Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju geta mismunandi andategundir ekki eignast saman afkvæmi eins og hundar gera?

Jón Már Halldórsson

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Þið vitið að hundar af mismunandi tegundum geta eignast afhvæmi saman en af hverju gerist það ekki á milli andategunda? Eins og stokkanda og æðarfugla?

Hér gætir talsverðs misskilnings hjá spyrjanda. Hin ólíku afbrigði hunda eru öll innan sömu tegundar, hundsins (Canis familiaris). Þrátt fyrir talsverðan útlitsmun geta öll hundakyn átt saman frjó afkvæmi. Hins vegar eru þær endur sem spyrjandi nefnir af ólíkum tegundum og meira að segja af ólíkum ættkvíslum.

Stokköndin (Anas platyrhynchos) er af hinni tegundaauðugu Anas ættkvísl en æðarfugl er af ættkvíslinni Somateria. Þetta eru því talsvert ólíkar tegundir þrátt fyrir að þær tilheyri báðar ætt andfugla (Anatidae). Það eru því nánast engar líkur á því að frjóvgun geti orðið milli þessara tegunda. Hér á landi hefur stokkönd þó stundum blandast við aðrar gráendur, svo sem grafönd (Anas acuta), urtönd (Anas crecca) og gargönd (Anas strepera). Slíkir blendingar eru þó ófrjóir og geta því ekki fjölgað sér. Þetta er ólíkt því sem gerist þegar blöndun verður milli ræktunarafbrigða, til dæmis hunda.

Nánar má lesa um tegundir og tegundablöndun í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.1.2007

Spyrjandi

Ástey Gunnarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju geta mismunandi andategundir ekki eignast saman afkvæmi eins og hundar gera?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6483.

Jón Már Halldórsson. (2007, 30. janúar). Af hverju geta mismunandi andategundir ekki eignast saman afkvæmi eins og hundar gera? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6483

Jón Már Halldórsson. „Af hverju geta mismunandi andategundir ekki eignast saman afkvæmi eins og hundar gera?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6483>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju geta mismunandi andategundir ekki eignast saman afkvæmi eins og hundar gera?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Þið vitið að hundar af mismunandi tegundum geta eignast afhvæmi saman en af hverju gerist það ekki á milli andategunda? Eins og stokkanda og æðarfugla?

Hér gætir talsverðs misskilnings hjá spyrjanda. Hin ólíku afbrigði hunda eru öll innan sömu tegundar, hundsins (Canis familiaris). Þrátt fyrir talsverðan útlitsmun geta öll hundakyn átt saman frjó afkvæmi. Hins vegar eru þær endur sem spyrjandi nefnir af ólíkum tegundum og meira að segja af ólíkum ættkvíslum.

Stokköndin (Anas platyrhynchos) er af hinni tegundaauðugu Anas ættkvísl en æðarfugl er af ættkvíslinni Somateria. Þetta eru því talsvert ólíkar tegundir þrátt fyrir að þær tilheyri báðar ætt andfugla (Anatidae). Það eru því nánast engar líkur á því að frjóvgun geti orðið milli þessara tegunda. Hér á landi hefur stokkönd þó stundum blandast við aðrar gráendur, svo sem grafönd (Anas acuta), urtönd (Anas crecca) og gargönd (Anas strepera). Slíkir blendingar eru þó ófrjóir og geta því ekki fjölgað sér. Þetta er ólíkt því sem gerist þegar blöndun verður milli ræktunarafbrigða, til dæmis hunda.

Nánar má lesa um tegundir og tegundablöndun í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum:...