Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um svefnpurku er úr latnesk-íslenskri orðabók sem Jón Árnason, biskup í Skálholti, tók saman og gaf út 1738. Þar er við latneska orðið dormitor gefin merkingin ‘svefnpurka, sísofandi’ en sögnin dormio merkir ‘ég sef’. Hugsanlegt er að Jón hafi sjálfur búið til þessa samsetningu því að fjöldi íslenskra orða í bókinni er frá honum kominn. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvers vegna, eftir milljóna ára þróun, þurfa flestar lífverur að sofa? eftir Jón Má Halldórsson
- Af hverju ganga sumir í svefni? eftir Heiðu Maríu Sigurðardóttur
- Hvers vegna er bókstafurinn z notaður til að tákna svefn í myndasögum? eftir Jón Gunnar Þorsteinsson