Vinci (1452-1519) sem er að finna í skissubók hans. Hugmyndina að teikningunni er að finna í riti rómverska húsameistarans Vitrúvíusar (1. öld fyrir Krist) De architecture eða Um byggingarlistina. Í þriðju bók ritsins segir að e...

Fleiri niðurstöður