Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3921 svör fundust

category-iconHugvísindi

Af hverju ruglar fólk stundum saman orðunum apótek og bakarí?

Að undanförnu hef ég spurst fyrir um þennan rugling á orðunum apótek og bakarí en engan hitt sem kannast við hann. Ekki rengi ég þó að hann sé til því að vel er þekkt að fólk segi eitt ósjálfrátt en hafi ætlað að segja annað. Sjálf segi ég mjög oft febrúar þegar ég ætla að segja nóvember og öfugt og hef enga skýri...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Íþróttamenn sjást stundum nota munntóbak, hvernig fer þetta tvennt saman?

Þegar talað er um reyklaust tóbak er átt við neftóbak og munntóbak. Neftóbaks hefur verið neytt á Íslandi í mjög langan tíma. Munntóbaks hefur aftur á móti verið neytt í mun styttri tíma svo einhverju nemi en notkun þess hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum einkum meðal yngra fólks. Ein skýringin á þessari ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna krumpast tóm, lokuð plastflaska saman inni í ísskáp?

Í heild var spurningin svona:Hvers vegna krumpast lokaða plastflaskan saman (líkist lofttæmingu) ef hún stendur tóm í ísskápnum en ekki ef ég set þó ekki væri nema smávegis vökva í hana (né heldur ef smá op er á henni)? Svarið hefur með þéttingu lofts að gera þegar það er kælt niður. Loftið í kringum okkur er a...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig starfa líffæri meltingakerfisins saman og hvaða efnaskipti fara þar fram?

Fæða er líkamanum nauðsynleg af tveimur meginástæðum. Í fyrsta lagi er hún eldsneyti þar sem hún gefur frumum þá orku sem þarf til að framkvæma efnabreytingar og knýja líkamsstarfsemi eins og vöðvasamdrátt, flutning taugaboða, efnaseyti og efnaupptöku. Í öðru lagi er fæða hráefni því að í henni eru alls kyns nærin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum?

Æxlun milli einstaklinga af ólíkum tegundum þekkist bæði í náttúrunni og einnig af manna völdum. Í raun hefur slík kynblöndun verið reynd hjá öllum helstu hópum spendýra. Eigi afkvæmin hins vegar að vera lífvænleg þurfa tegundirnar sem blandað er að vera mjög skyldar. Nær undantekningalaust eru afkvæmin ófrjó og...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju dragast seglar saman á einni hlið en ekki hinni?

Á hverjum segli eru tvö skaut, norðurskaut og suðurskaut. Norðurskautið er það skaut sem vísar á norðurpól jarðar ef seglinum er komið þannig fyrir að hann geti snúist. Samkynja skaut hrinda hvort öðru frá sér, norðurskaut hrindir norðurskauti á öðrum segli frá sér og suðurskaut ýtir suðurskauti frá sér. Norður...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er hægt að þjappa lofti saman en ekki vatni?

Hér er einnig svarað spurningunni:Er hægt að þjappa vökva, líkt og lofti? Loftið í kringum okkur inniheldur um 78% köfnunarefni og 21% súrefni, auk annarra lofttegunda sem eru um 1%. Það sem einkennir loft (ekki bara andrúmsloftið heldur líka hreinar lofttegundir) er að það er afar gljúpt, það er að segja rúmmá...

category-iconStærðfræði

Af hverju er margföldun framkvæmd á undan samlagningu?

Þetta er afar góð spurning og svarið við henni er ekki einhlítt. Mikilvægt er að röð aðgerða sé vel skilgreind og að eftir henni sé farið. Mörgum er röð reikningsaðgerða svo eiginleg að óhugsandi gæti virst að hún gerist á annan hátt, sérstaklega eftir að hafa setið undir þrástagli í grunnskóla um mikilvægi ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig stendur á því að meginlönd heims safnast fremur saman norðanvert á heimsknöttinn?

Jörðin myndaðist að öllum líkindum fyrir 4600 milljón árum. Fljótlega skildist hún sundur í kjarna sem er að mestu úr járni og nikkel að talið er, og möttul, sem er úr ýmsum samböndum járns, kísils, áls, magnesíns og fleiri frumefna við súrefni. Vegna varmamyndunar í þessu efni af völdum geislavirkni, efna- og...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju haldast hlutir eins og atóm og sameindir saman í heilu lagi?

Í þessu samhengi ber fyrst að nefna rafstöðukrafta. Flestir hafa séð hvað gerist ef blöðru er nuddað upp við hár manns. Þá er hægt að festa blöðruna upp í loft og hárin sem blöðrunni var nuddað upp að standa upp í loft og hvert út frá öðru. Núningurinn hefur þá framkallað krafta sem láta hárin fjarlægjast hvert an...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju geta Ísraelar og Palestínumenn ekki lifað saman í sátt og samlyndi?

Í grófum dráttum snýst deila Palestínumanna og Ísraela um land. Annar aðilinn, Palestínumenn, sem eru Arabar, er að heyja sjálfstæðisbáráttu til að mynda eigið ríki á landi sem þeir telja að hafi verið tekið frá þeim með valdi af Ísraelsmönnum. Hinn aðilinn, Ísraelsríki, stofnsett af Gyðingum, vill halda sínum hlu...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Þar sem enginn lofthjúpur er á tunglinu, hvernig gátu tunglfararnir þá talað saman?

Þessi spurning er ein af þeim sem kann að koma spánskt fyrir sjónir en er í rauninni afar eðlileg og tekur á grundvallaratriðum í náttúrunni sem margir gera sér ekki grein fyrir. Það er hárrétt athugað hjá spyrjanda að hljóð berst ekki milli staða nema eitthvert efni sé þar til að bera það. Þegar við tölum sama...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju eru pylsur seldar 10 saman í pakka en pylsubrauð bara 8?

Þetta er um margt áhugaverð spurning en áður en hafist er handa við að svara henni er rétt að benda á að fullyrðingin sem spurningin byggir á er röng, að minnsta kosti ef miðað er við Ísland. Þetta er einfalt að sjá með því að fara í næstu nýlenduvöruverslun og skoða þar framboð á pylsum og pylsubrauðum. Svarandi ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er hamskipti og tvífaraminni í bókmenntum og fer þetta tvennt stundum saman?

Hamskipti eru algeng í bókmenntum. Mikið er um þau í goðsögum og þjóðsögum en hamskipti eru einnig að finna í ýmsum öðrum tegundum bókmennta, til dæmis í vísindaskáldsögum og fantasíu. Með orðinu hamskipti er átt við að ásýnd persónu breytist en innræti hennar ekki. Persónan skiptir um ytri ham líkt og slanga. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju geta mismunandi andategundir ekki eignast saman afkvæmi eins og hundar gera?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Þið vitið að hundar af mismunandi tegundum geta eignast afhvæmi saman en af hverju gerist það ekki á milli andategunda? Eins og stokkanda og æðarfugla? Hér gætir talsverðs misskilnings hjá spyrjanda. Hin ólíku afbrigði hunda eru öll innan sömu tegundar, hundsins (Canis fami...

Fleiri niðurstöður