Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 648 svör fundust
Af hverju vill amma mín endilega sofa þannig að hún snúi í austur eða vestur?
Spurningin í heild sinni hljóðað svona: Amma mín vill endilega sofa með höfuðið í austur eða vestur, en ekki í norður eða suður. Er eitthvað til í því eða er þetta hjátrú? Þessi venja tengist væntanlega hefðum og siðum innan kirkjunnar. Samkvæmt kristinni trú er sólargangurinn og höfuðáttirnar fjórar (aust...
Er hugtakið skírdreymi (lucid dreaming) virt í vísindaheiminum?
Það sem á ensku nefnist "lucid dreaming" en við getum nefnt skírdreymi á íslensku, felst í því ástandi að manneskju dreymir en er um leið meðvituð um að hana dreymi. Hugtakið er komið frá hollenska rithöfundinum og lækninum Frederik van Eeden (1860—1932). Kerfisbundin niðurröðun upplifana í draumum eru ekki í nei...
Hver er þessi hvippur og hvappur sem menn fara stundum út um?
Orðið hvippur merkir ‘duttlungur, einkennilegt uppátæki’ í orðasambandinu úti um hvippinn og hvappinn. Það er skylt lýsingarorðinu hvippinn ‘fælinn, viðbrigðinn’ og hvorugkynsorðinu hvippi ‘smálaut, grösugur engjablettur’. Orðið hvappur merkir ‘lægð, dalverpi’. Það er notað með hvippur í sambandinu úti um hvippin...
Hvenær og hvar er hámeri veidd? Hvaða veiðiaðferð er notuð?
Hámeri, Lamna nasus, hefur lengi verið veidd í Norður-Atlantshafi og Miðjarðarhafi af ýmsum þjóðum, þeirra á meðal Norðmönnum, Dönum, Færeyingum, Bretum, Frökkum og Spánverjum. Einnig hafa Japanir veitt hámeri í sunnanverðu Indlandshafi. Hámeri er mest veidd á flotlínu en einnig í flot- og botnvörpur, á han...
Hvaða hlutar Reykjavíkur væru í hættu ef flóðbylgja kæmi vegna eldgoss í Snæfellsjökli?
Þessari spurningu er best að svara með tveimur kortum af Reykjavík. Á kortunum er miðað við að flóðbylgjan kæmi inn til Reykjavíkur á meðal fjöru, það er viðmiðun er núverandi meðal sjávarmál. Á fyrri myndinni eru sýnd þau svæði er yrðu fyrir áhrifum í Reykjavík og nágrenni ef flóðbylgjan yrði um 20 m há. Ljó...
Hvað hafa maurar marga fætur?
Eitt augljósasta einkenni skordýra, sem greinir þau frá öðrum smádýrum, er að þau hafa sex fætur og þrískiptan búk sem greinist í höfuð, frambol og afturbol. Köngulær eru til dæmis ekki skordýr. Þær hafa átta fætur og tvískiptan líkama og tilheyra undirfylkingu klóskera. Maurar hafa sex fætur eins og önnur skord...
Eru venjulegar augnlinsur slæmar fyrir augun?
Þegar rætt er um „venjulegar augnlinsur“ í dag er yfirleitt átt við svokallaðar mjúkar linsur (e. soft contact lenses) sem komu á heimsmarkaðinn um eða upp úr 1965 (Wichterle, Tékkóslóvakía) og eru gerðar úr ýmsum afbrigðum akrýlplastefna. Mjúkar linsur eru kallaðar ýmsum nöfnum við markaðssetningu til dæmis „íþró...
Eru til hægri og vinstri úti í geimnum?
Hægri og vinstri eru orð sem við notum yfir afstöðu hluta í umhverfinu til líkama okkar. Í Íslenskri orðabók (ritstjóri Árni Böðvarsson) segir um orðið hægri í þessari merkingu: ‘um þá hlið líkamans þar sem hjartað er ekki: h. fótur, h. hönd; um átt eða stefnu sem miðast við hægri hlið líkamans’. Vinstri er svo á ...
Myndast höggbylgja ef kjarnorkusprengja springur úti í geimnum?
Ef kjarnorkusprengja springur í geimnum myndast ekki höggbylgja. Í geimnum er ekkert andrúmsloft og agnirnar sem losna við kjarnahvörfin í sprengingunni geta þess vegna ekki rekist á neitt. Ef kjarnorkusprengja springur í lofthjúpi, eins og er á jörðinni, myndast höggbylgja þegar agnir sem losna með gífurlegum...
Hvaða dýr étur mest?
Það dýr sem talið er að innbyrði mesta fæðu er steypireyðurin (Balaenoptera musculus). Steypireyðurin er stærsta dýr jarðarinnar og geta þessir hvalir orðið rúmir 30 metrar á lengd og vegið allt að 180 tonn. Hún étur dýrasvif sem eru örlitlar krabbaflær sem fljóta um í efstu lögum sjávarins. Talið er að f...
Hvað geta kríur flogið langt án þess að lenda?
Krían ferðast um það bil 70.000 km á ári. Krían flýgur lengst allra fugla! Á allri ævi sinni fljúga kríur um það bil sömu vegalengd og til tunglsins og aftur til baka. Þegar kríurnar eru á flugi til heitu landanna og aftur til baka þá bæði sofa þær og nærast á flugi. Þær vilja alls ekki blotna. Kríur éta smáa...
Hvernig var veðrið á Íslandi árið 1944?
Upprunalega spurningin svona:Hversu kalt var á Íslandi árið 1944? Mikil breyting varð á tíðarfari hér á landi upp úr 1920. Mest munaði um hversu mikið hlýnaði, en úrkoma varð einnig heldur meiri en áður, snjóalög urðu minni og hríðarveðrum fækkaði. Hafís varð mun minni við strendur landsins en hafði verið um l...
Hvað getið þið sagt mér um hamstra?
Hamstrar eru algeng gæludýr um allan heim. Þeir geta lifað í allt að 12 ár en oftast drepast þeir 5-7 ára. Algengustu sjúkdómar hamstra eru augnsýkingar, maurar og lýs, kvef og lungnasýkingar. Hamstrar éta nýtt gras, hey, hrátt grænmeti og ávexti (athugið að dýrin hér á Vísindavefnum borða ekki, það eru bara menn ...
Hvað þýðir að vera á kojufylliríi?
Orðið koja er notað um tvö rúm þar sem annað er yfir hinu. Stundum eru rúmin þó þrjú, sjaldan fleiri. Upphaflega voru kojur fyrst og fremst notaðar á skipum til þess að nýta plássið sem best. Talað var um að fara í koju í merkingunni ‘fara að sofa’ og orðið kojuvakt er á sjómannamáli notað um svefntíma skipverja á...
Hvað merkir orðið purkur hjá svefnpurkunum?
Orðið purka, sem er síðari liðurinn í orðinu svefnpurka, hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt ‘gylta’ og ‘nirfill’, ‘eitthvað smávaxið’, til dæmis um smásilung, og er þá merkingu að finna í danska orðinu purk ‘smástrákur’ og í sænskum mállýskum í orðinu purka ‘stutt og digur kona’. En purka getur einnig...