Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig leit snareðla út og hvenær var hún uppi?

Leifur A. Símonarson

Leifar snareðlu (Velociraptor) hafa fundist í jarðlögum frá efri hluta krítartímabils í Rússlandi, Mongólíu og Kína. Aldur þeirra er talinn vera 80-85 milljónir ára. Fyrstu leifarnar fann H.F. Osborn í Mongólíu árið 1924, en nú eru þekktar leifar að minnsta kosti 12 dýra.

Snareðla tilheyrir skriðdýraættbálknum eðlungum (Saurischia) og ennfremur þrítáungum (Theropoda), en þeir gengu á afturlimunum (bipedal) og notuðu framlimina sem griplimi. Snareðla varð allt að því tveir metrar að lengd og um það bil einn metri á hæð, en vóg líklega ekki meira en 15 kg. Höfuðið virðist hafa verið allt að því 18 cm langt, en frekar lágt. Snareðlurnar sem sýndar voru í kvikmyndinni Júragarðinum voru því helmingi of stórar og raunar líktust þær meira klóeðlum (Deinonychus).

Snareðla var aflöng og léttbyggð með lágt og afturdregið höfuð þar sem augun sátu frekar aftarlega, en nasaopin framarlega. Heilakassinn var frekar stór og talið er að heilinn hafi einnig verið hlutfallslega stór. Fyrir vikið er oft er fjallað um snareðluna sem gáfuðustu risaeðluna.

Kjálkarnir voru langir en sterklegir og kjálkaliðurinn sat aftarlega þannig að dýrið hefur getað gapað mikið sem hefur komið sér vel við fæðuöflun. Allt að því 80 beittar keilulaga tennur sátu í kjálkunum, þær voru lítillega bognar og allt að því 2,5 cm langar. Munur á tönnum fremst og aftast í kjálkunum var óverulegur.

Háls snareðlunnar var frekar stuttur, tæplega jafnlangur og höfuðið, en frekar sver. Bakið var ofurlítið uppsveigt og halinn næstum því helmingurinn af lengd dýrsins. Hann var sterklegur og allsver og talið er að hann hafi verið sperrtur upp á við þegar dýrið var á hlaupum.



Endurgerð beinagrind snareðlu á safni í New York.

Framlimirnir voru mun styttri en afturlimirnir, en þó frekar langir og hlutfallslega miklu lengri en til dæmis hjá grameðlu (Tyrannosaurus). Á framlimum voru þrír alllangir fingur með klær. Beinin í úlnlið voru sigðlaga og líklega hefur dýrið getað lagt framlimina upp að síðunum eins og fuglsvængi.

Afturlimirnir voru langir og sterklegir, en þó lipurlega byggðir. Hnén sneru fram og ökklaliðir aftur, þannig að hreyfing í limnum hefur verið fram og aftur líkt og hjá spendýrum, en ekki út frá dýrinu og inn undir það eins og hjá núlifandi skriðdýrum og nefdýrum. Dýrið hafði fjórar tær með klóm á afturlimum, en virðist fyrst og fremst hafa gengið á tveim þeirra (3. og 4. tá). Fyrsta táin var lítil og náði varla til jarðar, en önnur táin var stór með sigðlaga beitta kló sem dýrið gat hreyft út og inn. Líklega hefur snareðlan notað þessa kló til varnar en einnig til að særa og jafnvel drepa með önnur dýr.

Snareðla var greinilega kjötæta og líklega ein af þeim ráneðlum sem fóru hvað hraðast um, en talið er að hún hafi getað náð allt að því 60 km hraða á klukkustund á stuttum sprettum. Talið er að dýrin hafi veitt í hópum og umkringt bráðina á svipaðan hátt og ljón gera. Fótspor snareðla hafa fundist þar sem þau mynda allstóran hring utan um fótspor frumhyrnu (Protoceratops) sem var þá inni í hringum og greinilega umkringd.

Af setlögum sem leifar snareðla hafa fundist í má draga þá ályktun að dýrin hafi lifað í þurru umhverfi, jafnvel í nágrenni við eyðimerkur. Húðin virðist hafa verið mislit og talið er að hún hafi að mestu leyti verið brúngrá, en líklega með gulgrænum röndum þvert yfir dýrið sem hefur auðveldað því að felast í skugga undir trjám og runnum. Annað slagið hafa komið fram vísbendingar um að dýrið hafi ef til vill verið fiðrað, en það hefur ekki verið endanlega staðfest.

Myndir:

Höfundur

prófessor í steingervingafræði við HÍ

Útgáfudagur

28.5.2003

Spyrjandi

Stefán Haukur Hjörleifsson, f. 1992

Tilvísun

Leifur A. Símonarson. „Hvernig leit snareðla út og hvenær var hún uppi?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3458.

Leifur A. Símonarson. (2003, 28. maí). Hvernig leit snareðla út og hvenær var hún uppi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3458

Leifur A. Símonarson. „Hvernig leit snareðla út og hvenær var hún uppi?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3458>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig leit snareðla út og hvenær var hún uppi?
Leifar snareðlu (Velociraptor) hafa fundist í jarðlögum frá efri hluta krítartímabils í Rússlandi, Mongólíu og Kína. Aldur þeirra er talinn vera 80-85 milljónir ára. Fyrstu leifarnar fann H.F. Osborn í Mongólíu árið 1924, en nú eru þekktar leifar að minnsta kosti 12 dýra.

Snareðla tilheyrir skriðdýraættbálknum eðlungum (Saurischia) og ennfremur þrítáungum (Theropoda), en þeir gengu á afturlimunum (bipedal) og notuðu framlimina sem griplimi. Snareðla varð allt að því tveir metrar að lengd og um það bil einn metri á hæð, en vóg líklega ekki meira en 15 kg. Höfuðið virðist hafa verið allt að því 18 cm langt, en frekar lágt. Snareðlurnar sem sýndar voru í kvikmyndinni Júragarðinum voru því helmingi of stórar og raunar líktust þær meira klóeðlum (Deinonychus).

Snareðla var aflöng og léttbyggð með lágt og afturdregið höfuð þar sem augun sátu frekar aftarlega, en nasaopin framarlega. Heilakassinn var frekar stór og talið er að heilinn hafi einnig verið hlutfallslega stór. Fyrir vikið er oft er fjallað um snareðluna sem gáfuðustu risaeðluna.

Kjálkarnir voru langir en sterklegir og kjálkaliðurinn sat aftarlega þannig að dýrið hefur getað gapað mikið sem hefur komið sér vel við fæðuöflun. Allt að því 80 beittar keilulaga tennur sátu í kjálkunum, þær voru lítillega bognar og allt að því 2,5 cm langar. Munur á tönnum fremst og aftast í kjálkunum var óverulegur.

Háls snareðlunnar var frekar stuttur, tæplega jafnlangur og höfuðið, en frekar sver. Bakið var ofurlítið uppsveigt og halinn næstum því helmingurinn af lengd dýrsins. Hann var sterklegur og allsver og talið er að hann hafi verið sperrtur upp á við þegar dýrið var á hlaupum.



Endurgerð beinagrind snareðlu á safni í New York.

Framlimirnir voru mun styttri en afturlimirnir, en þó frekar langir og hlutfallslega miklu lengri en til dæmis hjá grameðlu (Tyrannosaurus). Á framlimum voru þrír alllangir fingur með klær. Beinin í úlnlið voru sigðlaga og líklega hefur dýrið getað lagt framlimina upp að síðunum eins og fuglsvængi.

Afturlimirnir voru langir og sterklegir, en þó lipurlega byggðir. Hnén sneru fram og ökklaliðir aftur, þannig að hreyfing í limnum hefur verið fram og aftur líkt og hjá spendýrum, en ekki út frá dýrinu og inn undir það eins og hjá núlifandi skriðdýrum og nefdýrum. Dýrið hafði fjórar tær með klóm á afturlimum, en virðist fyrst og fremst hafa gengið á tveim þeirra (3. og 4. tá). Fyrsta táin var lítil og náði varla til jarðar, en önnur táin var stór með sigðlaga beitta kló sem dýrið gat hreyft út og inn. Líklega hefur snareðlan notað þessa kló til varnar en einnig til að særa og jafnvel drepa með önnur dýr.

Snareðla var greinilega kjötæta og líklega ein af þeim ráneðlum sem fóru hvað hraðast um, en talið er að hún hafi getað náð allt að því 60 km hraða á klukkustund á stuttum sprettum. Talið er að dýrin hafi veitt í hópum og umkringt bráðina á svipaðan hátt og ljón gera. Fótspor snareðla hafa fundist þar sem þau mynda allstóran hring utan um fótspor frumhyrnu (Protoceratops) sem var þá inni í hringum og greinilega umkringd.

Af setlögum sem leifar snareðla hafa fundist í má draga þá ályktun að dýrin hafi lifað í þurru umhverfi, jafnvel í nágrenni við eyðimerkur. Húðin virðist hafa verið mislit og talið er að hún hafi að mestu leyti verið brúngrá, en líklega með gulgrænum röndum þvert yfir dýrið sem hefur auðveldað því að felast í skugga undir trjám og runnum. Annað slagið hafa komið fram vísbendingar um að dýrið hafi ef til vill verið fiðrað, en það hefur ekki verið endanlega staðfest.

Myndir:

...