Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir að vera á kojufylliríi?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið koja er notað um tvö rúm þar sem annað er yfir hinu. Stundum eru rúmin þó þrjú, sjaldan fleiri. Upphaflega voru kojur fyrst og fremst notaðar á skipum til þess að nýta plássið sem best. Talað var um að fara í koju í merkingunni ‘fara að sofa’ og orðið kojuvakt er á sjómannamáli notað um svefntíma skipverja á skipi.


Á kojufylliríi?

Sá var á kojufylliríi sem lá í koju sinni og drakk þegar skip var í höfn. Síðar var farið að notað kojufyllirí í víðari merkingu um þann sem drekkur einn í herbergi sínu, oft uppi í rúmi með lokað að sér. Einnig er orðið stundum notað um það þegar fólk neytir áfengis í rólegri stemmningu í heimahúsum, hvort sem það er eitt eða með öðrum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

7.3.2007

Spyrjandi

Guðmundur Þór Sigurðsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir að vera á kojufylliríi?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6521.

Guðrún Kvaran. (2007, 7. mars). Hvað þýðir að vera á kojufylliríi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6521

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir að vera á kojufylliríi?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6521>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir að vera á kojufylliríi?
Orðið koja er notað um tvö rúm þar sem annað er yfir hinu. Stundum eru rúmin þó þrjú, sjaldan fleiri. Upphaflega voru kojur fyrst og fremst notaðar á skipum til þess að nýta plássið sem best. Talað var um að fara í koju í merkingunni ‘fara að sofa’ og orðið kojuvakt er á sjómannamáli notað um svefntíma skipverja á skipi.


Á kojufylliríi?

Sá var á kojufylliríi sem lá í koju sinni og drakk þegar skip var í höfn. Síðar var farið að notað kojufyllirí í víðari merkingu um þann sem drekkur einn í herbergi sínu, oft uppi í rúmi með lokað að sér. Einnig er orðið stundum notað um það þegar fólk neytir áfengis í rólegri stemmningu í heimahúsum, hvort sem það er eitt eða með öðrum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd